blaðið - 17.12.2005, Side 10

blaðið - 17.12.2005, Side 10
10 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaAÍ6 Loftferðasamningur: íslensk flugfélög boöin velkomin til Beirút Island og Líbanon hafa skrifað undir loftferðasamning á milli land- anna tveggja. Samningurinn felur í sér viðtæk gagnkvæm réttindi, ým- ist í beinu flugi eða flugi sem teng- ist öðrum löndum. I tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að samningurinn sé íslenskum flugfé- lögum hagstæður enda hafi bæði líbönsk flugmálayfirvöld og flugfé- lagið Middle Eastern Airlines mik- inn áhuga á að „íslensku flugfélögin auki flug sitt til og um Beirút“. Flu- málastjóri Líbanon sem einnig er yfirmaður flugstöðvarinnar í Beirút hefur heitið íslenskum félögum allri þeirri fyrirgreiðslu sem unnt sé að láta þeim í té. Samningaviðræð- urnar fóru fram í Beirút. SIGURVEGARI DAGSIWS L'ORÉAL men'é^pert ÞVÍ ÞÚ ÁTT ÞAÐ LÍKA SKILIÐ eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Gjafakörfur matgæðingsins by SEKONDA Útsölustadir: Jens Kringlunni ■ Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 • Helgi Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustíg 3 • Georg Hannah úrsmiöur Keflavík • Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi • Úra- og skartgripaverslun Karls R. GuómuncJssonar Selfossi Avion Group: Á íeið í Kauphöllina BlaÖiÖ/SteinarHugi Stefnt er að því að skrá Avion Group í Kauphöll íslands á næstu vikum. Fé- lagið verður á meðal þeirra stærstu i kauphöllinni að markaðsvirði og veltir Avion um tveimur milljörðum Bandaríkjadala á yfirstandandi fjár- hagsári. Fagfjárfestum býðst nú að taka þátt í hlutafjárútboði félagsins en í boði eru nýjir hlutir að verð- mæti 6 milljarða króna. Lágmarks- kaupverð er 5 milljónir króna og skal tilboðum skilað fyrir lok dags þann 22. desember nk. og verður til- kynnt um endanlegt gengi þann 23. I dag eru hluthafar i Avion um 20 talsins, en þegar Avion Group keypti Eimskip fyrr á árinu var ákveðið að Straumur Burðarás, að fengnu sam- þykki hluthafafundar, myndi greiða hluthöfum sínum út arð í formi hlutabréfa í Avion Group. Þar af leið- andi verða hluthafar í Avion orðnir rúmlega 22 þúsund innan nokkura mánaða. Framsækið flutningafyrirtæki Avion Group er ungt félag sem byggir á gömlum grunni en á meðal meginstoða félagsins eru Eimskip og Air Atlanta. Starfsmenn eru um 4500 vítt og breytt um heiminn. Nú nýverið var sagt frá því að Avion Group væri annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu. Netið: Mikill munur á fréttalestri vefmiðla Það dylst engum að tveir stærstu netmiðlar landsins, mbl.is og visir. is eru mest sóttu netsíðurnar hér á landi. Undanfarið hefur verið í gangi umræða þess efnis að miðlarnir hafi verið að kaupa önnur vefsvæði í því augnamiði að þeir mælist hærra í vefmælingum. Til dæmis keypti mbl.is nýlega hinn vinsæla vef Barnaland og visir.is bloggsvæðið blog.central.is. Bent hefur verið á að með því að hafa þessa vinsælu vefi innan sinna vébanda geti þeir sýnt fram á meiri netumferð, og þar af leiðandi selt fleiri auglýsingar. Modernus er fyrirtæki sem heldur úti samræmdum vefmælingum hér á landi og eru mbl.is og visir.is ávallt á meðal vinsælustu vefja landsins. í síðustu viku var mbl.is mest sótti vefurinn með rúmlega 1,5 milljón innlit í vikunni. Þar á eífir fylgir visir.is með 1,2 miljónir innhta. Hins vegar eru notendur næstum jafn margir, mbl.is með 208.601 notanda, en visir.is með 208.382 notendur. Mun fleiri lesa fréttir á mbl.is Ef þessar tölur eru skoðaðar nánar kemur hins vegar í ljós að töluverður munur er hvað fólk er að skoða á vefjunum tveimur og hefur mbl.is klárlega vinninginn þegar kemur að fréttalestri. Um 1,2 milljónir innhta voru á forsíðu mbl.is og 463.878 innht á fréttavefinn að öðru leyti. 345.585 innlit voru á fréttir og þjónustu hjá visi.is. Það er hins vegar blog.central.is hluti vísis sem er lang vinsælastur, en 765.605 innht voru á þann hluta visis þá vikuna. Það er því ljóst að mbl.is hefiir klárlega vinninginn þegar kemur að því hvor fréttaveitan er meira lesin. fi_ u~rmnGai=t Hradsendingar um allan heim Sendum jólapakkana tímanlega með Gjótuhraun 4 • 220 Hafnarfjörður • 535 8170 • www.hradi.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.