blaðið

Ulloq

blaðið - 05.01.2006, Qupperneq 38

blaðið - 05.01.2006, Qupperneq 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 blaðiö VERSLUNARFERÐ í LUNDÚNUM Smáborgarinn brá undir sig betri fæt- inum umjólin. Flúði hin hræðilegu og alræmdu frílausu jól, ritstjóranum til mlkillar mæðu, og hélt f víking eins og forfeður hans gerðu á sínum tíma. Ferðalagið orsakaðist þannig að að kvöldi síðasta dags ársins stóð Smá- borgarinn í miðri Lundúnaborg og taldi niðurfrá 6i þartil nýtt ár gekk í garð með tilheyrandi fagnaðarlátum ogflugeldum. Það sem kom Smáborgaranum samt sem áður mest á óvart meðan hann gekk um götur stórborgarinnar var ekki flugeldasýningin, unglingafyll- eríið eða stærð lögreglufákanna. Það sem vakti athygli Smáborgarans voru verslanirnar við hinar rómuðu verslunargötur höfuðborgar kon- ungsveldisins. Búðir sem Smáborgar- inn kannaðist við frá fyrra fari, þær sem (slendingar hafa stutt dyggilega við bakið á í frægum verslunarferð- um til Bretlandseyja. Nú er það svo að íslendingar eiga meira og minna allar búðirnar í miðborg Lundúna. Svoleiðis leit það að minnsta kosti út þegar gengið var niður Regents Street í átt að Piccadilly. Hvert sem litið var sást verslun sem fjallað hafði verið um í fjölmiðlum hér heima vegna þess að einhver íslensk- ur kaupahéðinn ákvað að kaupa hana. Hamley's hér, Karen Millen þar og svo fram eftir götunum. Þetta þótti Smáborgaranum vænt um að sjá. Það yljaði honum um hjartaræt- ur að sjá dugnað íslenskra nútíma- víkinga svo Ijóslifandi fyrir augum sínum. Rétt eins og móðir Smáborg- arans hafði stikað um götur og keypt skólaföt á Smáborgarann síðsumars fyrir nokkrum árum höfðu viking- arnir gengið á milli búða og keypt reksturinn sjálfan. Nú ersvipað uppi á teningnum í Kaup- mannahöfn. fslendingaborgirnar eru smám saman að verða að raun- verulegum fslendingaborgum. Við erum ekki lengur bestu viðskipta- vinir verslana, heldur höldum við fjármagninu áfram í okkar höndum í stað þess að láta gömlu lénsherrana fáþá. Bestu fréttirnar eru samt sem áður hugsanleg kaup Baugs á dönskum fjölmiðlum. Með samheldnu átaki ættu fslendingar að geta þurrkað út allt sem heitir 14 - 2 og aukið sjálfs- traust fslendinga ennfrekar. HVAÐ FINNST ÞÉR? Lúðvík Bergvinsson, þingmaður ogforseti bœjarstjórnar í Vestmannaeyjum. Er stuð í Eyjum? „Þetta eru ekki góðar fréttir. En ég held nú að fíkniefnin virði engin landa- mæri og að þetta vandamál sé til staðar nokkurn veginn í flestum byggðar- lögum. Það er hins vegar gott að menn séu að hirða eitthvað upp af þessu. Fíkniefnahundurinn í bænum er greinilega að standa sig og það er gott. Annars hef ég ekki mikla þekkingu á þessum málum og átta mig ekki alveg á þessu magni. Er þetta eitt gott partí, eða nokkur? Ég þekki það ekki. En fyrst og fremst held ég að menn séu kátir með að vera að ná einhverju af þessu. Þetta er að því er virðist óendanlegt verkefni." Mikið magn fíkniefna hefur fundist undanfarið í Vestmannaeyjum, þar á meðal um eitt og hálft kiló af hassi. Ronnie saínar frímerkjum Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones, hefur gefið upp að hann sé háður frí- merkjasöfnun, en hann er óvirkur alkóhólisti. Þetta kemur fram í dagblaðinu The Sun. Þar segir kunningi hans: „Hann er heillaður af frímerkjum. Hann ver öllum frítíma sínum í að mála og safna sjaldgæfum frímerkjum. Hann fær aðstoðarfólk sitt til að fara í sérhæfðar frímerkjabúðir og kaupa í safnið, en hann er mjög stoltur af frímerkjasafninu sínu.