blaðið - 09.02.2006, Page 4

blaðið - 09.02.2006, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 blaöiö MdHor Borgaryfirvöld sögð hafa sniðgengið Smáragarð Smáragarður fékk ekki að sitja við sama borð og Bauhaus vegna lóðaúthlutana við Úlfarsfell, að mati framkvœmdastjórans Smáragarður, eignarhaldsfélag Byko, og þýska byggingavöruversl- unin Bauhaus vilja bæði fá að byggja verslun við Úlfarsfell. Skipulagsráð fundaði um málið í gær og var emb- ættismönnum gert að gera úttekt á umsókn Bauhaus en málið verður síðan lagt fyrir borgarráð í næstu viku. Formsatriði að umsókn verði samþykkt Samkvæmt heimildum Blaðsins er það nánast formsatriði að umsókn Bauhaus verði samþykkt á fundi borgaráðs í næstu viku. Eins og fram kom í Blaðinu í gær sótti Smáragarður, fasteignafélag Byko, um sömu lóð og þýska bygg- ingavörufyrirtækið Bauhaus í landi Úlfarsfells við Vesturlandsveg. Um- sókn Smáragarðs barst borgaryfir- völdum skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um lóðaumsókn Bau- haus í fjölmiðlum. Bauhaus hefur a.m.k. um tveggja ára skeið verið að leita að lóðum fyrir verslunar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu m.a. í Kópavogi og Garðabæ en án árangurs. Upp hafa komið raddir um að umsókn Smáragarðs væri mögulega leikur af þeirra hálfu til að útiloka að erlendur samkeppnisaðili næði að skjóta hér rótum. Dagur B. Eggerts- son sagði t.a.m. í viðtali við Blaðið í gær að það væri hagur neytenda að pólitík væri haldið fyrir utan málið og vísaði til árangurslausra tilrauna Irving Oil á sínum tíma til að fá lóðir í Reykjavík. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, að oft virðist vera fyrir hendi tregðu- lögmál þegar erlend fyrirtæki vilja koma hingað til lands. Vísar hann þá bæði til tilrauna Irving Oil sem og Bauhaus til að fá lóðir á höfuð- borgarsvæðinu. Þá segir Jóhannes að mikil ábyrgð hvíli á höndum Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga að tryggja sem mesta samkeppni á byggingavörumarkaði með rétt- látum lóðaúthlutunum. Ekki gert til að koma í veg fyrir samkeppni Guðmundur Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Smáragarðs, segir lóðaumsókn þeirra alls ekki vera til þess gerða að koma í veg fyrir að Bauhaus nái fótfestu hér á landi. „Við höfum í fjölda ára reyna að fá lóð þarna austan við Vesturlandsveg- inn. Okkur hefur alltaf verið tjáð að þarna kæmi ekki starfsemi af þessu tagi.“ Guðmundur segist hafa verið hissa þegar hann frétti af því í fjöl- miðlum að Bauhaus hefði lagt fram umsókn um lóðina og telur borgina hafa sniðgengið Smáragarð í þessu máli. í kjölfarið sendi hann borgar- yfirvöldum bréf þar sem óskað var eftir viðræðum. „Við höfum í fjölda ára reynt að fá lóðir í Reykjavík fyrir Byko. Við höfum margoft sýnt áhuga á þessari lóð en okkur alltaf tjáð að þarna væri áætlað pláss fyrir annars konar starfsemi. Þetta kom okkur þvi {opna skjöldu. Við höfum ekkert á móti samkeppni en menn verða að fá að sitja við sama borð.“ Engin„krísa" I gær var það haft eftir Kristjáni Gunnarssyni, formanni SGS hér í Blaðinu að hann óttaðist að þessi mikli launamunur gæti haft þær af- leiðingar að fólk segði upp hjá ríkinu og flytti sig yfir í betur launuð, en sambærileg störf hjá sveitarfélög- unum. Að sögn Odds Gunnarssonar, lögfræðings á skrifstofu starfs- mannamála hjá LSH hefur sú þróun ekki hafist. „Eins og staðan er í dag þá erum við fullmönnuð, en ég segi það þó með þeim fyrirvara að starfsmanna- skrifstofan er miðlæg og það eru millistjórnendurnir sem hafa þetta fólk hjá sér. Ef það væri hinsvegar komin upp einhver „krísa“ eða alvar- legur skortur þá hefðum við heyrt af því“, segir Oddur. Borgum eftir samningum Oddur segir ennfremur að