blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 blaAÍ6 12 I Hvemig menn hófu að ganga uppréttir Viðfund Sunnanapans Lucyfengust svör við ýmsum spurningum sem höfðu legið á vísindamönnum í tugi ára. Johanson og Gray nefndu beinagrindina Lucy en Lucy gæti hafi litið svona út Það er ein uppgötvun í steingerv- ingafræðum sem, umfram allar aðrar, hefur breytt skoðunum manna á því hvernig við urðum mennsk. En hver var Lucy og af hverju er hún svona mikilvæg í þróun mannkynsins. Lucy var uppgötvuð árið 1974 af mannfraeðingnum Donald Johanson og nemanda hans Tom Gray í Hadar í Eþíópíu. Johanson og Gray voru að leita að dýrabeinum í sandi, ösku og leðju þegar þeir sáu örlítinn hluta af handleggsbeini. Johansen sá strax að beinið var af apa af mannaætt. Þegar þeir litu betur sáu þeir fleiri bein; rifbein, lærbein og kjálkabein. Að endingu fundu þeir 47 bein af grindinni, eða um 40% af apanum sem var uppi fyrir 3,2 milljónum ára. Af mjaðmarbeininu að dæma áætl- uðu þeir að dýrið væri kvenkyns og skírðu hana Lucy þar sem þeir hlust- uðu á lag Bítlana; „Lucy in the Sky with Diamonds þegar þeir fögnuðu fundinum. Lucy er skyld manninum Líkt og simpansi hafði Lucy lítinn heila, langa lafandi handleggi og keilulagað brjósthol með stórum maga. En bygging hnés og mjaðma- grindar sýndu að Lucy gekk upprétt á tveimur fótleggjum, rétt eins og mennirnir. Þessi hreyfing er mikil- vægasti munurinn á rniíli manns og apa og staðsetur Lucy innan fjölskyldu mannsins. Tvífætlur eru fýrstu afdráttarlausu einkenni mannsins samkvæmt Johanson. Jo- hanson nefndi tegund Lucy Sunn- Það sem helst hefur aðskilið menn og apa er að menn ganga á tveimur fótum. 99................... En það voru enn nánari tengsl á milli samsetn- ingar beinagrindar Lucy og þeirrar líkamsbygg- ingarsem órangútanar eru með. Sú uppgötvun getur varpað Ijósi á það hvernig forfeður okkar fóru að ganga uppréttir. anapinn frá Afar eftir héraðinu sem hann fannst í. Fyrir 3,5 milljónum ára leitaði Sunnanapinn að ávöxtum, hnetum og fræjum á sléttu og í skóg- lendi. Hann hefur líka getað fengið dýraprótein frá termítum eða eggjum fugla. Árið 1975 fann annar nemandi Johanson, Micheal Bush, leifar 13 Sunnanapa grafna saman í kjölfar þess sem virtist vera ein- hvers konar náttúruhamfarir. Þessi fundur leiddi til mikilvægra upp- lýsinga um félagslega samsetningu Sunnanapana. Samkvæmt Johanson fundust bæði gamlir, ungir, stórir og litlir Sunnanapar i gröfinni og því lítur út eins og samsetning hópa af Sunnanöpum sé svipuð og samsetn- ing hópa af simpönsum. Ekki allirásama máli Þrátt fyrir að Lucy hafi ótvírætt gengið upprétt efast sumir vísinda- menn um að hún hafi gengið um með beinar fætur, eins og menn. Þess í stað telja þeir að hún hafi beygt mjöðm og hné líkt og simpansar gera þegar þeir ganga uppréttir. Simpansar ganga venjulega um á fjórum fótum en einstaka sinnum ganga þeir uppréttir í stuttan tíma í einu. Robin Crompton, prófessor í Háskólanum í Liverpool, notaði tölvumódel til að líkja eftir göngu- lagi Lucy miðað við samsetningu beinagrindar hennar. Hann dregur þá ályktun að Lucy gæti annað hvort hafa gengið upprétt með mjaðmir og