blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 24
24 I MATUR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 blaðið ÖNDVEGISELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Ég las í blaði um daginn að lax væri eitt það hollasta fæði sem náttúran hefur gefið af sér, þar sem hann inni- heldur fullt af vítamínum og hina hollu fitusýru Omega-3. Þá er náttúrlega ekkert því til fyrir- stöðu að vera með skemmtilega upp- skrift af laxi í dag. Það eru nú ekki allir hrifnir af laxi og þá sérstaklega eldislaxi og það getur verið ótrúlega mismunandi hvernig fisk maður fær. Eldislax getur verið afskaplega feitur og þá kemur lýsiskeimur í laxinn en það toppar náttúrulega ekkert villta laxinn. Hann er hágæða-hráefni og það er í raun sama hvernig maður ber hann fram, hráan, soðinn, steiktan, grillaðan eða ofnbakaðan. Alltaf er hann algjört sælgæti, svo ekki sé talað um grafinn og reyktan. En þar sem maður kemst nú ekki svo auðveldlega í villtan lax verður maður bara að gera það besta úr eld- isfisknum og finnst mér þá best að steikja hann en þannig nær maður mesta fitubragðinu úr honum. Með- læti með laxi getur verið ótrúlega fjölbreytt en það er ekki margt sem er betra með laxi en „Hollandaise- sósa” sem er eggja- og smjörsósa. Sósur gerast einmitt ekki óhollari en einmitt þessi sósa og þar sem ég með mitt holdarfar hef ekki gott af slíku bjó ég til sósu sem er ekki síður góð. Þá get ég fengið mér laxinn í svipaðri útgáfu og læt ég hér fylgja með uppskriftina af henni. Síðan er soðinn nýr spergill (aspas) alveg ómissandi með laxi ásamt nýjum kartöflum. Steiktur lax; (fyrir fjóra) 4 flottar laxasteikur (bein- lausar og jafnvel roðlausar, það er smekksatriði) matarolía til steikingar salt og pipar Steikið laxinn á mjög heitri pönnu í olíunni (á roðhlið fyrst ef það er á) í ca 3 mín á hvorri hlið. Takið pönn- una af hitanum og látið laxinn vera á pönnunni í 3-4 mín eða þar til hann er ekki lengur glær í miðjunni. Passið samt að ofelda hann ekki, kryddið með salti og pipar. Sinneps-jógúrtsósa (köld) 1 msk dijonsinnep Vi msk sætt sinnep klípa af kjúklingateningi (ca. 1/6 tsk) 1 dl ólífuolía (ekki extra virgin) safi úr 1 sítrónu 1 lítil dós hreint jógúrt 1 tsk ferskt estragon saxað (1/3 tsk þurrkað) 1 tsk steinselja söxuð salt og pipar Aðferð; Pískið sinnepið, sítrónusafann og kjúklingateninginn vel saman og látið olíuna leka í örmjórri bunu út í sinnepið og hrærið stanslaust í BlaðiÖ/SteinarHugi á meðan. Þá þykknar þetta og þá er þarf að standa í klst.fyrir notkun jógúrt blandað saman við og síðan Borið fram með soðnum kart- kryddjurtunum og smakkað til með öflum, soðnum spergli og góðu salti og nýmöluðum pipar. Sósan salati. Pantaði súpu en fékk soðið egg í majónesbeði Dofri Hermannsson er mikiðfyrir sushi en hefur aldrei getað borðað brauðsúpu þráttfyrir ítrekaðar tilraunir Dofri Hermannsson, leikari, stendur í ströngu í prófkjöri Samfylkingarinnar um þessar mundir en hann stefnir á 4.-6. sæti. „Þetta er mikil vinna. Maður er að sofna klukkan 2 á nóttunni og vakna klukkan 8 á morgnana,“ segir Dofri aðspurður um hvernig framboðið gangi. Blaðamaður vildi þó að þessu sinni forvitnast um matarvenjur frambjóðandans og fékk hann til að svara nokkrum spurningum þeim tengdum. Uppáhalds matur: Sushi og súrmatur. „Ég ólst upp við að borða súrmat í sveitinni í gamla daga og hefur alla tíð síðan þótt allt súrmeti rosalega gott. Sushi kynntist ég fyrir 10 árum í veislu hjá vini mínum. Mér fannst það reyndar vont í fyrstu en ég fann að þetta var eitthvað sem ég yrði að gefa séns. Ég vissi að mér myndi að öllum líkindum þykja það gott eftir nokkur skipti,“ segir Dofri og sú varð raunin. „Það eru náttúrulega ekki margir sushi-staðir á íslandi. Ég hef stundum farið á Maru og hann er ágætur,“ segir Dofri aðspurður um þá sushi-staði sem hann stundi helst. ,En annars finnst mér mjög gaman að gera sushi heima. Við dóttir mín gerum það oft saman og hún hefur voðalega gaman af því að vera með puttana í þessu. Við gerum þetta oft á föstudögum. Slökkvum þá á frétt- unum og búum til sushi eða jafnvel pítsu,“ segir Dofri. Hann segir að á morgun muni hann þó líklega ekki hafa orku fyrir sushi-gerð enda vikan búin að vera erfið. „Þetta tekur svo mikinn tíma. En ég bæti það upp eftir viku, þá munum við ör- ugglega gera sushi.“ Versti matur: Brauðsúpa „Ég hef gert ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta mér líka við brauðsúpu en það hefur bara aldrei tekist. Þetta var stundum í matinn þegar ég var krakki en ég hef aldrei verið hrifinn af þessu. Sem betur fer eru mörg ár síðan þetta var borið á borð fyrir mig síð- ast,“ segir Dofri. Uppáhalds veitingastaður: Ban-Thai „Þetta er litill og sætur staður á Laugavegi sem selur ta- ílenskan mat. Verðið þar er hóflegt en maturinn mjög góður. Þetta er ekki of fínn staður og maður getur alveg farið þangað án þess að senda sparifötin í hreinsun á undan,“ segir Dofri og bætir við að uppáhalds staðirnir sínir séu þar sem hann fær verulega góðan mat en þarf ekki að vera alltof fínn. „Mér líður ekki vel þegar ég er alltof fínn. Það er eins og Óskar á Argentínu sagði einhvern tíman; það kostar nákvæmlega það sama fyrir kokkinn að búa til góðan mat og vondan mat. En svo er það bara umhverfið sem þú ert að borga fyrir,“ segir Dofri. Skrýtnasti matur: Soðið egg í majónesbeði „Þegar ég var 19 ára var ég á ferðalagi á Spáni ásamt Degi Gunnarssyni vini mínum. Hann hafði venjulega orð fyrir okkur þar sem hann kann spænsku en ekki ég. Hann hafði brugðið sér eitthvað frá og ég þurfti að panta sjálfur mat. Ég ætlaði sem sagt að panta súpu dagsins en fékk mat sem reyndist vera soðið egg í majónesbeði. Þetta var í 40 stigahita og eggið var við það að fljóta út úr hálfbráðnuðu majónesinu. Þannig að þetta var ekki alveg beint það sem mig langaði í,“ segir Dofri og hlær. Með hjálp spænskumælandi vinar síns tókst honum þó að skila hinu ólystuga eggi. bjorn@bladid.net Dofri ásamt dóttur sinni, en þau feðgin hafa gaman af því að elda saman. Nýverið fjárfestu þau í safapressu og hefur hún komið að góðum notum við matseldina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.