blaðið - 05.01.2006, Síða 22

blaðið - 05.01.2006, Síða 22
22 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöiö • OQ o® uoo BlaðiÖ/SteinarHugi Senuþjóíurínn Björgvin Franz um skaupið, leiklistina, ástina og lífið í viðtali við Halldóru Þorsteinsdóttur Leikarann Björgvin Franz Gíslason þekkja orðið flestir landsmenn en þessi ungi og skemmtilegi leikari kom, sá og sigraði í Áramótaskaupinu síðastliðið gamlárskvöld. Það má með sanni segja að Björgvin hafi verið senuþjófur skaupsins, en hann fékk ófáan íslendinginn til að hlæja sig máttlausan með fjölbreyttum og vægast sagt fróð- legum eftirhermum. Eftir ítrekaðar tilraunir náðist í Björgvin þar sem hann var móður og másandi í stuttu matarhléi á æfingu í Þjóðleikhúsinu. Það er greinilega í mörgu að snúast hjá leikaranum þessa dagana, en hann gaf sér þó tíma til þess að spjalla við blaðakonu um leiklistina, lífið og hið margrómaða Áramótaskaup. „Ég hef varla haft undan að svara símtölum frá fjölmiðlum síðustu daga vegna skaupsins, en fólk er greinilega svona áhugasamt og það er auðvitað bara æðislegt. Það er al- gjörlega frábært að fólk vilji vita eitt- hvað um mann og sýna því áhuga sem ég er að að gera. Ég er eiginlega bara snortinn yfir þessu öllu saman, þó svo að ég vilji ekki vera of væ- minn,“ sagði Björgvin um eftirmála Áramótaskaupsins. Hann segist mjög ánægður með skaupið og það að hafa fengið að taka þátt í því. Björgvin Franz er 28 ára gamall en hann hefur leikið og skemmt fólki síðan hann útskrifaðist úr leik- listardeild Listaháskóla fslands árið 2001. „Fyrsta verkefnið mitt, eða út- skriftarverkefni, var sýningin Hed- wig. Þar lék ég kynskipting og hafði mjög gaman af. Þarna voru mörg skemmtileg lög og annað sem lá ágætlega fyrir mér!“ Varstu ekkert tregur við að taka að þér hlutverk kynskiptings svona nýr í bransanum og skriðinn úr skólanum? „Maður var kannski svolítið taug- astrekktur þar sem þetta er auðvitað svolítið sérstakt hlutverk en ég lét það ekki á mig fá. Þetta var algjör- lega geðveikt í alla staði og alveg frábært að fá þetta tækifæri. f raun var þetta bara svona „dream coming true“ að fá þetta hlutverk." Skemmtikraftur og galdra- maðurtil margra ára Björgvin hefur verið iðinn í skemmt- anabransanum síðastliðin ár, en auk þess að hafa tekið þátt í hinum ýmsu leikritum hefur bann starfað sem skemmtikraftur á eigin vegum auk þess að sýna listir sem galdra- maður. Hann segir það skemmtifegt aukastarf enda séu hlutverkin ekki alltaf á hverju strái og því stundum nauðsynlegt að sinna öðru með. „Fyrstu árin eftir útskrift var ekk- ert mikið að gera fyrir utan Hedwig og ég var eiginlega mjög lítið að leika í leikhúsum. Það er nú bara mjög misjafnt hvað er að gera hjá manni í leiklistinni og stundum þarf maður virkilega að leita sér að verkefnum, nú eða taka að sér verkefni sem maður hefði annars ekki valið. Þetta er bara svona og maður tekur því - maður hoppar svona í eitt og annað á meðan. Ég hef starfað mikið sem skemmtikraftur og verið t.d. með eftirhermur eins og ég gerði í skaup- inu. Það er eiginlega það sem hefur mikið haldið mér lifandi. Það er al- veg rosalega gaman að stíga sjálfur á stokk í veislum eða við önnur til- efni og tjá sig að vild í hinum ýmsu gervum. Svo er ég iíka að syngja með henni Kristjönu leikkonu í grin- söngdúettnum Geiri og Villa, en það hefur verið mjög vinsælt síðan árið 1999 og við höfum komið fram víða,“ segir Björgvin sem segir þó dúettinn hafa sungið sitt síðasta. „Við eigum 6 ára afmæli núna, en þó er farið að síga á seinni hlutann hjá okkur - þetta fer að verða komið gott. Búið að vera æðislega gaman.“ Hvað er annars ígangi hjá þér núna í listalífinu? „Ég er búinn að vera að sýna í sýningunni Klaufar og kóngsdætur í Þjóðleikhúsinu, en þar er á ferð- inni ekta ævintýraheimur H.C. Andersen með miklum húmor og skemmtilegum lögum. Þetta er í raun barnasýning og þess má geta að við unnum Grímuna núna síðast fyrirbarnaleiksýningu ársins. Engu að síður höfðar sýningin til allra aldurshópa, fullorðnir hafa ekki síður gaman af. Svo er ég líka að fara að leika í leikritinu Virkjunin, sem er eftir Nóbelsverðlaunahafann Elfriede jelinek, en ég er ekki búinn að fá sérstakt hlutverk enn,“ segir Björgvin, en hann hefur verið laus- ráðinn í Þjóðleikhúsinu um nokkurt skeið. „Þar sem maður er ekki fastráðinn er þetta svolítið klippt og skorið. En ég bíð alltaf spenntur eftir verkefn- unum enda alltaf spennandi að sjá hvað maður fær. Líf leikarans getur verið svolítið upp og niður varðandi hlutverk eins og gefur að skilja. Svo er ég auðvitað alltaf að vinna á Stöð tvö með afa (Erni Árnasyni). Það er alveg frábært og mikill heiður að vinna með honum.“ Athyglissjúkurfrá blautu barnsbeini Eins og fram hefur komið sló Björg- vin rækilega í gegn með tilþrifum sínum í Áramótaskaupinu sem móðir hans Edda Björgvinsdóttir leikstýrði. Hann segir viðbrögð fólks við skaupinu afar góð og vel hafi tekist til við undirbúning. „Þetta var ofboðslega vel undir- búið og alveg eins og þetta átti að vera. Bæði skaupið í heild sinni og auðvitað undirbúningurinn tók- ust mjög vel. Tónlistarlega, söng- lega, danslega og gervalega var allt saman þaulæft og farið var rækilega í öll smáatriði. Eg hef fengið mjög góð viðbrögð frá fólki og er alveg rosalega ánægður með þetta, enda alveg frábært að fá tækifæri til að taka þátt í þessu. Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert.“ En er ekkert leiðinlegt að gera svona grín að þjóðþekktum einstaklingum eins og venja er í skaupinu? „Nei nei, þetta er náttúrulega allt í léttu gríni. Ég var einmitt að hlæja að því um daginn að einhvern tím- ann sem krakki var maður skamm- aður fyrir að herma eftir öðrum - það var alveg bannað. En nú fæ ég að leika mér svona með því að gera grín að öðrum og fæ pening fyrir það! Ekki slæmt það! Annars held ég

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.