kjara- samningurinn við Reykjavíkur- m m J* ■ m m a J* BlaÖiO/Steinar Hiu Sundferðinm frestað Árni Áskelsson sjósundgarpur, virti fyrir sér aðstæður til sjóbaða í frostinu (gær. Hann giskaði á að hitastig sjávar væri í kringum eina gráðu og afréð hann að láta sundferðina bíða betri tíma. Jarðgöng úr sögunni AKostnaður við gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja mun nema á Jarðgöng milli bilinu 70 til lands og Eyja 100 milljörðum myndu kosta 70 króna. Þetta til 100 milljarða. er mat sérfræð- inga sem unnu kostnaðaráætlun um verkið fyrir vegagerðina. I skýrslunni kemur fram að ef göngin yrðu boruð með jarð- gangaborvél gæti heildarkostn- aður numið um 70 milljörðum króna. Ef tvenn samsíða göng yrðu boruð, sem nefndur hefur verið sem vænlegur kostur af öryggissjónarmiðum, myndi kostnaðurinn hinsvegar nema um 100 milljörðum króna. Áætlanir Áma mun ódýrari í gær var haldinn fundur í samgöngunefnd þar sem nið- urstöður skýrslunnar voru kynntar. Niðurstaða fundar- ins var að miðað við áætlaðan kostnað séu jarðgöng ekki inni í myndinni sem framtíðarkostur vegna mikils kostnaðar. Sam- göngunefnd mun hinsvegar hitt- ast í næstu viku þegar möguleiki á ferjuhöfn í Bakkafjöru verður ræddur. Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um möguleika á jarðgöngum milli lands og Eyja. Þar hefur Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, haft sig mest í frammi. Þær kostnað- aráætlanir sem hann hefur lagt fram eru mjög á skjön við ofan- greinda áætlun, því þar var gert ráð fyrir því að göng muni ekki kosta nema rúma 15 milljarða. Fá þrjátíu þúsund kr. lægri laun fyrir sambærilegt starf Starfsmenn hjá ríkinu njóta nú mun lakari kjara en starfsmenn sveitarfélaganna. Munurinn á grunnlaunum nemur í sumum tilfellum tugum þúsunda króna. Starfsmenn Reykjavíkurborgar Starfsmenn LSH Starfsheiti Laun I Starfsheiti Laun Starfsmaður við umönnun 134.599 Starfsmaður f umönnun 104.415 Félagsliði við umönnun 149.385 | Félagsliði - LSH 140.632 Grunnlaun starfsmanns í umönnun hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH) nema i dag rúmum 104.400 krónum. Á sama tíma fá starfsmenn sem vinna við umönnum hjá Reykja- víkurborg tæplega 134.600 krónur í grunnlaun. Munurin nemur þannig rúmum 30.000 krónum á mánuði. Þetta kemur fram í samanburðar- tölum sem Starfsgreinasamband Is- lands (SGS) sendi frá sér í gær. Með tölunum vill sambandið ýta á kröfur sínar um að laun starfsmanna hjá ríkinu verði hækkuð. borg, þar sem laun þessa hóps voru hækkuð, sé það nýr að hjá LSH hafi ekki skapast tækifæri til að fara yfir málið. „Mér sýnist að við þurfum að fara yfir þessar tölur áður en við mótum okkur skoðun á því hvað gerist í framhaldinu. Það er hinsvegar mið- lægur samningur í gangi með gild- andi launatöflum. Við munum fara eftir þeim samningi meðan hann er í gildi. Ef laun eru hækkuð þá þarf að koma til aukafjármagn frá rík- inu“, segir Oddur. Hann óttast hinsvegar ekki að flótti bresti á meðal starfsmanna ríkisins. „Þrátt fyrir að laun hafi hækkað þá hefur störfunum ekkert fjölgað. Þetta myndi hafa áhrif ef það væri áþreifanlegur skortur á vinnuafli á báðum stöðum en svo er ekki. Tíminn verður hinsvegar að leiða í ljós hvort okkar besta fólk eigi eftir að kjósa að flytja sig yfir. Sú hætta er auðvitað alltaf fyrir hendi,“ segir Oddur að lokum. H ÚSGAGNA Bæjarlind 14-16, Kópavogi LINDIN 10.000 MÖGULEIKAR - fyrirfólkmeð sjálfstæðan smekk Þú velur sófa Þú velur stól Þú velur áklæði Þú velur lit Þú hannar Bara gaman Xavira Sessalong + 3 púðar Áklæði frá kr 48.000 Leður frá kr 77.000 Cube sófasett 2.5+1+1+4 púðar Áklæði frá kr 104.000 Leður frá kr 172.000

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.