hné beygð líkt og simpansi eða með beinar lappir eins og menn. Cromp- ton komst líka að þeirri niðurstöðu að það væri árangursríkara fyrir Lucy að ganga eins og maður. En það voru enn nánari tengsl á milli samsetningar beinagrindar Lucy og þeirrar líkamsbyggingar sem órang- útanar eru með. Sú uppgötvun getur varpað ljósi á það hvernig forfeður okkar fóru að ganga uppréttir. Forn eiginleiki sameiginlegur öpum Órangútanar búa 20-40 metrum fyrir ofan jörðu í skógum Indónesíu. Þeir eyða megninu af tíma sínum í uppréttri stöðu en færa sig á milli greina með löngum handleggjum. Hins vegar ganga órangútanar stundum á greinum án aðstoðar og lyfta einungis upp handleggjunum til að ná jafnvægi. Órangútanar eru ekki eins skyldir manninum og simpansar eru. En nýlega uppgötv- aðist að villtir simpansar sem búa í þéttum skógum gera þetta einnig, sem gefur til kynna að þetta gæti verið forn eiginleiki sem allir apar eiga sameiginlegan. Sameiginlegur forfaðir Simpansar eru nánustu ættingjar okkar. Erfðarannsóknir sýna að menn og simpansar eiga sameigin- legan forföður sem bjó í afrísku regn- skógunum fyrir 7-8 milljónum ára. Afkomendur þessa sameiginlega for- föðurs skiptist í tvo ættbálka, annar leiddi til simpansa og hinn leiddi til mannsins. Það er álitið að ættbálkur mannsins hafi þróað tvífætlur til að búa á landi þegar loftslagstbreyt- ingar eyddu skóglendinu og eftir urðu stór opin svæði án trjáa. Fyrr- nefndur Crompton álítur að órangút- anar sem ganga á greinum trjánna hafi orðið til þess að forfeður okkar hófu að ganga á tveimur fótum þegar þeir komu neðan úr trjánum og gengu á landi. svanhvit@bladid. net Foreldrar sagðir þung- lyndari en annað fólk Rannsókn gefur til kynna aðforeldrarþjáist frekar afþunglyndi en hinir barnlausu Hvert einasta foreldri getur, án samviskubits, sagt að börn geti verið ansi niðurdrepandi stundum. Ný rannsókn sýnir að uppeldi er lífstíðarögrun og getur jafnvel haft áhrif á andlega heilsu foreldra. Foreldrar þjást ekki einungis af meira þunglyndi heldur en full- orðnir sem eiga ekki börn heldur versnar vandamálið töluvert þegar börnin flytja að heiman. „Foreldrar hafa meiri áhyggjur heldur en aðrir, það er aðalatriðið," segir Robin Simon, prófessor í Háskólanum í Flórída. „Og þær áhyggjur minnka ekki með tímanum. Foreldrar hafa áhyggjur af tilfinningum barna sinna, félagslegri, andíegri og lík- amlegri heilsu. Eins hafa foreídrar áhyggjur af því hvernig börnunum vegnar í heiminum." Foreldrar án forræðis þunglyndari Niðurstöður rannsóknarinnar eru mjög afgerandi enda tóku 13.000 manns þátt í henni. Ekkert foreldri kvaðst þjást af minna þunglyndi en þeir sem ekki voru foreldrar samkvæmt Simon. Þó kom í ljós að sumir foreldrar eru þunglyndari en aðrir. Foreldrar uppkominna barna, hvort sem þau bjuggu heima eður ei og foreldrar sem höfðu ekki forræði yfir ungum börnum sínum sýndu fleiri þunglyndiseinkenni heldur en foreldrar sem áttu ung börn heima fyrir, hvort sem það voru þeirra líf- fræðilegu börn, stjúpbörn eða ætt- leidd börn. Ung börn eru auðveld- ari en eldri börn Aðrar rannsóknir hafa sýnt að upp- eldi hefur lika slnar jákvæðu hliðar. Ein rannsókn