blaðið - 17.12.2005, Síða 18
18 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 bla6iö
Góð þátttaka í þing
kosningum í írak
Meira en tveir þriðju kosninga-
bærra íraka tóku þátt í þingkosn-
ingunum í landinu á fimmtudag
samkvæmt fyrstu tölum. Til saman-
burðar var þátttaka í kosningum til
bráðabirgðaþings í janúar á þessu
ári tæp 6o%. „Fjöldi þeirra sem tók
þátt í kosningunum ætti að vera á
milli ío og n milljónir samkvæmt
fyrstu áætlunum okkar,“ sagði hátt-
settur maður innan kjörstjórnar en
alls voru um 15,5 milljón á kjörskrá.
Ekki er von á að endanleg úrslit
liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir
tvær vikur. Kosningaþátttaka virð-
ist hafa verið góð í öllum héruðum
íraks, jafnvel í Al-Anbar-héraði í
vesturhluta landsins þar sem upp-
reisnarmenn hafa haft sterk ítök. í
borginni Fallujah sem eitt sinn var
höfuðvígi uppreisnarmanna er jafn-
vel talið að 85-95% skráðra kjósenda
hafi greitt atkvæði.
Tímamótakosningar
Leiðtogar heimsins hafa fagnað
kosningunum sem marka tíma-
mót í sögu þjóðarinnar og vonast
margir til þess að þær muni binda
Vinningshafar í
Capri - Sonne leiknum
Tveir þriðju kosningabærra manna
greiddu atkvæði í þingkosningunum í (r-
ak á fimmtudag. Úrslita er ekki að vænta
fyrr en í fyrsta lagi eftir hálfan mánuð.
enda á uppreisnina sem geisað hefur
í landinu síðan Saddam Flussein
var steypt af stóli í apríl 2003. Enn-
fremur binda menn vonir við að
kosningarnar marki upphafið að
brotthvarfi erlendra hersveita undir
stjórn Bandaríkjamanna í landinu.
„Þetta er stórt skref í átt að markmiði
okkar sem er að koma á lýðræði í
írak og að þjóðin verði fær um að
framfleyta sér og verja sig,“ sagði
George Bush, Bandaríkjaforseti.
Ólga í Ástralíu:
Varað við kynþáttaóeiröum
Lögregla í Ástralíu hefur beðið fólk
um að halda sig frá strandsvæðum
í þremur borgum um helgina. Hún
segist hafa trúverðugar vísbend-
ingar um að búast megi við ofbeldi
á þessum stöðum. „Samkvæmt
upplýsingum okkar hefur fjöldi
fólks í hyggju að fara á þessi svæði
á sunnudag og stuðla að óeirðum,“
sagði Ken Moroney, lögregluforingi,
í Nýja Suður Wales. Meðal þeirra
strandsvæða sem fólki er ráðlagt
að halda sig frá er Cronulla strönd
í Sidney þar sem kynþáttaóeirðirnar
brutust út um síðustu helgi. Einnig
hafa verið gefnar út viðvaranir í
strandborgunum Wollongong og
Newcastle. Smáskilaboð og tölvu-
póstskeyti hafa gengið manna á
milli þar sem hvatt er til ofbeldis og
þá hefur jafnvel heyrst að ungmenni
frá öðrum landshlutum ætli að fjöl-
menna til að taka þátt í óeirðunum.
Öryggisviðbúnaður lögreglunnar
er sá mesti síðan Ólympíuleikarnir
voru haldnir í Sydney árið 2000.
Lögregla í Sydney og víðar í Ástralíu
býr sig undir miklar kynþáttaóeirðir um
helgina.
