blaðið - 17.12.2005, Síða 44
44 I FYRIR KONUR
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaðiö
Hvernig kemur þú undan vetri vorið 2006?
Ekki fitna í vetur
Á veturna getur verið auðvelt að drabbast niður í doða. Þú verður þreytt og slöpp, þig
skortir orku ogþað verður einhvernveginn svo freistandi að setjast með ákaflega hitaein-
ingaríkan mat fyrir framan sjónvarpið og dæla svo í sig orku, án þess að hreyfa svo mikið
sem einn rassvöðva.
Höfuðið bitið af sköminni
Ef þú finnur þig í þessari lýsingu
þá eru miklar líkur á því að sú
sem skríður undan vetri næsta
vor, verði stærri útgáfa af sjálfri
þér heldur en þessi sem situr nú
og les Blaðið.
Oj, salat!
Samt er þetta svolítið merkilegt. Það
er eins og við höfum einhverja miklu
sterkari þörf fyrir þungan og fyrir-
ferðamikinn mat á veturna: Gúllas,
kjötbollur, kótilettur, kartöfluflögur,
kartöflumús... mmmm.... Salat?
Salat Sgmallat!
Skammdegisþunglyndið herjar á
ísskápinn
Kannski að skammdegis „þung-
lyndið", eða Seasonal Affective Di-
sorder (SAD) eins og það er kallað
á ensku, eigi stærri þátt í þessum
árstíðabundnu breytingum á mata-
ræðinu. Skammdegisþunglyndi er
sérstök tegund af þunglyndi sem
herjar á okkur norðurhjarabúa. Or-
sök þess er talin vera skortur á sólar-
ljósi og árlega eru nokkur hundruð
þúsund manna og kvenna þjökuð
af þessu óyndi. Einkennin eru þung-
lyndi, þreyta, breytingar á svefni og
matarvenjum, meiri matarlyst og já,
þyngdaraukning.
Skortur á serótónín leiðir til löng-
unar í sætindi
Nýverið hafa fundist góðar sannanir
á því að serótónín aukning verði hjá
einstaklingum sem aðhafast í sólar,
eða björtu ljósi. Serótónín er boðefni
sem kemur skilaboðum um slökun
og vellíðan til heilans. Það er orðið
vísindunum kunnugt að skortur á
þessu boðefni leiði til þunglyndis og
aukinnar matarlystar, sem og auk-
innar löngunar í sætan og kolvetna-
ríkan mat.
RÚNAR JÚL • BJÖRN ÞORLÁKS
Össur
Skarp-
héðinsson
þingmaður
mælir með
þessari
bók.
Alveg
mögnuð,
segir hann.
„Svo spennandi bók
að ég tók hana með
mér I baðiðr segir
Óskar Pétursson.
söngvari.
LTFS LOGTNN
BJÖRN PORLAKSSON
Rokkkóngurinn gerir upp hlutina
í stórskemmtilegri ævisögu eftir
Ásgeir Tómasson, fréttamann.
rrSKYLDULESNING"r
segir Hemmi Gunn.
Án nokkurs vafa lang-
skemmtilegasta
ævisagan þessi jólin !!!
rrMögnuð bók um
sálarháska og mjög
vel skrifuð", segir
Össur Skarphéðins-
son þingmaður.
Alvöru bækur eftir alvöru menn
Borðaðu þig upp
Meðhöndlun skammdegisþung-
lyndis er m.a. ljósameðferð. Frá
næringarlegu sjónarmiði má einnig
ná bata með ríflegri líkamsrækt (sér-
staklega utandyra og í dagsbirtu),
forðast mat sem hefur hátt innihald
sykurs og fitu og að borða í staðinn
flókinn kolvetni eins og heilhveiti,
hafra, brún hrísgrjón, trefjaríkt
grænmeti og bakaðar kartöflur.
Bananabrauð kemur þér í stuð
Ein aðferð til þess að byggja upp se-
rótónin magn í heilanum er að taka
amínósýruna trypthophan, en úr
henni myndast serótónin í líkam-
anum. Það er mikið af henni í pró-
teinríkum mat eins og t.d. fiski, kjöti,
mjólkurvörum, eggjum, hnetum og
hveitikími. Matur sem inniheldur
serótónínið sjálft eru bananar, val-
hnetur og ananas.
Kjötlaus kjötsúpa
Sú staðreynd að líkaminn sækir í
þyngri mat á veturna er ekki endi-
lega slæm. Það er líka hægt að borða
þungan mat, án þess að þyngjast.
Mikið af þessum mat er auðugur af
kolvetnum eins og t.d. hafragrautur,
pottréttir úr baunum og linsum,
bakaðar kartöflur og „kjötsúpá' án
kjöts. Það er líka hægt að hafa vetr-
armatinn heilsusamlegri með því
að kaupa magurt kjöt, eða nota
kjúkling og kalkún í stað lamba og
nautakjöts.
Epli með kanil
Ofnbakaðir ávextir eru góðir sem
eftirréttir, til dæmis epli með kanil.
Svo má líka nota gerfisætu af og til,
svo lengi sem það er ekki daglega
eða í óhófi.
Mundu að hafa skammtastærð-
irnar ekki of stórar til þess að gæta
þess að blóðsykurinn fari ekki fram
úr hófi og mundu líka að morgun-
kornið, ristaða brauðið og allt hitt
sem er gert úr hveiti og kornmat er
auðugt af kolvetnum.
Litlar breytingar
Gerðu þessar litlu breytingar á mata-
ræðinu og þú munt ekki koma slöpp
og sljó undan vetri heldur hress
og spræk. Og hressar og sprækar
viljum við jú vera.
margret@vbl.is
Helgartilboð barnanna
690 kr
QuizuosSub
HMMH...GL00AOUR
Samloka gos
og smákökukrukka
sem yetur irt sér hljóð dýranna