blaðið - 17.12.2005, Síða 16

blaðið - 17.12.2005, Síða 16
16 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaöiö Sprenging við kjarnorkuver Einn lést og tveir aðrir særðust alvarlega þegar sprenging varð í málmbræðsluofni kjarnorkuvers fyrir utan Pétursborg í Rússlandi. Að sögn rússnesku kjarnorkustofn- unarinnar hefur ekki orðið vart við aukna geislun á svæðinu eftir sprenginguna. Sprengingin varð á fimmtudag í Leningrad-kjarnorku- verinu í litlum bæ fyrir utan borgina. Ofninn er rekinn af fyrirtækinu Eko- met-S sem sér um að endurvinna brotajárn. Sprengingin hefur beint athyglinni að slælegu eftirliti með Leningrad-kjarnorkuverið í nágrenni Pétursborgar. starfsemi slíkra fyrirtækja á við- kvæmum svæðum sem umhverfis- sinnar hafa meðal annars bent á. Alls eru fjórir kjarnakljúfar á svæð- inu og var málmbræðsluofninn í um 8oo metra fjarlægð frá einum þeirra að sögn kjarnorkustofnunar Rúss- lands. Oleg Bodrov, sem er i forsvari fyrir umhverfissamtök í Sosnovy Bor, segir aftur á móti að ofninn hafi verið nær kjarnakljúfnum. Kjarn- orkustofnunin segir að ekki hafi neinar reglur um öryggi eða starfsað- stæður verið brotnar í kjarnorkuver- inu. Kjarnakljúfurinn sem stendur næst málmbræðsluofninum hafði ekki verið starfræktur síðan í júlí. ■ Verkfall yfirvofandi í New York: Almenningssamgöngur gætu lamast Samtök starfsmanna almennings- samgöngukerfis New York borgar lýstu yfir takmörkuðu verkfalli í gær eftir að kjaraviðræður höfðu runnið út í sandinn. Allsherjarverk- falli verður hugsanlega lýst yfir í næstu viku hafi samningaviðræður ekki skilað árangri þá. Slíkt verkfall myndi lama stærsta almennings- samgöngukerfi borgarinnar sem nærri 7 milljónir manna nota á degi hverjum. Upphaflega höfðu sam- tökin hótað að allsherjarverkfall hæfist í gærmorgun en af því varð ekki. íbúar New York sem reiða sig á almenningssamgöngur voru fegnir að lestir og strætisvagnar gengu enn í gærmorgun en gerðu sér jafnframt grein fyrir að ekki væri öll hætta liðin hjá. Degi áður en verkfallið átti að hefj- ast sagði Michael Bloomberg, borgar- stjóri, að neyðarástandi yrði lýst yfir í borginni ef af því yrði. Hann kynnti viðtæka viðbragðsáætlun þar sem meðal annars er kveðið á um að ferðum farþegabáta verði fjölgað, leigubílstjórum heimilað að hafa fleiri farþega og að bílum verði ekki leyft að koma til Manhattan á háannatíma á morgnana nema í þeim séu að minnsta kosti fjórir farþegar. Starfsmenn krefjast meðal annars launahækkunar á næstu þremur árum og frekari þjálfunar vegna hættuafhryðjuverkum. ■ Fokið íflest skjól: Reykingabann í Kaupmannahöfn Eftir janúar 2007 mega borgar- starfsmenn í Kaupmannahöfn ekki lengur reykja innandyra. Þar sem börn dveljast gildir bannið jafnt innandyra sem utan. Þetta var ákveðið á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. 