“ Meg 1ír White Stripes við fyrirsœtustörf Meg White, hin 31 árs söngkona og trommari úr hljómsveitinni White Stripes, ætl- ar á næstunni að skipta út tónlistinni fyrir fyrirsætustörf, en hún var að skrifa undir samning um að vera andlit hönnuðarins Marc Jacobs í nýrri fatalínu hans. Meg mun koma fram í næstu auglýsingaherferð og það er ljósmyndar- inn Juergen Teller sem smellir af henni myndum. Marc Jacobs er ekki óvanur að nota frægt fólk úr tónlistariðnaðinum til að auglýsa föt sín, en hann hefur áður unnið með Sonic Youth og fyrrum aðalstjörnu hljómsveitarinnar Pave- ment, Stephen Malkmus. Witherspoon syngur Sinatra Reese Witherspoon gaf manni sínum Ryan Phillippe mjög sérstaka jólagjöf þetta árið. Hún söng inn á disk tvö af hans uppáhalds Frank Sinatra-lögum. Leikkonan, sem hefur sýnt sönghæfileika sína sem June Carter Cash í myndinni Walk the Line sem kom út á síðasta ári, tók upp Sinatra-lögin I’ve got a Crush on you og The Best is yet to come. Til þess að gera gjöfina enn sérstakari bað hún starfsfólkið á veitingastaðnum La Dolce Vita í Beverly Hills, LA, um að spila lagið þegar parið var að njóta rómantísks kvöldverðar þann 12. desember. Ryan er mik- ill aðdáandi og vitni að atburðinum sögðu að hann hefði verið mjög ánægður með flutninginn og hina óvæntu gjöf. HEYRST HEFUR... Pað eru ekki allir á eitt sáttir með það að sjónvarpsstöðv- arnar skuli leggja fleiri klukkutíma af besta sjónvarps- tíma um hver áramót undir kjörið á íþrótta- manni ársins. Bæði þykir efn- ið helst til langdregið auk þess sem yfirleitt er fyrirsjáanlegt hver verður valinn. Þá hefur oft verið bent á það að óvíða eru meiri flokkadrættir en einmitt í hópi þeirra tæplega 30 íþrótta- fréttamanna sem standa að valinu og þykja persónulegar skoðanir á mönnum og málefn- um oft ráða því hvert atkvæðin fara. Hvað sem því líður er þó vart hægt að gagnrýna valið á Eiði Smára Guðjohnsen að þessu sinni... Björgvin f 'G. Sig- u r ð s s o n , alþingismaður, gerir starfs- lokasamninga FL Group að umræðuefni á heimasíðu sinni: „Ef þessi afdráttarlausi afleikur stjórn- arformannsins kallar ekki á uppreisn hluthafa og viðskipta- vina er eitthvað mikið að. Svo alvarlegt er málið. Svo and- styggileg er græðgin í þessu tímamótamáli. Að borga fólki hundruði milljóna fyrir að hætta að vinna og halda kjafti á sér ekki fordæmi í okkar sam- félagi,“ segir Björgvin G. og er ekkert að spara stóru orðin. Iþ r ó 11 a - álfurinn, Glanni glæp- ur og Solla stirða eru óðum að verða helsta útflutning- svara Islendinga. Börn um allan heim fá nú góð ráð um hreyfingu og hollt mataræði frá íbúum Latabæjar og virð- ast vinsældirnar aukast dag frá degi. Frónbúar hafa þó yfirleitt farið varlega í að trúa umsvif- um samlanda sinna á erlendri grundu. Sem dæmi um vin- sældir Magnúsar Scheving og félaga tók fréttaritari Blaðsins í Buenos Aires í Argentínu eft- ir fögrum andlitum íþróttaálfs- ins, Glanna og Sollu keyra hjá sér á hliðum strætisvagna borg- arinnar. Þátturinn er sýndur á besta tíma á sjónvarpsstöðinni Discovery Kids í Suður-Amer- íku og auglýstur miðað við það. Enda eru argentísk börn yfir- leitt í góðum holdum. er vel að nafn- bótinni Mað- ur ársins í viðskiptalífinu kominn og víst er að honum hefur tekist afar vel upp í fjárfestingum sínum. Reyndar svo vel að flestir hljóta að renna öfundaraugum til hans. Þannig sagði Viðskipta- blaðið frá því í gær að breska netuppboðsfyrirtækið QXL, sem er að hluta í eigu Björgólfs, hafi hækkað um 1.260% á síð- asta ári. Hækkanir á íslenska markaðnum verða lítilfjörleg- ar við hliðina á þessu...

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.