Bush fellst á
bann við pyntingum
George Bush, Bandaríkjaforseti,
hefur fallist á tillögu John McCain,
öldungadeildarþingmanns Repú-
blikana, um að leggja algert bann
við grimmilegri, ómannúðlegri og
niðurlægjandi meðferð á fólki sem
grunað er um hryðjuverk. Áður
hafði forsetinn lýst yfir andstöðu
sinni við tillöguna og hótað að beita
neitunarvaldi gegn henni. Taldi
hann að lögin myndu binda um
of hendur starfsmanna leyniþjón-
ustunnar. Bush sagði að bannið
,myndi sýna heimsbyggðinni að
þessi ríkisstjórn stundaði ekki pynt-
ingar og að við fylgjum alþjóðlegum
sáttmála um pyntingar, hvort sem
er hér heima eða erlendis.“ John
McCain fagnaði stefnubreytingu
forsetans og sagði að með löggjöf-
inni sýndu Bandaríkjamenn heims-
byggðinni að þeir væru ekki eins og
hryðjuverkamennirnir.
John McCain, öldungadeildarþingmaður,
og George Bush, forseti, takast í hendur
eftir að Bush lýsti yfir stuðningi sínum við
tillögu McCains um bann við pyntingum.
Dregið hefur verið í skólaleik Capri - Sonne þar sem þátttak-
endur þurftu að svara þremur spurningum spurningum og
eiga möguleika á að hreppa einn af þeim ellefu iPod Shuffle
spilurum sem í boði voru á íslandi.
Eftirfarandi aðilar voru dregnir út:
Guðmundur Már Jónasson
Suðurvangur 8
220 Hafnarfjörður
Hugrún Sif Valgarðsdóttir
Hléskógar 2-6
700 Egilsstaðir
Sanjin Horoz
Valholt 17
355 Ólafsvík
Karen Harpa Kristinsdóttir
Otrateigur 34
105 Reykjavík
RögnvaldurViðar Friðgeirsson
Duggugerði 3
670 Kópasker
Unnur Ósk Gunnlaugsdóttir
Smáratún 39
230 Keflavík
Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag
á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak
af bókinni Karlar ljúga, konur gráta.
Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
blaðiða
.O
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Nú er hægt aö afmarka texta á heimasíðu, tölvupósti,
Word ritvinnslunni eða öðrum hugbúnaði og þýtt textann
á milli tungumála sem eru í Stóru tölvuorðabókinni og
það án innsláttar. ,__________________________N
I Stóru tölvuoröabókinni er
hægt aö lesa yfir texta og
leiðrétta úr hvaöa Windows
hugbúnaöi sem er. Þetta er
hægt aö framkvæma meö yfir
30 orðasöfnum.
Stóra
tölvuorðabókin
Með talsetningu geta notendur hlustað á
framburð á 8 tungumálum og þannig
tileinkað sér rétta notkun málsins. Einnig
geta lesblindir nýtt sér talsetninguna til
þess að láta lesa fyrir sig skjöl eða texta.
Líka á islehsku.
.f. Heildarorðafjöldi sem hægt er að þýða á milli allra
tungumálanna er komin yfir 5,1 milljón.
Nýtt þýðingartól sem þýðir texta á milli 9 tungumála án
innsláttar
Hægt að leita eftir íslenskum og enskum oróum í öllum
föllum og tölum. Enskt orðasafn með yfir 250.000
orðum og orðaskýringum.
Myndrænt kennsluefni sem auðveldar alla notkun.
-|- Aldrei verður skortur á nýjum tungumálum, því nú er
hægt að lesa inn ný tungumál eða viðbætur. Hægt er að
sækja ný tungumál á heimasíðu FastPro hugbúnaðar.
Nú eru nokkur tungumál í vinnslu s.s rússneska,
finnska, japanska, ungverska og pólska.
Fæst hjá FastPro, Pennanum, Elko, Fríhöfninni og helstu bókaverslunum landsins
italska _| I_
þý<5a he'rtar sclníny!
tir á rmlli lungumála
irmslatlar
1.800.000 uppflettiorö.
Enska
Franska
Islensku
Norska
Sænska
FastPro hughúnaöur
Simí: 587-4600
Heimasída: www.fasturo.is
Töluupóstur: sales@fastpro.is