blaðið - 17.12.2005, Qupperneq 14
14 I INWLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaöiö
Matvörumarkaður:
Allir vilja lækka matvælaveró
Fjölmargir hafa brugðist viðfréttum afháu matvœlaverði hér á landi. Neytendasamtökin
segja að verðið verði að lækka og Samtök verslunar ogþjónustu taka í svipaðan streng en
með öðrum áherslum.
Akureyri:
Klakastyttur
í dag munu
tveir meistara-
kokkar brýna
axirnar og
reyna að vekja
á sér nokkra
athygliáAkur-
eyri. Ekki eru
þeir þó með
neitt glæpsam-
legt eða hættu-
legt í huga, því
þeir mun frá
klukkan 15 höggva og skera út klaka-
styttur af ýmsum gerðum. Það eru
þeir félagar Kjartan Marinó og Hall-
grímur Friðrik sem munu sýna listir
sínar í þessari óvenjulegu og köldu
listsköpun. Þeir eru báðir innfæddir
Akureyringar sem lærðu matreiðslu
á sínum tíma á Fiðlaranum. Eins
og áður segir munu herlegheitin
hefjast á slaginu klukkan 15 á Ráð-
hústorgi en gert er ráð fyrir að þeir
muni eyða um tveimur tímum við
verknaðinn. Hvort Akureyrarkirkja
mun verða viðfangsefni þeirra að
þessu sinni er óvíst, en ljóst er að
skemmtilegt verður að fylgjast
með þeim félögum við vinnu sína.
Nytendasamtökin segja það enn
einu sinni staðfestast í norrænu
skýrslunni um matvælaverð sem
greint var frá í vikunni að hér á
landi sé matvælaverð með því hæsta
í heiminum. Samkvæmt skýrsl-
unni er matvælaverð hér á landi
42% hærra hér á landi en í ríkjum
Evrópusambandsins. I tilkynningu
frá Neytendasamtökunum segir að
niðurstaða skýrslunnar sé óásættan-
leg, og krefst stjórn samtakanna
þess að stjórnvöld grípi til aðgerða
til að verð og framboð á matvælum
hér landi verði sambærilegt við það
sem gerist í löndunum í kringum
okkur. Samtökin benda á leiðir til
lausnar en að þeirra mati þarf að
fella niður tolla á innfluttum land-
búnaðarvörum og leggja niður inn-
flutnings kvóta. Þá þarf að lækka
vörugjöld og tolla á matvörur veru-
lega eða fella alfarið niður. Hið
sama á við um virðisaukaskatt á
matvæli. Ennfremur brýna sam-
tökin samkeppnisyfirvöld til þess
að rannsaka frekar viðskiptahætti
á smásölumarkaði og grípa til nauð-
synlegra aðgerða til að tryggja virka
samkeppni og koma í veg fyrir ólög-
mætar samkeppnishindranir.
Fákeppni ekki ástæða hás verðs
Samtök verslunar og þjónustu vilja
ekki kenna fákeppni á matvöru-
markaði um hið háa verðlag hér á
landi. 1 tilkynningu frá SVÞ segir
að samtökin hafni því að „fákeppni
á matvörumarkaði sé ástæða fyrir
hærra verði matvæla hér en í öðrum
löndum. Ekki verður séð af niður-
stöðum skýrslunnar að herða þurfi
eftirlit með samþjöppun á matvöru-
markaði, eins og Samkeppniseft-
irlitið boðar, þvi aðstæður á þeim
markaði eru ekki frábrugðnar því
sem gerist í samanburðarlöndunum
og raunar er samþjöppunin minni
hér en víða í Skandinavíu.“ SVÞ
segja skýrsluna staðfesta það að
meginástæðu hás verðs megi rekja
til innflutningshamla á búvörur og
verndarstefnu í íslenskum landbún-
aði. Skýrslan staðfesti því málflutn-
ing SVÞ á undanförnum árum þar
sem krafist hefur verið breytinga á
þessu kerfi og að stjórnvöld dragi úr
verndartollum.innflutningskvótum
og framleiðslustyrkjum, en þeir
hinir síðasttöldu eru að sögn SVÞ
þeir hæstu í veröldinni. f tilkynning-
unni segir að þjóðin sé farin að kalla
á kerfisbreytingu og vonandi sinni
löggjafinn, Alþingi, því kalli.
Löggœsla:
Fíkniefni og þýfi gert upptækt
Talsvert magn fíkniefna og meints
þýfis var gert upptækt þegar lög-
reglan í Hafnarfirði gerði húsleit í
húsi í bænum. Við leitina fundust
rúmlega 100 gr. af amfetamíni, yfir
100 gr. af hassi og rúmlega 200 LSD
skammtar. Þá fundust þar skotvopn,
sprengiefni, hnífar og talsvert magn
af rafmagnsvörum hverskonar, sjón-
varps- og myndbandstæki, dvd spil-
arar, fartölvur, myndavélar og fleiri
munir sem taldir eru vera þýfi. Þrír
menn voru handteknir vegna máls-
ins en tveimur var sleppt að lokinni
yfirheyrslu.
