blaðið

Ulloq

blaðið - 05.01.2006, Qupperneq 24

blaðið - 05.01.2006, Qupperneq 24
24 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöið samskipti á nýju árí Þá er nýtt ár hafið með fögrum fyrirheitum. Fólk í samböndum hefur eflaust leitt hugann að því hvort það sjálft eða makinn þurfi að koma sér í form eða taka sér tak á öðrum sviðum á nýju ári. Best er auðvitað að taka á vanda- málunum í sameiningu og byggja hvort annað upp. Það segir sig sjálft að ef annar aðilinn þarf að grenna sig er einfaldara að elda hollustu fyrir alla fjölskylduna en að elda sérfæði handa sjálfum sér og þurfa svo að horfa upp á aðra fjölskyldumeðlimi borða kræsingar. Þær ákvarðanir sem teknar eru um breytta lífshætti, samskiptaerfiðleika eða annað ætti fólk að taka í sameiningu og styðja hvort annað í því sem það ætlar að breyta. Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að breyta öðrum en okkur sjálfum. Nú er þetta kannski orðið fullflókið en þannig er það einmitt með samskipti kynjanna. Samskiptin eru alltaf línudans sem getur verið mjög skemmti- legur og gefandi þegar vel gengur og allir leggja sitt að mörkum. Það er fin lína á milli ráðlegginga, afskiptasemi og stjórnsemi og hver og einn þarf að finna þessa línu hjá sjálfum sér og öðrum. Áramótaheitin ættu líka frekar að miða að okkur sjálfum en öðrum. Það er voða leiðinlegt ef makinn segir: „Áramótaheitið mitt er að þú grennir þig, farir í meðferð eða verðir skemmtilegri en þú ert.“ í stuttu máli sagt: Hver er sjálfum sér næstur en verum samt góð við hvert annað og plönum breytta lífshætti saman, skilið? hugrun@bladid.net SALA HEFST í DAG Fimmtudag 5. janúar MINNST 40% AFSLÁTTUR RCWELLS Kringlunni 7, sími 588 4422 Fólk ehf. • Tíska • Gæði • Betra verð Róbert og Sólrún:„Auðvitað er þessi aðskilnaður allt of langur og grunnurinn að sambandinu þarf að vera mjög sterkur til að þola svona mikla fjarveru." Traust og vinátta mikilvœg effjarbúð á að ganga upp Hamingja í fjarbúð Margir íslendingar hafa prófað að búa fjarri maka og börnum um lengri eða skemmri tíma. Nám eða vinna eru algengustu ástæður þess að fólk ákveður að brjóta upp hefðbundið fjölskyldumynstur og flytjast í sitt hvort landið. Róbert og Sólrún hafa þennan háttinn á og segja frá þeirri reynslu „Síðustu jól voru sérstaklega mikið tilhlökkunarefni þar sem Sólrún kom heim en hún býr í Grikklandi og er búin að vera þar síðan í október,“ segir Róbert Elvar Guðmundson, verkffæðingur í fjarbúð. „Sólrún, sambýliskona mín, er heima núna en fer aftur út á sunnudaginn. Hún verður síðan heima í febrúar en verður svo í Kína fram á vorið.“ Elvar segir traust vera mikilvægast ef íjarbúð eigi að ganga án þess að til sambandsshta komi. „Það verður að vera 200% traust til staðar en þetta gengur ef maður ætlar sér það. Við Sólrún erum búin að vera saman í 14 mánuði og við ræddum þá ákvörðun að hún færi út í sameiningu." Sólrún stundar nám í viðskiptalögfræði í Háskólanum á Bifföst og ákvað að taka hluta námsins erlendis. „Ég hef búið í Noregj, Itahu og í Þýskalandi þar sem ég lærði vélaverkfræði þ.a. ég veit hvað það er mikilvægt að kynnast nýjum löndum og siðum,“ segir Róbert sem studdi Sigrúnu í þeirri ákvörðun að prófa eitthvað nýtt. Róbert segir að þau Sólrún ræði saman í síma á hverjum degi og haldi þannig ákveðinni nærveru. „Eg var byrjaður að telja niður til jólafrísins í nóvember og það var auðvitað mjög gaman að hittast aftur.