blaðið


blaðið - 17.12.2005, Qupperneq 46

blaðið - 17.12.2005, Qupperneq 46
46 I MENNXNG LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2005 blaöiö Rokland eftir Hallgrím Helgason Langlokur í bland I gegnum tíðina hef ég vanist á að fara með bækur eftir Hallgrím Helga- son svona nánast eins og góðan kon- fektkassa. í staðinn fyrir að háma allt súkkulaðið í mig á einni kvöld- stund og bölva síðan í hljóði að ég skuli vera búinn að klára, reyni ég að spara mér góðgætið yfir lengri tíma. Þannig hef ég lesið bækur frá Hallgrími í gegnum tíðina, enda hef ég lengi haft ákaflega miklar mætur á honum sem höfundi. Ég gerði því ráð fyrir því frá upphafi að verða lengi að lesa nýjustu afurð hans, Rokland. Það gekk fullkomlega eftir, en af annarri ástæðu en upphaflega var áætluð. Bókin er í upphafi lang- dregin og hefði mátt vera a.m.k. um íoo síðum styttri. Sagan um Bödda, utangarðsmanninn á Sauðárkróki sem heldur úti beinskeyttri blogg- síðu um nágranna sína verður því nokkuð langdregin og jafnvel óá- hugaverð, þrátt fyrir að persónan sé margslungin og skemmtileg á köflum. Fram yfir miðja bók virðist Hallgrímur hafa ákveðið að sýna les- endum hversu mikla orðaleiki hann gæti sett fram um lítilsverða hluti og sagan líður fyrir. við góða spretti Eftir miðju nær höfundur hins- vegar betri tökum á aðalpersónunni og sögunni í heild sinni og nær á manninokkrumtökum. Síðastihluti sögunnar er síðan áhugaverð lýsing á manni sem búinn er að missa tökin. Þó ég hafi átt í nokkrum erf- iðleikum í upphafi var endirinn vel þess virði að sagan sé lesin. Aðalbjörn Sigurðsson adalbjorn@vbl. is ROKLAND HALLGRÍMUR helgason Myndin qí pab.ba Theimu 3ÉL-I. öfcr. SÉL-X. sfe Gcröur Kiístný EMMTILEGUSTU OVINIR ALLR'A TIMA ■dSm * , ♦ * ■ p :.;Í|k * v i • _ , L' L ERU KOMNIR I VERSLANIR A DVD ... •% ** « * MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALIV * í GLÆNÝRRI TEIKNIMYND. Argóarflísin og Saga Thelmu standa upp úr samkvcemt starfsfólki bókabúða Starfsfólk bókabúða hefur nú, sem endranær, valið bestu bækurnar í jólabókaflóðinu. Valið vekur jafnan mikla athygli enda er starfsfólkið frótt um bækur enda innan um þær dægrin löng. Kunnur bókagagnrýn- andi segir að listi starfsfólksins sé eini listinn sem hægt sé að taka mark á þar sem þau velji jafnan bestu bæk- urnar. Bækurnar sem eru valdar eru í nokkrum flokkum: Besta íslenska skáldsagan, besta þýdda skáldsagan, besta íslenska barnabókin, besta þýdda barnabókin, besta ljóðabókin, besta ævisagan og besta handbókin/ fræðibókin. Flest stig af öllum bók- unum fékk bókin Myndin af pabba- saga Thelmu í flokknum Besta ævi- sagan. Sú bók verður því að teljast sigurvegari sigurvegaranna enda hefur hún sýnt að bækur geta enn haft mikil áhrif í þjóðfélagi okkar. Besta íslenska skáldsagan var álitin vera Argóarflísin eftir Sjón. í öðru sæti var Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og í því þriðja var Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur. Athygli vekur að íslenskar spennusögur hljóta ekki verðlaun þetta árið þrátt fyrir mikla sölu og margar mjög góðar bækur í þeim flokki. Einungis ævintýrasögur í þýddum barnabókum Besta þýdda skáldsagan er Skuggi Vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón, í öðru sæti var Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini og í þvi þriðja var Næturvaktin eftir Kirino Natsuo. Það er athyglisvert að engin þessara bóka er frá enskumælandi löndum. Besta íslenska barnabókin var Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Á hæla hennar koma bækurnar Stein- hjartað eftir Sigrúnu Eldjárn og Fía sól eftir Kristínu Helgu Gunnars- dóttur en þær fengu jafn mörg stig. Áslaug Jónsdóttir á bestu bókina í flokki barnabóka hjá starfsfólki bókabúða annað árið í röð en í fyrra átti hún Nei! Sagði litla skrímslið. Allar bækurnar í flokknum besta þýdda barnabókin teljast til ævin- týrasagna sem vekur kannski litla furðu miðað við vinsældir Harry Potter. En besta þýdda barnabókin var Eragon eftir Christopher Paol- ina, þar á eftir er Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Row- ling og Leynilandið eftir Jane John- son. Besta ljóðabókin var Hættur og mörk eftir Þórarinn Eldjárn og besta handbókin/ftæðibókin var ís- landsatlas eftir Hans H. Hansen. svanhvit@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.