blaðið - 17.12.2005, Síða 36

blaðið - 17.12.2005, Síða 36
36 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaðiö Baráttumaður gegn glœpum og ofbeldi tekinn af lífi Stanley „Tookie" Williams var tekinn af lífi meö banvænni sprautu í Kaliforníu 1 vikunni. Williams sem var stofnandi hins alræmda glæpagengis „Crips" var fundinn sekur um fjögur morö áriö 1981. Williams kvaöst alla tíö vera saklaus af moröákærunum. Þúsundir stuðningsmanna Williams komu saman við San Quentin fangelsið og viðar í Kaliforníuríki fyrir aftöku hans. Schwarzenegger undir þrýstingi Marjorie Cohn, prófessor við laga- deild Thomas Jefferson háskólans, sagði áður en Schwarzenegger tók ákvörðun sína að honum yrði for- mælt hvort sem hann náðaði Willi- ams eða ekki. Annars vegar væri hann undir þrýstingi frá hægri sinnuðum Repúblikönum um að hafna náðunarbeiðninni en hins vegar þyrfti hann að sýna fram á að hann sé jafnhófsamur og hann hefur látið í veðri vaka. Fyrr á árinu lýsti Scwharzenegger til að mynda yfir þeim vilja sínum að breyta fangelsis- málastefnu í Kaliforníu á þann hátt að fangelsisdvölin miði frekar að því að bæta menn en að refsa þeim. Með því að hafna náðunarbeiðni Williams þykir hann aftur á móti hafa gert hið gagnstæða. Ákvörðun Schwarzeneggers var harkalega gagnrýnd víða um heim, ekki síst í Evrópu. Stjórnmálamenn í Austurríki, heimalandi Schwarze- neggers, fóru jafnvel fram á að nafn hans yrði afmáð af íþróttaleikvangi í heimabæ hans. „Schwarzenegger er vöðvastæltur en hefur að því er virð- ist ekki gott hjartalag," sagði Julien Drey, talsmaður Sósíalistaflokksins í Frakklandi þar sem dauðarefsing var afnumin árið 1981. Gagnrýnendur dauðarefsingar telja að aftaka Williams hafi eflt and- stöðu almennings við dauðarefsingar og að aftakan umdeilda kunni því jafnvel að koma þeim að gagni í bar- áttunni og hugsanlega leiða til þess að fleiri aftökum í ríkinu verði frestað. Þó að meirihluti íbúa Kaliforníu séu fylgjandi dauðarefsingum hefur þeim fækkað á undanförnum árum samkvæmt nýlegum könnunum. Fylgjendur dauðarefsingar telja aftur á móti að mál Williams muni ekki hafa sérstök áhrif á álit almennings eða stjórnmálamanna. Snérist til betri vegar Wilhams var í augum margra stuðningsmanna sinna gott dæmi um mann sem hefði snúist til betri vegar í fangelsi og gerst öflugur gagn- rýnandi þess lífsstíls sem fylgir glæpa- gengjum. I augum þeirra sem voru fylgjandi aftökunni var Williams aftur á móti miskunnarlaus og harð- svíraður morðingi sem bar ábyrgð á stofnun alræmds glæpagengis. Crips gengið er jafnvel talið bera ábyrgð á fjölda morða og annarra glæpa í Los Angeles og víðar í Bandaríkjunum. „Fólk sem var á móti Stan vildi bein- línis kenna honum um allt sem Crips gerðu,“ segir Barbara Becnel, sam- starfskona Williams og einn helsti stuðningsmaður. Hún bendir á að þegar Williams hafi verið handtek- inn árið 1979 hafi gengið verið mun minna en síðar varð og umsvif þess takmarkast við Los Angeles. „Þeir handtaka hann og hann fær ekki framar um frjálst höfuð strokið og eftir það dreifist gengið út um allt ríkið, alla þjóðina og heiminn,“ segir hún. Stuðningsmenn Williams hétu því eftir aftökuna að halda áfram starfi hans við að hvetja ungmenni til að halda sig utan við glæpagengi og lofuðu því að gefa út eina bók til viðbótar með skrifum sem hann lét eftir sig. „Ef þeir héldu að þeim hefði tekist að fá fólk til að gleyma honum með því að drepa hann þá er því þveröfugt farið,“ sagði Becnel. „Við munum ekki gleyma. Ég er kona með köllun. Ég ætla að sanna að Stan var saklaus og Arnold