blaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 32
32 I MENNING
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaöiö
Belgíska
Kongó
Ákveðið hefur verið að setja á svið
að nýju leikverkið Belgíska Kongó,
eftir Braga Ólafsson, sem gekk fyrir
fullu húsi í Borgarleikhúsinu tvö
leikár í röð. Fyrsta sýning verður
laugardagskvöldið 7. janúar. Eggert
Þorleifsson hlaut Grímuverðlaunin
fyrir besta leik i aðalhlutverki karla
vorið 2004 fyrir túlkun sína á hinni
fjörgömlu Rósalind.
Verkið fjallar um bankastarfs-
manninn Rósar og ömmu hans
Rósulind sem hafa ekki talast við í
sjö ár. Einn daginn ákveður Rósar
að það sé orðið tímabært að sætt-
ast og fá hin gömlu og tilefnislausu
leiðindi út úr heiminum. Það getur
hins vegar verið erfitt að brúa bilið
milli jafn ólíkra einstaklinga. Auk
Eggerts leika Ilmur Kristjánsdóttir,
Ellert A. Ingimundarson og Davíð
Guðbrandsson í sýningunni.
Blaöið/Frikkl
Móttaka fyrir heiðurslistamenn Alþingis var haldin í Alþingishúsinu síðdegis í gær. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, bauð listamenn-
ina velkomna en þeir eru hinir sömu og hlutu heiðurslaun Alþingis f fyrra og sagði Sólveig við tækifærið að það væri ánægjulegt að þeir
skyldu allir enn vera meðal vor. Hér gefur að líta Thor Vilhjálmsson og Mörð Arnason og í bakgrunni glittir (Valgerði Guðnadóttur.
Færeysk
Á laugardaginn verður opnuð sýn-
ing á verkum færeyska listmálarans
Kára Svensson í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar.
Sýningin ber yfirskriftina FLACHES,
eða svipmyndir. Þetta er fyrsta einka-
sýning listamannsins hér á landi.
Skráðu bílinn á
www.bilamarkadurinn.is
list í Hafnarborg
Kári Svensson fæddist í Færeyjum
árið 1951. Hann hóf sinn listaferil
snemma en hann hélt sína fyrstu
málverkasýningu aðeins 16 ára
gamall. Síðan þá hefur hann unnið
að list sinni og haldið fjölmargar
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga, heima í Færeyjum, á
öllum Norðurlöndunum, í New York,
baltnesku löndunum, Hollandi og
Singapore.
Kári býr í Þórshöfn í Færeyjum og
hefur sett upp vinnustofu í Vebestad,
rétt utan við bæinn. Listamaður-
inn lýsir sjálfur verkum sínum á
þann veg að þau séu undir sterkum
áhrifum frá færeysku landslagi án
þess að vera beinlínis landslagsmál-
verk, heldur e.t.v. miklu frekar abstr-
act expressioniskar, eins konar svip-
myndir af hans eigin upplifun af
landinu. Álverk hans endurspegla
árstíðirnar og sibreytilegt veðurfar
á eyjunum.
Hlaut styrk úr
minningarsjóði
Gunnar Sigurðsson hlaut styrk úr
Minningarsjóði Þorvalds Finnboga-
sonar, stúdents, við hátíðlega athöfn
í Skólabæ þann 21. desember síðast-
liðinn. Gunnar er nemandi á þriðja
ári í rafmagns- og tölvuverkfræði
við Háskóla íslands, en hann fékk
styrkinn fyrir hæstu meðaleinkunn
að loknu öðru námsári. Minningar-
sjóður Þorvalds Finnbogasonar stúd-
ents var stofnaður af foreldrum hans,
Sigriði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti
Þorvaldssyni, fyrrverandi forseta
verkfræðideildar Hl, á 21 árs afmæli
Þorvalds, þann 21. desember 1952. Til-
gangur sjóðsins er að styrkja stúdenta
til náms við verkfræðideild HÍ eða
til framhaldsnáms í verkfræði við
annan háskóla, að loknu grunnnámi
í verkfræðideild HÍ. Stjórn sjóðsins
skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti íslands, Kristin Ingólfs-
dóttir, rektor HÍ og Sigurður Brvnjólfs-
son, forseti verkfræðideildar HI.
Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar Hl, Anna Kristín Gunnarsdóttir, móðir
Gunnars, Kristfn Ingólfsdóttir, rektor Hi, Gunnar Sigurðsson, verkfræðinemi, frú Vigdís
Finnbogadóttir og Sigurður Jónsson, faðir Gunnars.
109 SU DOKU talnaþrautir
Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um
aö raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóörétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
i hverri linu, hvort sem er
lárétt eöa lóörétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
4 9
6 9 7 1
9 7 4 5 2
8 2
1 9 7 5
3 8
9 1 5 6 2
5 9 8 3
6 8
3 6 4 5 1 2 9 8 7
5 1 7 6 8 9 4 2 3
8 2 9 7 4 3 1 6 5
7 3 6 8 9 5 2 4 1
1 9 8 4 2 7 5 3 6
4 5 2 3 6 1 7 9 8
2 7 3 9 5 6 8 1 4
6 4 1 2 7 8 3 5 9
9 8 5 1 3 4 6 7 2