blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 18
18 I GOLF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 bla6Í6 Golfið er fjölskylduíþrótt Með hœkkandi sólfara golfáhugamenn að huga að íþróttinni. Um helgina gefstþeim tœkifœri til að kynnast því nýjasta sem er í boði ,Ég er þess fullviss að innan nokk- urra ára munum við sjá unga Islend- inga ná langt í golfinu", segir Gústaf Gústafsson sýningarstjóri á sýn- ingunni Golf á íslandi 2006. „Við eigum mjög sterkt unglingalandslið sem verður á sýningunni en það er vel hugsað um unga fólkið í þessari íþrótt." Gústaf segir að á sýningunni fái golfáhugamenn tækifæri til að skoða það nýjasta í fatnaði, kylfum og annað sem er í boði fyrir kylfinga. ,Þá er líka gaman að fá brellumeistar- ann David Edwards í heimsókn en hann tók á sínum tíma þátt í evr- ópsku mótaröðinni í golfi en ferðast nú um heiminn og sýnir listir sínar. Það er mikið sjónarspil að sjá David sérstaklega fyrir okkur sem höfum stundað þessa íþrótt í nokkun tíma. Á sýningunni verður einnig keppt í holu í höggi og sá sem vinnur keyrir heim á nýjum Volkswagen Golf.“ Gústaf segir það frábært að 36 að- ilar sýni vörur og þjónustu á Golf á íslandi 2006. „Þetta verður að teljast fjölbreyttur hópur sýningar- aðila miðað við að þetta er fyrsta golfsýningin hér á landi. „Nú þegar sólin er farin að hækka á lofti eru golfáhugamenn farnir að fá fiðring í tærnar og þá er tilvalið að kynna sér nýjungarnar og jafnvel að plana golf- ferðir fyrir páskana og næsta sumar." Gústaf segir golfið vera fjölskyldu- iþrótt og sjálfur á hann þrjú börn sem eru í golfklúbbi og einginkona hans er líka byrjuð að spila golf. „Ég er spenntur fyrir þessari sýn- ingu og ætla mér að kynna mér nýjungar í golffatnaði og taka þátt í þeim keppnum sem í boði verða og er viss um að þetta verður þrælgaman." Þess má geta að Golf á íslandi 2006 verður haldin á Hótel Nordica um næstu helgi. hugrun@bladid.net Golfsettið tekið meö í ferðalagið Meira er um að vinnustaðir og vinahópar komi saman og haldi lítil golfmót á sumrin „Það er allaf að verða algengara að fólk taki golfsettið með sér í ferða- lagið og hótelkeðjur hérlendis eru farnar að bjóða upp á frían golf- hring með gistingu," segir Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasam- taka Islands. „Á Islandi eru um 60 golfvellir og eins og í mörgu öðru eiga Islend- ingar met í fjölda golfvalla miðað við höfðatölu. Fólk vill gjarnan kynnast ólíkum golfvöllum og vellir á lands- byggðinni eru alltaf að verða betur í stakk búnir til að taka á móti fleiri gestum. Erlendum ferðamönnum sem vilja stunda golf hér á landi hefur líka fjölgað og sum mót eru beinlínis markaðssett erlendis og má þar nefna Artic Open mótið sem haldið er á Akureyri á hverju sumri en mikill áhugi er fyrir slíkum mótum erlendis.“ Hjá Ferðamálastofu er hægt að fá upplýsingar um golfvelli um allt land og því hægt að skipuleggja ferðalagið út frá því. Pétur segir ferðaþjónustuna í auknum mæli farna að huga að pakkatilboðum og sums staðar séu sveitarfélög og golf- vellir í samstarfi. „Það sem fólk vill vita um golfvelli og þjónustu þeirra er hvort hægt sé að fá leigt golfsett, upplýsingar um opnunartíma og fleiri hagnýtar upplýsingar tengdar golfinu. Það er nokkuð um að vinnu- staðir og vinahópar komi saman og haldi lítil golfmót. Ég hef sjálfur tekið þátt í svona móti í góðra vina hópi og er mótinu valinn nýr staður á hverju sumri. Við höfum meðal annars haldið golfmót á Húsavík, í Borgarnesi og víðar og þetta er orð- inn fastur liður á sumrin.“ hugrun@bladid.net PVC Gluggar»Sólhýsi Hurðir* Svalalokanir Frábær lausn í bæði gamalt og nýtt: Einbýlið, fjölbýlið, sumarhúsið eða hvar þar sem fegurð og gæði njóta sin. Gulleiki Maghagony é Hafðu samband og við réðteggjum þér GLUGGA- OG GLERHÖLLIN Ægisbraut 30*300 Akranes«S(mi:431 2028 «Fax: 431 3828 Netfang:glerholiin@aknet.is*Heimas(ða: www.glerhollin.is Einangrunargler - Öfyggisgler - Speglar Það er aðeins 20 mínútna akstur frá Hethrow flugvelli að Fox Hill Club and Resort hótelinu. Við hótelið eru tveir 18 holu golfvellir. Golfferðir í sólina vinsœlar Golfarar lengja golftímabilið með því aðfara út á haustin og vorin „Það er mikið um að fólk fari í golf- ferðir á vorin og haustin til að lengja tímabilið“, segir Jóhann Pétur Guð- jónsson framkvæmdastjóri GB ferða. „Fólk fer mikið til heitari staða eins og Orlando og Taílands yfir vetrarmánuðina til að stunda golf en á vorin og haustin fer fólk meira til Englands, Skotlands og staða sem eru nær okkur. 1 þessum ferðum er algengt að fólk stoppi í 2-5 nætur. Ferðahóparnir eru blandaðir og það er nokkuð um að vinahópar og fyrirtæki taki sig saman og fari í golfferð. Þá er nokkuð um að pör taki sig saman og taki jafnvel börnin með og því geta golfferðir verið fjölsylduferðir.“ Jóhann segir að aðstaða fyrir börn sé mjög góð á þeim hótelum sem GB ferðir bjóða upp á og að boðið sé upp á pössun fyrir börn alveg niður í tveggja ára aldur þar sem greitt er fyrir hvern dag. „Þó svo makinn stundi ekki golf er næg afþeying í boði á hótelunum og má þar nefna, heilsulindir, líkamsræktir og snyrti- meðferðir, einnig er boðið upp á ýmsa útivist s.s. hjólreiðar, göngu- ferðir og fleira. Það er ekki óalgengt að fólk skipti ferðinni í golfferð og borgarferð þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi. „Eftir því sem vinsældir golfs- ins aukast verða golfhótelin betur útbúin og bjóða sífellt upp á betri þjónustu bæði varðandi afþeyingu, herbergi og veitingastaði." Jóhann segir mikla aukingu á þvi að fólk fari í golfferðir erlendis og í hefðbundinni golfferð sé innifalið flug, gisting með morgunmat og golf. „Einnig er hægt að bæta við kvöldmat en það er þriggja rétta mál- tíð sem valin er af matseðli. Helgar- ferð með flugi kostar á bilinu 50-70 þúsund og fer verðið eftir lengd ferð- arinnar og gæðum hótelsins. Það er algengast að fólk á aldr- inum 35-60 ára fari í ferðirnar en yf- irleitt er þetta blandaður aldur. Oft er þetta fólk sem hefur stundað golf í einhvern tíma en það færist í auk- ana að byrjendur fari í ferðirnar því á stöðunum er golfkennsla í boði og fátt betra en að læra réttu tökin við góðar aðstæður.“ hugrun@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.