blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 14
blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. MYNDIRNAR AF MÚHAMEÐ Auðvelt er að hrapa á þeirri ályktun að ákvörðun ritstjórnar hins danska Jyllands-Posten að birta skopteikningar af Múhameð spá- manni þar sem honum er m.a. lýst sem hryðjuverkamanni hafi verið meðvituð árás á íslam og menningarheim þeirra, sem þá trú játa. Ekki þarf djúpstæða þekkingu á íslamskri trú og veruleikasýn til að gera sér ljóst að teikningarnar eru guðlast í huga fylgismanna Spámannsins. Nú hefur ritstjóri Jyllands-Posten lýst því yfir að hann hefði ekki birt skop- teikningarnar hefði hann vitað að afleiðingarnar yrðu þessar; segja má að spennan á milli menningarheima Vesturlanda og íslam hafi sjaldan eða aldrei verið meiri á síðari tímum, hið minnsta. Líklegt sýnist því að hér ræði ekki um ákvörðun, sem tekin var til að særa, meiða og móðga, heldur hafi dómgreindar- og smekkleysi ásamt furðulegum þekkingarskorti ráðið för. Skopteikningarnar voru birtar í krafti skoðana-, tjáningar- og prentfrelsis Vesturlanda. Þessi birtingarform frelsisins eru óendanlega dýrmæt og eru gildi, sem almenningur víða í hinum íslamska heimi hefur enga þekkingu á og fær ekki skilið. En frelsinu fylgir mikil ábyrgð; það veitir ekki mönnum leyfi til að birta allt og hvað sem er í dagblöðum enda er það almennt og yfirleitt ekki gert. Myndirnar af Múhameð hafa verið endurbirtar í fjölmörgum dagblöðum, sem telja sig þannig koma frelsinu til varnar. Nú hyggst dagblað í opinberri eigu í íran svara þessu með því að efna til samkeppni um skopteikningar, sem tengjast helför gyðinga í valdatíð þýskra nasista. Ólíkt því sem gildir um Jyllands-Posten ræðir því hér um ákvörðun stjórnvalda en ætla má að dagblöð þau, sem birtu myndirnar af Múhameð, birti einnig írönsku teikn- ingarnar í nafni frelsisins. Það mun vekja mikil viðbrögð víða á Vestur- löndum; átök þessara tveggja menningarheima sýnast eiga eftir að fara enn harðnandi. Viðbrögðin í Iran og víða í arabaheiminum eru að sönnu ofsafengin og í raun jafn óskiljanleg flestum Vesturlandabúum og tilgangurinn með því að birta teikningar af Spámanninum er fylgismönnum hans. Hafa ber í huga að víða í löndum þessum ríkir reiði örvæntingar og allsleysis meðal alþýðu manna og valdhafar og trúarleiðtogar geta auðveldlega sameinað umtals- verðan hluta heilu þjóðanna gegn nýjum óvini. Slík stjórnspeki er alþekkt í sögunni. Ekki verður séð hvernig komið verður á vopnahléi í þessum „átökum menningarheimanna". Líklegra sýnist að spennan muni enn fara vaxandi jafnt á Vesturlöndum sem í hinum íslamska heimi. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Þriðjudaginn 14. febrúar Greinar • Viðtöl • Fræðsla • og margt fleira blaðió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Danlelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 blaðið ViVÆÐ S^Gi^ Hnmn P/Ll ÓKeVp/5 Lumcóu, ÓKEVPíS 4WTi/R j SfáLútf. Uli5L/t$ CtJnWioT ÚTi/fl/l fllií \ mFfíHu ViHU- QKFYris í GuUþ o& 4 AUa Hmwmnd, Hetjan Magnús Scheving „Pabbi, ég er íþróttamaður,“ sagði 5 ára gamall sonur minn um dag- inn. „Já, er það?“ svaraði ég að bragði og spurði hvaða íþrótta- grein hann stundaði. Hann leit undrandi á mig og sagði. „Nú, ég borða grænmeti.” Að svo mæltu þaut hann af stað eins og íþrótta- álfurinn, flengdist um húsið en kom að vörmu spori til baka og bað um gulrót. Fæstir gera sér grein fyrir mik- ilvægi Magnúsar Scheving í upp- eldismálum þjóðarinnar hvað varðar heilbrigða lífshætti. Og ég tel að starf hans verði ekki metið að verðleikum hér á landi fyrr en of seint. Um þessar mundir stendur Orkuátak Latabæjar yfir sem vekur börnin okkar til meðvitundar um mikilvægi þess að borða ávexti og grænmeti og til að hreyfa sig meira. Síðasta Orkuátak Latabæjar jók græn- metisneyslu okkar um 16% og sala á sykruðum drykkjum dróst saman um 13% á tímabilinu. Kerfið ekki með á nótunum Mig grunar að stuðningur hins opinbera við Orkuátakið sé af skornum skammti, að ákveðin ráðuneyti hafi ekki átt 100.000 krónur aflögu því til stuðnings. Forgangsröðunin í kerfinu ávallt söm við sig! Til hvers að fjárfesta í börnum? Og stuðningsleysi þeirra sem flytja inn grænmeti og ávexti var víst svipað. Til hvers að leggja fjármagn í átak sem mun hvort sem er skila aukinni sölu á afurðum okkar? Magnús þekkir ekki