45 borgarfulltrúar voru hlynntir banninu, 5 á móti og 2 sátu hjá. Tillögu um að hafa möguleika á að setja upp sérstök reykherbergi á vinnustöðum var vísað frá. Borgar- fulltrúar telja að þeir sem vinni með börnum svo sem starfsfólk leikskóla hafi sérstökum skyldum að gegna sem fyrirmyndir og því mega þeir ekki reykja í viðurvist barnanna Borgarstarfsmönnum verðurekkilengur hvort sem er innandyra eða utan. ■ a® reykja innandyra í framtiðinni. Jarðskjálftinn í Suðaustur Asíu Bush eldri aóstoóar við uppbyggingu George H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið útnefndur sérstakur erindreki Sam- einuðu þjóðanna og mun aðstoða við uppbyggingu á skjálftasvæð- unum í suðaustur Asíu. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór þess á leit við Bush að hann leggði starfinu lið. Bush segist hafa fall- ist á að taka að sér starfið þar sem hann og Barbara, eiginkona hans, hefðu verið harmi slegin út af harm- leiknum í Pakistan. Bush og Bill Clinton eftirmaður hans sem forseti Bandaríkjanna, lögðu báðir hönd á plóg við fjáröflun fyrir fórnarlömb risaflóðbylgjunnar í Asíu fyrir tæpu ári. Starf Bush gengur meðal annars út á að sjá til þess að fjárframlög verði nýtt á þann hátt sem kemur fórnarlömbum skjálftans til góða. Her Pakistans hefur í samstarfi við erlend ríki og alþjóðlegar hjálpar- stofnanir, staðið fyrir einhverjum stærstu neyðaraðgerðum sögunnar í norðurhluta landsins siðan skjálft- inn reið yfir 8. október. Um 87.000 manns fórust í skjálftanum og 3,5 milljónir misstu heimili sín. ■ ALLTAF í VW Golf Highline 4x4 2,0 VW Passat Basidine 1,6 VW Transporter Dcab 1,9 TDi VW Golf Trendline 1,6 beinsk. árg. 02 ek. 48.000 beinsk. árg. 01 ek. 83.000 beinsk. árg. 04 ek. 32.000 beinsk. árg. 04 ek. 56.000 verð áður 1.570.000 kr. verð 1.250.000 kr. verð áður 1.170.000 kr. verð 1.050.000 kr. verð áður 1.940.000 kr. verð 1.790.000 kr. verð áður 1.650.000 kr. verð 1.480.000 kr. Afborgun pr. mán.: 19.787 kr. i60mán. Afborgun pr. mán.: 20.166 kf. í 48 mán. Afborgun pr. mán.: 24.1 85 kr.í72mán. Afborgun pr. mán.: 19.942 kf. í 72 mán. Klettháls Klettháls Klettháls Klettháls VW Polo 1,2 Basidine beinsk. árg. 02 ek. 58.000 verð áður 870.000 kr. vetð 780.000 kr. Afborgun pr. mán.: 1 2.379 kf. i 60 mán. VW Passat 2,0 AT VW Golf Comfortline stw VW Bora Highline 1,6 sjálfsk. árg. 02 ek. 49.000 beinsk. árg. 00 ek. 85.000 beinsk. árg. 02 ek. 74.000 verð áður 1.910.000 kr. verð 1.790.000 kr. verð áður 790.000 kr. verö 690.000 kr. vetð áður 1.290.000 kr. verð 1.160.000 kr. Afborgun pr. mán.: 28.299 kf. i 60 mán. Afborgun pr. mán.: 17.1 76 kí. i 36 mán. Afborgun pr. mán.: 18.369 kf. í 60 mán. Bílaþing Heklu er rétti staðurinn til að finna góðan notaðan Volkswagen Laugavegi 174 | Sími 590 5000 | Kletthálsi 11 sími 590 5760 www.bilathing.is \ LIJ www.biiathing.is Opið mánudaga til föstudaga 10-18 TEKLA bilathing@hekla.is • Laugardaga 12-16 BÍLAÞING HEKLU Niuncr citt í notuðum bíhun Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgamesl, slmi 437 2100 • HEKLA, Isafirði, slmi 456 4666 HEKLA, Reyöarflröi, slmi 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbœ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossi, slml 482 1416 HEKLA, Kletthálsi 11, síml 590 5760 www.hekla.is, heklaOhekla.ls

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.