blaðið - 27.01.2006, Qupperneq 37
blaðið FIMMTUDAGRU 26. JANÚAR 2006
DAGSKRÁI 37
Hundelt um Sviss
Hollywoodparið Angelina Jolie og
Brad Pitt eru nú stödd í Davos í Sviss.
Jolie situr nú viðskiptaráðstefnu
þar sem allir helstu einstaklingar
heims ræða heimsmálin en það kem-
ur ekki í veg fyrir að slúðurpressan
fylgir hjúunum hvert fótspor.
T1
Dagskrá Sjónvarpsins, 07.00
- 07.00
Ríkissjónvarpið sannar það að það
ber af í dagskrárgerð á íslandi. Dag-
urinn er undirlagður af sérstakri
dagskrá í tilefni þess að 250 ár eru
liðin frá fæðingu Wolfgang Amade-
us Mozart. Til þess að toppa menn-
ingarupplifunina er svo sýnt beint
frá EM í handbolta þar sem strák-
arnir okkar mæta gömlu nýlendu-
herrunum frá Danmörku. Sannar-
lega eitthvað sem enginn á að láta
framhjá sér fara.
...smekkmenn
Stöð 2, 20.30 Idol - Stjörnu-
leit
Þema kvöldsins er My Idol eða
átrúnaðargoðið mitt. Þegar er orð-
ið uppselt í Vetrargarðinn og eru
menn mjög spenntir fyrir þessum
lokaáfanga í nýjustu stjörnuleitinni.
Sviðið í ár er sagt það glæsilegasta
sem byggt hefur verið í íslenskri
sjónvarpssögu og keppendur þykja
betri en nokkru sinni fyrr.
Leikjastrákar
söðla um
Tölvuleikjaþáttur Islands, Game
Tíví, hefur skipt um heimilisfang
aftur og er nú mættur til leiks á Skjá-
Einum. Þátturinn hóf göngu sína
á Popptívi en færðist yfir á Sirkus
þegar sú sjónvarpsstöð leit dagsins
ljós. Nú munu þeir Sverrir og Ólafur
segja áhorfendum SkjásEins frá öllu
því nýjasta i heimi tölvuleikjanna.
Tölvuleikjamarkaðurinn hefur
stækkað gríðarlega á undanförnum
árum og er í dag orðinn stærri en
kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood.
Tölvuleikir ná í dag til breiðari hóps
en áður og af þeim ástæðum ákvað
SkjárEinn að fá þá Sverri Bergmann
og Ólaf Þór Jóelsson til liðs við sig.
Idol Extra í beinni útsendingu
Þáttur fyrir gegnheila
Idolaðdáendur
I kvöld hefst Idol stjörnuleitin
fyrir alvöru með fyrsta þætt-
inum í beinni útsendingu frá
Vetrargarðinum í Smáralind.
Eins og áður hefst þátturinn á
söng krakkanna í Smáralind
og svo kemur hlé áður en úrslit
atkvæðagreiðslunnar eru kunn-
gjörð. I hléinu geta áhugasamir
skipt yfir á sjónvarpsstöðina
Sirkus þar sem Svavar Örn Svav-
arsson hárgreiðslukappi verður
baksviðs og ræðir við keppend-
ur um frammistöðu kvöldsins
í þættinum Idol Extra í beinni
útsendingu. „Þetta er fyrir þá
sem vilja fylgjast nánar með
Idolinu og langar að sjá hvernig
krakkarnir hafa það. Þátturinn
færir mann nær keppendunum
og er náttúrulega beint í æð. Við
sem erum með þáttinn fylgjum
krökkunum eftir alla vikuna en
meðan hléið er á Stöð 2 er bein
útsending hjá okkur þar sem ég
tala við krakkana örstutt um
Svavar Öm verður í beinni útsendingu baksviðs í Vetrargarðinum í kvöld.