“ Róbert og Sólrún eyddu jólunum í rólegheitum í faðmi fjölskyldunnar til að nýta samveruna sem best. .Auðvitað er þessi aðskilnaður allt of langur og grunnurinn að sambandinu þarf að vera mjög sterkur til að þola svona mikla fjarveru. Feilspor gæti líka verið mjög dýrkeypt við þessar aðstæður," segir Róbert sem er staðráðinn í að láta hlutina ganga upp. Tekst á við aðskilnað frá kærasta, börnum og nýja menningu ,Þetta er erfiðara en éghélt,“ segir Sólrún. Hún er ekki aðeins í burtu frá Róberti heldur á hún tvö börn, átta og sex ára, sem dvelja tímabundið hjá feðrum sínum á meðan hún er úti í námi. „Faðir sonar míns býr í Danmörku og hann er hjá honum en dóttir min er hjá föður sínum á Grenivík. Ég er orðin kvíðin fyrir að skiljast við Róbert og krakkana aftur eftir jólaffí en ég fer beint í próf svo hugurinn verður allavega bundinn við annað.“ Sólrún segir traust og vináttu mikilvæga þegar fólk er í fjarbúð. ,Þess utan er ég svo að kynnast nýrri menningu og siðum. Ég leigi litla íbúð í bænum Thessaloniku og þar líkar mér mjög vel,“ segir Sófrún sem ber Grikkjum vel söguna. Hún segir þó að ýmislegt komi henni á óvart og nefnir sem dæmi að einn kennarinn hennar í Grikklandi reyki í tímum. Sólrún er þess fullviss að þessi aðskilnaður eigi eftir að vera þroskandi fyrir alla fjölskyldumeðlimi. „Ef fólk ætlar sér að vera saman þá lætur það tímabundinn aðskilnað ekki spilla fyrir.“ hugrun@bladid.net Afsláttur í líkamsrœkt fyrir pör ogfjölskyldur Tökum makann með i rœktina ,Já það er eitthvað um að pör séu að kaupa sér líkamsræktarkort saman,“ segir Linda Lyngmó, kennari í World Class í Laugum. „Við bjóðum upp á 5% fjölskylduafslátt af kortum og ein- hverjir einkaþjálfarar bjóða allt að helmingsafslátt ef pör binda sig f þrjá mánuði eða lengur.“ Linda segir kosti þess að æfa í félags- skap með öðrum vera ýmsa. „Það er alltaf gott að geta hvatt hvort annað áfram fyrir utan hvað það er skemmti- legra að hafa félagsskap í ræktinni. Það er nokkuð algengt að eldri hjón komi og kaupi kort saman en yngri pör eru meira að kaupa kort í sitt hvoru lagi.“ Fyrir pör með börn eru fjölskyldu- kort í boði en 14 ára aldurstakmark er að stöðinni og mælst er til þess að yngsta fólkið sé í fylgd með full- orðnum. Á meðan foreldrarnir stunda sína líkamsrækt fylgir einkaþjálfari unglingunum um tækjasalinn og passar að æfingarnar séu rétt gerðar. Laugar bjóða svo upp á barnapössun fyriryngribörn. „í janúar eru margir með samvisku- bit eftir jólaátið og mörgum íslend- ingum finnst að þeir megi missa nokkur kíló. Það er líka nokkuð um að vinir og íþróttafélög fari saman í ræktina." Vellíðan er ávinningur númer eitt, tvö og þrjú í líkamsrækt og það spillir ekki fyrir að geta fengið sér sund- sprett eftir góða æfingu eða láta líða úr sér í pottinum. Á meðan húsbóndinn horfir á enska boltann á brettinu getur frúin stundað sína líkamsrækt og allir eru ánægðir um leið og þeir styrkja lík- amann á nýju ári. Þá eru í boði nám- skeið fyrir konur sem byggja á bók- inni Líkami fyrir lífið fyrir konur og einnig er boðið upp á lokuð námskeið fyrirkarlmenn. hugrun@bladid. net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.