Geir Haarde:
Landbúnaðar-
tollar lækki
verulega
Geir Haarde situr nú ráðherrafund
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO) í Hong Kong. Hann hélt
ræðu í gær þar sem meðal annars
kom fram að meirihluti innfluttra
landbúnaðarafurða kæmi til Islands
án nokkurra viðskiptahindrana.
Þar á meðal væru flestar mikilvæg-
ustu útflutningsvörur vanþróuð-
ustu ríkja heimsins. Hann benti
á að Islendingar heíðu afnumið
útflutningsbætur í upphafi tíunda
áratugarins, og nú væru menn
reiðubúnir til þess að lækka tolla
og framleiðslutengdan innanlands-
stuðning verulega. Það væri ljóst
að aðlaga þyrfti rekstrarumhverfi
íslensks landbúnaðar að slíkum
nýjum skuldbindingum en allar
breytingar verði að gera með var-
kárni og með tilliti til þátta sem
ekki væru viðskiptalegs eðlis.
Leiðrétting og
afsökunarbeiðni
I pistli mínum í Blaðinu föstudag-
inn 16. desember var því haldið fram
að Ólafur Jóhannesson hafi verið
með skaðbrunnar tennur. Þetta er
alrangt og stafar af vanþekkingu
minni af svarthvítu sjónvarpi 8.
áratugarins. Hann var með gull í
tönnum í neðri góm og það virtist
í sjónvarpi vera skemmdir, en svo
var alls ekki. Ég bið alla lesendur vel-
virðingar á þessum mistökum.
Ágúst Borgþór Sverrisson
jólmtemn ing
í jólaundirbúningnum fer fjölskyldan gjaman saman á kaffi-
eða veitingahús. Öllum líður betur í reyklausu umhverfi.
LYÐHE I LSUSTOÐ
- Ilfið hell
Ak-inn Akureyri
American Style
Hafnarfj., Kópavogur, Reykjavik
Á næstu grösum Reykjavfk
Ábær-veitingar Sauðárkrókur
Bautinn Akureyri
Bláa kannan Akureyri
Blómaskálinn Vín Eyjafjörður
Gallerý fiskur Reykjavik
Greifinn Akureyri
Café Konditori Copenhagen Reykjavík
Carpe Diem Reykjavík
Draugasetríð stokkseyri
Espressóbarinn Seltjamames
Faktorshúsið Isafjörður
Flugterían Reykjavikurflugvöllur
G. J. smurbrauðst og netkaffi Hvammstangi
Galbi restaurantReykjavik
Gullofninn Kópavogur
Grænn kostur Reykjavík
Hafið Bláa Þortákshöfn
Heitt og kalt Reykjavik
Hlíðarendi Hvolsvöllur
Hótel Hamar Borgarnes
Hótel Holt Reykjavík
Hótel Reynihlfð Mývatnssveit
Hótel Saga Reykjavik
Hótel Valaskjálf Egilsstaðir
Kaffi Nilsen Egllsstaðir
Kaffi Róma Reykjavík
Kaffihúsið Gamli bærínn Mývatnssvelt
Kaffihúsið Garðurinn Reykjavlk
Kaffihús IÐU Reykjavik
Kaffi Hljómalind Reykjavik
Kaffi Nauthóll Reykjavík
Kaffi Tröð Akureyri
Kaffitár
Reykjavfk, Keflavíkurflugvöllur, Reykjanesbær
Þetta er listi sem Lýðhellsustöð hefur yfir reyklaus veitingahús, athugið aö listlnn er ekkl tæmandi.
Á stærri veitingastöðum eru reykingar stundum leyfðar á bar.
Kentucky Fried Chicken
Reykjavfk, Hafnarfj., Mosfellsbær
Kjartanshús - Essó Flateyri
Lagarfljótsormurinn Egilsstaðir
Leirunesti Akureyri
Lindin restorante Akureyri
Matur og menning
Þjóðmenningarhúsinu, Reykjavík
McDonald'S Reykjavik
Miðgarðar Grenivik
Múlakaffi Reykjavik
Nings Reykjavík, Kópavogur
Nonnabiti Reykjavik
Norræna húsið, kaffistofa Reykjavik
Núðluhúsið Reykjavik
Olsen Olsen og ég Keflavik
Peng's Akureyri
Pizza 67 Keflavfk
Salatbarinn Reykjavfk
Salatbarfnn hjá Eika Reykjavfk
Segafredos Reykjavfk
Shellstöðin Borgames
SKG - Hótel Isafirði fsafjörður
Skógakaff i Byggðasafnið á Skógum
Siggi Hall á Óðinsvéum Reykjavfk
Sporthúsið, Sportbar Kópavogur
Stjörnutorg Kringlunni, Reykjavlk
Subway Reykjavfk, Keflavfk, Akureyri, Hafnarfj.
Súfistinn, bókakaffi Reykjavik
Söluskálinn Hvammstangi
Te og kaffi Reykjavik, Kópavogi
Tveir fiskar Reykjavik
Veitingastaðurinn Baulan Borgarfjörður
Veitingastaðurinn Jöklasel Vatnajökull
Veitingastaðurinn, Kjarvalsstöðum Reykjavík
Veitingastofan, Þjóðarbókhlöðunni Reykjavlk
Ömmukaffi Reykjavik