á foreldrum með ung börn leiddi I ljós að foreldrar hafa stærra félagslegí net og meira sjálfs- traust heldur en þeir sem ekki eru foreldrar. „Ung börn eru tilfinninga- lega auðveldari,“ segir Simon. „Lítil börn, lítil vandamáí. Stór börn, stór vandamál." Niðurstöðurnar leiddu líka í ljós að giftir foreldrar eru ekki eins þunglyndir og ógiftir foreldrar. En það kom á óvart að áhrif foreldra- hlutverksins á þunglyndi voru þau sömu fyrir karlmenn og kvenmenn. Segir Simon að einstaklingar ættu virkilega að hugsa sig tvisvar um hvort þeir vildu verða foreldrar áður en stokkið er í djúpu laugina. svanhvit@bladid.net Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík KJARTAN VALGARÐSSON 2SætÍ Samfelldur skóli Helstu goösagnir í vísindum afsannaðar Það tekur sjö ár að melta tyggigúmmí Þó það geti verið erfiðara að melta tyggigúmmí heldur en, til dæmis, náttúrulegan mat þá fær tyggi- gúmmi enga sérþjónustu frá melt- ingarkerfinu. Læknar telja að þessi goðsögn hafi skapast til að koma í veg fyrir að börn myndu gleypa gúmmíið góða. Kínamúrinn er eina mannvirkið sem sést frá geimnum Það eru til nokkrar mismunandi útgáfur af þessari goðsögn en allar eru þær rangar. Geimfarar geta séð Kínamúrinn frá sporbraut nálægt jörðinni ásamt öðru, eins og pýram- ídana í Giza og jafnvel sumar flug- brautir flugvalla. En þeir geta ekki séð Kínamúrinn frá tunglinu. Maðurinn notar einungis 10% heilans Fjölmiðlar hafa haldið þessari goðsögn á lofti í áratug en sem betur fer er þetta ekki satt. Maðurinn...og konan nota meirihluta heilans til góðra verka, jafnvel þegar þau eru hálfsofandi. Nýjar heilafrumur myndast ekki í fullorðnum Mesta þróunin í heila mannsins gerist í barnæsku en það er ekki þar með sagt að það sé allt á niður- leið eftir það. Rannsóknir hafa sýnt að taugafrumur halda áfram vexti sínum og breytast langt fram á fullorðinsár. Smápeningur af hárri bygg- ingu getur drepið gangandi vegfaranda Smápeningur er langt frá því að vera hættulegt vopn. Að teknu tilliti til lögunar smápeningsins og vinds þá mun peningurinn einungis falla það hratt að hann mun rétt svo stinga vegfarandann, jafnvel þó Þrátt fyrir að flestir hafi alist upp viö þá goðsögn að það taki sjö ár að melta tyggigúmmí er það fjarri sannleikanum. honum sé hent niður af hæstu bygg- ingu heims. Karlmenn hugsa um kynlíf aðra hverja sekúndu. Jafnvel þó það sé innbyggt í karl- menn að fjölga sér, þróunarlega séð, er engin vísindaleg leið til að mæla að hve miklu leyti sú hvöt er ráð- andi í hugsanaferli mannsins. Sjö sekúndur virðist meira að segja vera ýkjur, eftir því sem vísindamenn best vita. Eldingu slær aldrei niður tvisvar á sama stað í raun og veru eiga eldingar nokkra uppáhaldsstaði, til að mynda háa staði. Empire State bygg- ingin verður fyrir eldingu um 25 sinnum á ári. Köttur lendir alltaf á fótunum Rannsóknir hafa sýnt að þegar ketti er sleppt úr mikilli hæð lendir hann tignarlega á fótunum. Þetta brey tist hins vegar ef ketti er sleppt öfugum úr lítill hæð því þá lendir hann ekki endilega á fótunum. Það er ekki ráðlagt að reyna þessa niður- stöðu heima fyrir. svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.