blaðið - 07.01.2006, Síða 20

blaðið - 07.01.2006, Síða 20
20 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2006 blaðið BlaÖiÖ/Steinar Hugi lif Lindu Nýtt „Þessa dagana er ég upptekin við að vera mamma. Það er stórkost- legt hlutverk sem tekur allan daginn. Svo hanna ég auglýs- ingar fyrir fyrirtækið meðan ísa- bella sefur,“ segir Linda Péturs- dóttir. Fyrirtækið er Iceland Spa & Fitness (Baðhúsið) sem Linda rekur ásamt foreldrum sínum og bræðrum. Baðhúsið var stofnað 1994 og er stærsta líkamsræktar- stöðin á markaðnum með fimm stöðvar. „Fyrirtækið er lífs- viðurværi okkar í fjölskyldunni og við höfum byggt það upp í sameiningu. Það er gott að hafa fyrirtæki innan fjöiskyldunnar þegar maður er einstæð móðir. Ég get ráðið vinmtíma mí num og hef þess vegna meiri frelsi og val en ég annars befði. Við fjölskyldan erum mjög náin, bæði vinnum við saman og eyðum frístundum saman. Ég verð æ meiri fjölskyldumanneskja með hverju árinu. Ef ég hefði verið spurð að því hér áður fyrr hvað skipti mig máli hefði ég sett fram- ann í fyrsta sæti, síðan það að vera falleg og grönn og í þriðja sæti hefðu verið peningar. Nú er þetta allt orðið að aukaatriði. 1 fyrsta sæti set ég fjölskyldu og vini og þar er Ísabelía, dóttir mín, fremst allra, eins og þarf ekki að taka fram. Svo skiptir námið mig miklu. Ég lærði grafíska hönnun í Banda- ríkjunum og er að byrja í fjarnámi í háskóla í San Fransisco og ætla að taka próf í auglýsingagerð. Þetta nám fer fram í gegnum tölv- una. Mér finnst ákaflega gaman að læra og vona að ég eigi eftir að halda áfram að bæta við þekking- una. Ég hef til dæmis áhuga á að læra einhvern tímann guðfræði og trúarbragðasögu. Ég hafði ætlað mér að fara aftur til Kanada en fsabella breytti þeirri áætlun. Hún hefur fcrgang í lífi mínu og ég tími ekki að fcaka hana frá afa og ömmu og frændsystkinum." Hvernig barn erlsabella? „Hún er einstaklega glöð fjögurra mánaða stúlka, brosir og hlær meira og minna allan dag- inn en er ákveðin eins og mamma hennar. Ég hef aldrei elskað neinn eins og ég elska ísabellu. Það er ekki hægt að líkja þeirri ást saman við nokkrar tilfinningar sem ég hef áður borið. Ég hélt alltaf að ég væri óþolinmóð manneskja en þegar fsabella er annars vegar þá á ég alla þolinmæði heimsins.“ Tilhneiging til hrekkleysis Nú rekurðu fyrirtæki, skipta pen- ingar þig máli? „Já, þeir skipta máfi að því leyti að ég þarf að eiga fyrir nauð- synjum og vil ekki þurfa að hafa peningaáhyggjur. En peningar eru ekki takmark í sjálfu sér. Ég hef kynnst mörgu fólki sem lætur pen- inga stjórna lífi sínu og á það eina takmark að eignast meira af þeim. Sumt af þessu fólki er hamingju- samt og þá helst þeir sem hafa fæðst inn í auðugar fjölskyldur og þekkja ekkert annað líf. Ég get ímyndað mér að það séu meiri við- brigði og ekki auðvelt að höndla það að verða skyndilega ríkur, en ég þekki það ekki af eigin raun.“ Nú ertu fyrrum alheimsfegurðar- drottning. Þú hlýtur að verða vör við að fólk mælir þig út og mátar þig við þá imynd sem það hefur af fegurðardís. „Ég er hætt að taka eftir þessu, Mamma mín gerir það hins vegar. Á dögununum sat ég á biðstofu hjá lækni með dóttur mína í fanginu. Ég tók ekki eftir því en þarna var kona sem starði stöðugt á mig og mældi mig út. Mömmu ofbauð svo og fannst þetta slík ókurteisi að hún fór að horfa hvasst á konuna 99 Ég hefkynnst því að lífið er ekki alltafdans á rósum en ég heflíka kynnstþví hvað lífið getur verið dásamlegt og núna er ég að upp- lifa þessa óendanlegu ást sem ég ber til dóttur minnar."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.