uppgjöf og heldur áfram að gera góða hluti, nánast upp á sitt einsdæmi og við, sem njótum góðs af, sjáum okkur varla fært að veita honum stuðning. Nei, það má ekki styðja svona einkaframtak því Latibær gæti hugsanlega haft einhvern fjárhagslegan ávinning af því? Hvað með það þótt börnin fitni? Magnús er einstaklingur, ekki stofnum, við getum ekki stutt hann! Það hefur margoft sýnt sig að upphefðin kemur að utan og ég tel að þegar fram líða stundir munum við naga okkur í handar- Þorgrímur Þráinsson bökin yfir því að hafa ekki nýtt okkur Orkuátak Latabæjar til fulls, alla daga ársins, með vel- ferð barna okkar að leiðarljósi. Þjóðnýtum Magnús! Einstaklingar eins og Magnús Scheving eiga að vera á launum hjá þjóðinni, burtséð frá tekjum þeirra eða tapi á öðrum vett- vangi. Það er leitun að einstak- lingum eins og Magnúsi sem fórnar sér fyrir okkur foreldrana sem nennum varla að ala upp börnin okkar, gefum sífellt meira eftir. Hvernig væri að leggja við hlustir þegar börnin tala? Hvað hreyfir við þeim, hefur áhrif til betra vegar? Oft þarf utaðankom- andi raddir. Orkuáatakið skilar sínu, árangurinn blasir við mér á hverjum degi.l En svona eru oft örlög frum- kvöðla sem hafa hugrekki til að skera sig úr fjöldanum, fylgja hjartanum. Þeir eru öfundaðir og þykja ekki nógu fínir pappírar til að njóta stuðnings, hafa ekki réttan bakgrunn. Þegar Magnús hafði sent frá sér fyrstu bæk- urnar um Latabæ varð ég vitni að því þegar hluti af „bókmennta- elítunni“, sem telur sig eiga að stjórna því hvað íslendingar lesa, gerði lítið úr bókum hans, ráð- lagði fólki frá því að kaupa þær. Hvar er stuðningurinn við þá sem ná til barna og ungmenna með verkuni- sínum? Og hvers vegna er stöðugt verið að mylja undir þá sem ná aldrei eyrum ungmenna? Magnús er þjóðhetja sem mun án efa sigra heiminn með verkum sínum og spara mörgum þjóðum milljarða í heilbrigðiskostnaði þegar fram líða stundir. Á íslandi hef ég á tilfinningunni að hann þurfi að berj- ast fyrir tilverurétti sínum, að hann fái ekki þann stuðning sem hann á skilið, hvorki frá hinu opinbera né okkur hinum. Er ekki kominn tími til að gefa sig að hetjum þjóðarinnar með velferð komandi kynslóða að leiðarljósi? Höfundur er rithöfundur Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Blaðamannafélagið gekkst fyrir fundi í fyrrakvöld á Litla Ijóta andarung- anum þar sem stóra skopmyndamálið var rætt fram ogtil baka. Áfund- inum, sem var með fjörleg- asta móti, var meðal annars kominn Egill Helgason, en hann afgreiddi bjór og tók þátt í umræðum jöfnum höndum. Kona hans, Sigurveig Káradóttir, er enda vert á þessum huggulega veitingastað við Lækjargötu. Sem vænta mátti taiaði Egill mjög fyrir tjáningar- frelsinu þetta kvöld, en meðal annarra, sem helst tóku vörn þess, voru þeir Ólafur Teitur Guðnason á Viðskiptablaðinu og Óli Tynes á NFS. Á hinn bóginn urðu margir til þess að tala máll tillitsseminnar og fannst að tjánlngar- frelsið þyrfti að víkja þegar viðkvæm málefni væru annars vegar. Skeleggasti talsmaður þeirra sjónarmiða var Halla Gunnarsdóttir á Morgunblaðinu. Dagblöðin í gær voru óvenjuleg að því leyti að Blaðið, Fréttablaðið og Morgunblaðið voru prentuð á sama stað, í hinni nýju og fullkomnu prentsmiðju Morgunblaðsins við Hádeg- -y ^ ^ ismóa. Ástæðan var bilun í Jsafoldarprentsmiðju, sem prentar Fréttablaðið og DV að öllu jöfnu, en htín var raunar ekki meiri en svo að unnt reyndist að prenta DV þar. Þetta leiðir hins vegar hugann að því hvort ekki sé offjárfesting f dagblaða- pressum á íslandi fyrst Moggaprentsmiðjan kláraði þetta svo léttilega. Minna má að f Dan- mörku - þar sem Dagsbrún hefur einmitt sýnt dagblaðaútgáfu áhuga - eru keppinautarnir Berlingske Tidende, Politiken, Ekstra Bladet og fleiri blöð öll prentuð í sömu prentsmlðju í Avedare. Rithöfundurinn Salman Rushdie uppskar á sínum tfma reiði margra múslima fyrir bók- ina Söngvar Satans. Til þess að láta í Ijðs reiði sína f garð þessa breska rithöfundar, sem fæddur er á Indlandi, fór æstur múgur 1 Pakístan vitaskuld beint í bandarísku menningarmiðstöðina og kveikti í henni. I Fréttablaðinu í gær hefur Jón Baldvin Hannibalsson svipuð viðhorf í máli móðurallra skopmynda. Dönsku myndirnarog reiði múslima er að sögn sendiherrans fyrrver- andi á ábyrgð Bandarfkjamanna! Jamm.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.