blaðið - 17.12.2005, Side 54

blaðið - 17.12.2005, Side 54
54 I AFÞREYXNG LAUGARDAGUR 17 DESEMBER 2005 blaAÍA King Kong klikkar Fram að þessu hefur útgáfa Microsoft á Xbox 360 leikjavél- inni verið eitt stórt vandamál. Fyrst kvörtuðu Bandaríkja- menn yfir því að of fá eintök væru í boði. Þegar Bretar tóku undir þann söng voru Bandaríkjamenn búnir að taka eftir því að þeirra fáu vélar ofhitnuðu og bræddu úr sér við notkun. Þá kom í ljós að Japanir ákváðu að bíða eftir japönskum vörum svo sölutölur þar í landi voru langt fyrir neðan væntingar. Svartur skjár Það nýjasta er framleiðandi King Kong, eins stærsta jóla- leiksins fyrir Xboxið, hefur beðið fólk um að , r ^ sleppa því að kaupa leikinn. Ubisoft á víst j t t ívandræðum ' með að láta leikinn virka á há- skerpusjónvörpum en Xbox 360 er fyrsta leikjatölvan til að styðja þau. „Við lentum í smávandræðum með þetta“, segir Yves Guillemot, forstjóri Ubisoft.„Á sumum sjónvörp- um er myndin mun dekkri en hún á að vera og það gjörbreyt- ir upplifuninni." Hann segist þó hafa lært af reynslunni og lofar að þetta verði ekki til vandræða í framtíðinni. Fall er fararheill Vandræðin eru þó ekki búin hjá Microsoft þar sem fá eintök af leikjatölvunum þýðir að fáir leikir seljast líka. Enginn af þremur stærstu leikjatitlum fyrirtækis- ins fyrir Xbox 360 náði inn á vinsældalista fyrsta mánuðinn. Varast ber að oftúlka þessa byrjunarörðuleika. Þar sem Microsoft er fyrst af þremur stórfyrirtækjum að gefa út nýja kynslóð leikjatölvu og því éta keppinautarnir upp öll mistök og hefja þau upp í fjölmiðlum. Einnig á skortur á tölvunum eftir að minnka strax upp úr áramótum þegar fleiri sending- ar berast í verslanir. Þangað til verða kerti og spil að duga undir fagurlega skreytt jólatrén. agnar.burgess@vbl.is ■ Pað sem þarf: Tölva með nettengingu Forritið Skype, útgáfu 2.0. (ókeypis á www.skype.com) Hljóðnemi fyrir tölvu Vefmyndavél (helst) Teg44 kr. I0.500 ítgr. borðstofuhúsgögn, stólar, borö, sófasett... ..Æfulltafhúsmnum T11199/6 kr. 19.600 Stgr. Sófasett Barbara, sigllt ogglæsllegt 3+1+1 Teg 331 kr. 2S.900 stgr. TegSO kr. 15.600 stgr. imaHHBEi Brúar bil milli landa Það er auðveldara en þú heldur að halda jól með fjarstöddum ættingj- um. Með háhraða Inter- nettengingu á flestum heimilum á íslandi og (yfirleitt) ágætis netsamband erlendis er hægt að heyra í og horfa á nákomna þrátt fyrir miklar fjarlægðir. Með tilkomu Skype hafa símreikningar fólks lækkað gífur- lega í verði þar sem hægt er að hringja fríttámillitveggja tölva, hvar sem er í heiminum. I út- gáfu 2.0 er einn- ig boðið upp á möguleikann á að sjá viðmæl- andann með vef- myndavél. Með því að stilla upp tölvu við eldhúsborð- ið er hægt að hafa ættingja með í öllu jóla- haldi þrátt fyrir miklar fjarlægð- ir. Hljóðneman- um er stillt upp við hlið jólasteik- unnar en hátal- arar tölvunnar notaðir svo allir geti heyrt. Ef þér reynist erfitt að ná í Skype 2.0 sem styður vefmyndavélar er hægt að nota MSN messenger (http://messenger.msn.com) til að sjá viðmælandann en eldri útgáfu Skype til að spjalla. Su Doku, þessi geysivinsæla japanska talnaþraut, er í sí- felldri sókn. Hún er þegar til í öllum dagblöðum, á óteljandi vefsíðum, í PlayStationPortable leikjatölvunni og GSM símum. íslensk netverslun hefur nú haf- ið sölu á handhægum Su Doku spilum sem skákar öðrum þar sem leikjavélin státar af yfir einni milljón spilum. Fyrir þá sem óttast að sofna í miðjum leik er líka búið að koma fyrir vekjaraklukku í tækið. Reyndar er þá einnig hægt að nota tölvu- spilið t.d. sem vekjaraklukku á ferðalagi. Tækin eru seld á heimasíðunni www.sudokus- hop.is en þaðan er selt til allra Norðurlandanna. Fólk verður að gera ráð fyrir því að póst- leggja þarf spilin ef ætlunin er að leggja þau undir jólatré. Su Doku þrautir Blaðsins í dag er að finna á blaðsíðu 43. Þar er m.a. hægt að glíma við hina alræmdu Samurai Su Doku. Vaknað með Su Doku l m m t HPI Savage fjarstýrður bensínbíll. Fáanlegur með þremur vélastærðum 3,5,4,1 og 4,6cc. OPIÐ LENGUR ALLA DAGA TIL JÓLA Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100 Teg320 kr. 24.900 stgr. Teg 2083 Teg 2106 Teg307 kr. 56.900 stgr. Teg 2064 ■ Gleðileg jól

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.