blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 37
blaöiö FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 DAGSKRÁ I 37 UMRÆÐA LOGNAST ÚT AF koIbnin@bladid.net Mér fannst merkilegt að hlusta á Ögmund Jónasson í Silfri Egils síð- astliðinn sunnudag. Hann var að ræða um brottrekstur Guðmundar Magnússonar af Fréttablaðinu. Guð- mundur, sem er afar fær blaðamað- ur, skrifaði leiðara um málefni DV í Fréttablaðið og ýmislegt í þeim skrifum mátti túlka sem gagnrýni á yfir- menn hans. Fyrir það var hann rekinn. Ög- mundur gerði þetta að umtalsefni, furðaði sig á þessum brottrekstri og var hvass og beittur eins og hans var von og vísa. Mér heyrðist á öðrum þátttakendum í umræðunum að þeir væru nokkuð sammála Ögmundi en samt lognað- ist umræðan út af. Sem mér finnst nokkur synd. Það er nefnilega full ástæða til að ræða þennan brott- rekstur og ástæðu hans. Ég hefði hald- ið að það væri ekki eitt af hlutverkum blaðamanna að líma sig fast við yfirmenn sína í hvaða vitleysu sem er. Ég hef reyndar séð blaðamenn gera slíkt og ber enga virðingu fyr- ir þeim. Ég ber hins vegar virðingu fyrir Guðmundi Magnússyni sem þorði að segja skoðun sína, þrátt fyrir að hafa vitað að hún yrði ekki vinsæl á æðstu stöðum. 20.20 Geim- ferðakapp- hlaupið (3:4) (Space Race) Nýr breskur myndaflokkur um fólkið sem var í aðalhlut- verkum í geim- ferðakapphlaupi Bandaríkjamanna og Rússa. Þátturinn er einstaklega vandaður og meðal leikenda eru Richard Dillane, Anthony Edridge, Mikhail Gorevoy, Constantine Greg- ory, Steve Nicolson og Vitalie Ursu. 20.30 Malcolm in the Middle Vandamál Malcolms snúast sem fyrr um að lifa eðlilegu lífi sem er nánast ómögulegt eigi maður væg- ast sagt óeðlilega fjölskyldu. Hal, Lois og strákarnir hafa unnið hug og hjörtu áhorfenda enda erfitt að standast eðlislæga persónutöfra þeirra. Bráðskemmtilegir gaman- þættir fyrir alla fjölskylduna. 21.20 Nip/Tuck (5:15) (Klippt og skorið 3) Einhverjir svakalegustu framhaldsþættir sem gerðir hafa verið eru orðnir ennþá svakalegri. Eins og þeir muna glöggt sem sáu uppgjörið geggjaða í annarri þátta- röð þá var hið flókna og úrkynjaða líf lýtalæknanna Sean og Christian orðið flóknara en nokkru sinni áð- ur - og er þá mikið sagt. Stranglega bannað börnum. Plata í safnið Laugardaginn 18. febrúar næst- komandi kemur í ljós hvaða lag verður framlag íslands í Söngva- keppni Evrópskra Sjónvarps- stöðva í ár. 15 lög keppa til úrslita í beinni útsendingu í Sjónvarp- inu en þriðjudaginn 14. febrúar kemur út plata sem geymir öll 15 lögin fullunnin í hljóðveri. Hér er því um opinberar útgáfur lag- anna að ræða. Það er óhætt að segja að Söngva- keppnin hafi vakið mikla athygli að undanförnu og raunar deilur líka en enginn efast um að áhuginn er gríðarlegur. Það þótti því við hæfi á 20 ára afmæli þátttöku íslendinga í Eurovision að gefa úrslitalögin út á geislaplötu en sambærileg útgáfa á lögum í Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur ekki átt sér stað síðan 1988. Þá var það safnskífan Þú og þeir og all- ir hinir nema einn sem leit dagsins ljós nokkrum vikum eftir forkeppn- ina. Eins og titill plötunnar vísar til voru á henni sigurlagið Þú og þeir (síðar Sókrates) og öll hin lög- in sem þá kepptu til úrslita, nema eitt. Raunar var það lag sem Bjarni Ara söng í keppninni en hann gaf skömmu síðar út sína fyrstu sóló- plötu sem hét því viðeigandi nafni Þessi eini þarna. í ár voru 24 lög valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eftir þrjá undanúrslitaþætti keppa 15 lög til úrslita eins og frægt er orðið. Öll lögin 15 eru á plötunni, í þeirri röð sem þau verða flutt á lokakvöldinu. Löqin eru hér í stafrófsröð: • 100% Rúna G. Stefánsdóttir og Brynjar Már Valdimarsson • 100% hamingja Heiða • Andvaka Guðrún Árný • Á ég? Bjartmar Þórðarson • Eldur nýr Ardís Ólöf • Flottur karl, Sæmi Rokk Magni & Magnararnir • Hjartaþrá Sigurjón Brink • Myndafþér Birgitta Haukdal • Sést það ekki á mér? Matti • Strengjadans Davíð Olgeirs • Stundin - staðurinn Edgar Smári Atlason og Þóra Gísladóttir • Til hamingju fsland Silvía Nótt • Útópía Dísella • Það sem verður Friðrik Ómar • Þér við hlið Regína Ósk Lopez og Anthony eiga von á barni Söngkonan með baksvipinn Jennifer Lopez og eiginmaður hennar, Marc Anthony, hafa ýtt undir orðróm um að þau eigi von á barni með því að kaupa sér einkaaðgang að fínni barna- vöruverslun í Hollywood. Leik- og söngkonan fékk verslunareigendur í mjög fínni og þar með dýrri verslun, Petit Tresor, til að loka dyrunum fyrir öðrum við- skiptavinum í þrjú korter í síðasta mánuði svo hún gæti verslað án truflana. Heimildarmaður sagði íj'ölmiðlum að Lopez hefði komið með annarri konu, hugsanlega fjölskyldumeðlimi eða aðstoðarmanni og keypt stelpuvörur fyrir þúsundir dala. Verslunin er uppáhald margra Hollywood- mæðra og verðandi Hollywoodmæðra, t.d. Katie Holmes og Britney Spears. Talsmaður Lopez ber sögusagnirnar á bak aftur. Ný þjónusta við flokkun og endurvinnslu! Nú geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengið sérmerkta endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrifstofupappír og pappa, fernum, plast- umbúðum og málmum. Einfalt í framkvæmd: Allur pappír og bylgjupappi má fara beint í tunnuna en fernur, málmar og plastfari í aðskilda poka í sömu tunnu. Mánaðargjald fyrir hverja tunnu er 990 kr. og tæmt verður á fjögurra vikna fresti. GÁNIAMÓNUSTAN HF. BÆTT UMHVERFI - BETFIIFRAMTÍÐ Sími: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is Endurvinnslutunnuna er hægt að panta í síma 535 2510, á netfanginu gamar@gamar.is og einnig á heimasíðu Gámaþjónustunnar hf. www.gamar.is Komið verður með tunnur heim til viðtakenda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.