Schwarzenegger kaldrifjaður morðingi," sagði Becnel. Stuðlaði að sættum glæpagengja Marjorie Cohn, lagaprófessor, segir að ef einhver dauðadæmdur maður hafi átt náðun skilda sé það Willi- ams. Árið 1993 hvatti Williams félaga í Crips og Bloods gengjunum til að láta af erjum sín á milli. „Með því að vinnna saman getum við bundið enda á þann vítahring sem veldur djúpstæðum sársauka í hjörtum mæðra okkar, feðra og fólksins okkar sem hefur misst ástvini sína í þessu glórulausa ofbeldi," sagði Williams í myndbandi sem sýnt var á friðarfundi gengjanna tveggja. „Ef Schwarzenegger neitar beiðni Willi- ams hvaða skilaboð sendum við þá börnum okkar?,“ spurði Cohn í grein sem hún birti skömmu áður en ríkis- stjórinn tók ákvörðun sína. Öskunni dreift í Suður Afríku Minningarathöfn um Williams hefur verið skipulögð í Los Angeles en ösku hans verður síðan dreift í Suður Afríku. Williams átti öfluga stuðn- ingsmenn í hópi fræga fólksins í Bandaríkjunum og er meðal annars búist við að fjöldi þekktra leikara og CAUF PRISON !____cnun____ Stanley Williams varð ötull baráttumað- ur gegn ofbeldi og glæpum og meðal annars orðaður við friðarverðlaun Nóbels nokkrum sinnum. Æltaf Ijúffengt FRÉTTA- SKÝRING EINARÖRN JÓNSSON tónlistarmanna verði viðstaddir at- höfnina, svo sem Sean Penn, Jamie Foxx og Danny Glover. Þá mun mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson og rapparinn Snoop Dogg flytja ræður við athöfnina en sá síðar- nefndi var líkt og Williams félagi í Crips á sínum yngri árum. Snoop Dogg talaði við Williams í síma um tveimur klukkustundum áður en hann var tekinn af lífi og ræddu þeir meðal annars um bók sem þeir höfðu haft í hyggju að skrifa saman. „Stanley hafði sér til ágætis að á hann var hlustað þegar hann talaði um ofbeldi glæpagengja. Við munum minnast Tookie fyrir það sem hann stóð fyrir og vonumst til að saga hans hafi á endanum þau áhrif á aðra að þeir breyti einnig háttum sínum,“ sagði Snoop Dogg. hann beið aftöku. Williams var dæmdur til dauða vegna fjögurra morða sem hann á að hafa framið árið 1979. Hann hélt alla tíð fram sakleysi sínu og fór fram á náðun sem Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri, hafnaði. Ennfremur hafnaði Hæstiréttur Bandaríkjanna beiðni um að aftökunni yrði frestað. Schwarzenegger sagði að ástæða þess að hann hefði ekki breytt dauð- dómi Williams í lífstíðardóm væri sú að Williams hefði ekki beðist afsökunar á glæpum sínum eða sýnt iðrun. Ríkisstjórinn dró einnig í efa hvort barátta Williams hefði skilað árangri eða hvort hún hefði aðeins verið yfxrvarp. Þúsundir stuðningsmanna hans söfnuðust saman fyrir utan San Quentin fangelsið skömmu fyrir af- tökuna. Sumir héldu á kertum en aðrir á spjöldum sem meðal annars var ritað á „Bjargið Tookie“ og „Ástin er svarið“.Meðan Williams var í fang- elsi snéri hann baki við ofbeldisfullri fortíð sinni og skrifaði frægar bækur þar sem hann reyndi að fá ungt fólk af því að ganga til liðs við glæpagengi. Barátta hans gegn ofbeldi vakti milda athygli í Bandaríkjunum og víðar í heiminum og var Williams jafnvel orðaður við friðarverðlaun Nóbels nokkrum sinnum. Fjölmargar kvikmyndastjörnur og baráttumenn fyrir mannréttindum lýstu yfir stuðn- ingi sínum við Williams á meðan Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kali- fornlu, hafnaði náðunarbeiðni Tookies, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði ekki sýnt iðrun vegna þeirra glæpa sem hann var dæmdur fyrir. Álfheimar 6 S.5536280 Álfheimar 6 S.5536280 ^4lltaffetekt

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.