það hvernig þeim hafi gengið og
annað slíkt.“
Góðir gestir og Simmi og Jói
„Eftir því sem keppendum fækk-
ar munum við svo fá ýmsa gesti
til okkar og margt annað verður
í boði. Þannig ao þessi beina út-
sending mun í sjálfu sér þróast
með Idolinu. Samt sem áður er
þetta bara stuðningur við gamla
Idol Extra þáttinn sem er sýnd-
ur á þriðjudögum. Hann heídur
áfram eins og áður.“
{ Idolinu vinnur Svavar með
hinum eiginlegu Idol kynnum,
Simma og Jóa, og líkar greini-
lega vel. „Það er alltaf stuð með
Simma og Jóa, alveg frábært að
vinna með þeim. Það er ágætt
að hafa svona reynslubolta eins
og þá þegar maður fer í beina
útsendingu. Þeir eru ótrúlega
skemmtilegir strákar.“
EM í handknattleik er í beinni í Sjónvarpinu:
Forréttindi að vera með
Evrópumeistaramótið í handknatt-
leik sem fer fram í Zúrich í Sviss
hófst með pompi og prakt í gær. f
dag nær þó riðlakeppnin hámarki
fyrir íslendinga þegar strákarnir
okkar mæta Dönum. „Við búumst
við því að öll íslenska þjóðin sitji
við siónvarpið í kvöld,“ segir Samú-
el Orn Erlingsson, deildarstjóri
íþróttadeildar RÚV. „ísland og
Danmörk mætast þarna á besta
tíma og við trúum ekki öðru en að
allir sameinist í að horfa á þetta.“
„Við lýsum leikjunum bæði í út-
varpi og sjónvarpi því við vitum að
þrátt fyrir að þjóðin muni setjast
við sjónvarpstækin geta sumir það
ekki. Þetta er þannig mál að okk-
ur þykir rétt að þeir fái blússandi
lýsingu í útvarpi. Útvarpslýsing er
nefnilega
allt
ann-
a ð
e n
1 ý s -
ing í sjónvarpi.
Það þýðir ekki
að segja fólki
sem sér ekki
myndina hvað
það sér.“
Eintómir
stórleikir
Beinar útsend-
ingar frá EM
verða nálægt
tuttugu talsins
að lágmarki.
Það er smá
óvissa með
seinni vikuna
þar sem það er
ekki víst hvort
ísland kemst
áfram í milli-
riðla og hvenær
leikir liðsins
verða. Sýndir
verða allir leikir íslenska liðs-
ins og allir leikir úr þeim
riðli auk sérvalinna
leikja úr öðrum riðl-
um, sbr. leik Þjóðverja
og Spánverja í gær sem
var jafnframt leikur
milli heimsmeistaranna
og Evrópumeistaranna.
„Þetta er náttúrulega Evrópu-
meistaramót svo það eru bara stór-
ir leikir í boði. Á morgun er frí hjá
okkar mönnum en í staðinn verður
bein útsending frá leik Spánverja
og Frakka. Á sunnudaginn sýnum
við svo leik Slóvena og Pólverja í a-
riðlinum sem er stórleikur. Síðan
verður auðvitað Ungverjaland - Is-
land klukkan fimm og að lokum
verður lokaleikurinn í riðlinum
milli Danmerkur og Serbíu klukk
an tíu sem getur skipt öllu máli fyr-
ir okkur. Hann gæti auðvitað líka
skipt engu máli ef við vinnum bara
leikina okkar.“
Margt framundan
„Þetta verður handboltaveisla jafn
vel þótt íslendingar fari ekki jafn
langt og við vonum. Það þykir nú
bara nokkuð gott að vera með, fólk
má ekki gleyma því. Við megum
ekki gera þær kröfur að það sé
sjálfsagt að svona örþjóð norður í
höfum sé yfirleitt með í svona móti,
það eru forréttindi. íslendingar
gleyma því alltof oft.“
„Við erum nokkuð keik hérna
og hörkuspennt. Við hlökkum til
átakanna og ætlum að keyra þetta
á fullri ferð til 5. febrúar. Svo ætl-
um við að varpa öndinni léttar í
nokkra daga og hefja svo útsend-
ingar frá vetrarólympíuleikunum í
Tórínó föstudaginn 10. febrúar. Þá
styttist í formúluna og HM í frjáls-
um íþróttum innanhúss."