blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 blaöiö Ræninginn enn ófundinn Þó nokkrar ábendingar hafa borist lögreglunni vegna ránsins í síðustu viku þegar maður stal 93 þúsund krónum í afgreiðslu Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu. Eins og fram hefur komið ákvað lögreglan að birta myndir af ráninu úr eftirlitskerfi afgreiðslunnar og óskaði í kjölfarið eftir því að allir þeir sem gætu gefið frekari upplýsingar gæfu sig fram. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er máUð enn í rannsókn en verið er að vinna úr þeim vísbend- ingum sem henni hafa borist. Máli prests vísað frá dómi mbl.is | Héraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá máli sem sr. Hans Markús Hafsteinsson höfðaði á hendur Matthíasi Guðmundi Péturssyni, Arthur Knut Farestveit, Friðriki Hjartar og Nönnu Guðrúnu Zoéga til ógildingar á úrskurði áfrýj- unarnefndar þjóðkirkjunnar um tilflutning sr. Hans Markúsar í starfi. Jafnframt var sr. Hans Markús Hafsteinsson dæmdur tU þess að greiða hinum fjórum stefndu máls- kostnað að fjárhæð kr. 460.000. „Þjófsaugu er ekki að finna í mínum ættum" Magnús Þór Hafsteinsson líkir frumvarpi Marðar Árnasonar við hugverkastuld. Stormur í vatnsglasi, segir Ingibjörg Sólrún Þingmenn allra flokka á Alþingi, utan Samfylkingarinnar fóru í pontu í gær og gagnrýndu framlagt frumvarp Marðar Árnasonar og fimm annara þingmanna Samfylk- ingar um breytingu á fjarskipta- lögum. Breytingin snýr að því að flutningsskylda fjölmiðils verði lögfest. Með því verði tryggt að rekstur fjölmiðils og dreifiveitu blandist ekki saman. Að mati þing- manna hinna flokkanna setur frumvarpið þá sátt sem þeir töldu að náðst hefði um fjölmiðlalög, í uppnám. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, var einn þeirra sem lýsti yfir undrun sinni með þetta útspil Sam- fylkingarinnar. Hann er einn þeirra fimm þingmanna sem ætlað er að aðstoða lögfræðinga við að semja ný fjölmiðlalög. Hugverkastuldur „Þetta er óafsakanlegt frumhlaup hjá Samfylkingunni,“ segir Magnús sem segist fyrst hafa orðið mjög reiður þegar hann frétti af frum- varpi Marðar, „en nú er ég eiginlega bara leiður yfir því að þau skyldu gera þetta. Þetta er svo mikill óþarfi. Þessi vinna er í mjög góðum farvegi. Við héldum okkar fyrsta fund á þriðjudaginn með lögfræð- ingunum þar sem allir þingmenn ráðgjafahópsins mættu, fyrir utan Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur." Magnús segir vinnu vera komna í fullan gang 1 við að smíða þau laga- frumvörp sem þarf, til aðhægtverði að uppfylla þau skilyrði semsettvoru fram í nið- urstöðu fjöl- miðlanefnd- a r i n n a r . Magnús Þór Hafsteinsson , S v o n a vinnubrögð flýta ekkert fyrir þessu ferli. Næsti fundur hópsins er á föstudaginn og þar ætluðum við einmitt að ræða akkúrat þetta atriði um dreifiskylduna. Síðan kemur þetta frumvarp eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Magnús sakar Sam- fylkinguna um að vera að stela bestu bitunum úr fyrirhuguðum lögum svo flokkurinn geti eignað sér þá. „Það má Hkja þessu við hugverka- stuld. Þetta er svo lágkúrulegt að maður verður eiginlega kjaftstopp. Ég skoraði á Ingibjörgu að stíga í pontu og tjá sína afstöðu, en hún sat bara glottandi úti í sal.“ Sárnaði aðdróttanir Mörður Árnason segir það hafa komið sér á óvart að þingmenn hafi mógðast yfir þessu frumvarpi. „Ég hef fullan rétt, bæði formlegan og siðferðilegan til þess að flytja þetta frumvarp. „Mér finnst lítil ástæða vera fyrir þeim fúk- yrðum sem þarna féllu. Sérstaklega sárnaði mér aðdróttanir um ein- hvers konar þ j ó f n a ð , því að þjófs- augu er ekki að finna í mínum ættum.“ Mörður segir mikilvægt að vekja athygli á þessu máli og því hafi frum- varpið verið lagt fram. „Það virðist nú hafa tekist ágætlega.“ Stormur í vatnsglasi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þetta mál storm í vatnsglasi. Hún kannast ekki við að vera í ein- hverjum sérstökum hópi. „Ég var skipuð til þess að vera til ráðgjafar ef þeir sem eru að semja frumvarpið vildu ræða það við mig.“ Hún segist hafa verið í umræðum í þinginu í gær og hafi því ekki komist á fund- inn. „Það er fráleitt að líta á þetta frumvarp sem rof á einhverri sátt. Á þriðjudag voru Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson að flytja mál um að einkavæða ríkisútvarpið og engar ásakanir heyrðust þá um rof á einhverri sátt.“ Mörður Arnason Unnið að sáttum á ísafirði Samkomulag hefur verið gert milli stjórnenda og starfsfólks Mennta- skólans á Isafirði annarsvegar og menntamálaráðuneytisins hins- vegar um að bæta samskipta- og samskiptafærni innan skólans. Mikill meirihluti starfsmanna skólans hafa skrifað undir sam- komulagið og standa vonir til þess að á endanum verði allir starfs- menn þátttakendur í því. Tveir sálfræðingar munu hafa umsjón með verkefninu, sem felur það meðal annars í sér að skólameistari skuldbindur sig til að hafa samráð við ráðuneytið um beitingu vald- heimilda og agaúrræða við skólann. Frá þessu er sagt á vef héraðsfrétta- blaðsins Bæjarins besta í gær. BlaÖiÖ/lngó Færri VR félagar atvinnulausir Tæplega tvö þúsund félagsmenn Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) fengur greiddar atvinnuleysis- bætur á síðasta ári. Það er rúmlega 650 færri en árið áður og nemur fækkunin um 25%. Fækkunin milli ára nemur um 33% hjá körlum en 21% hjá konum. Hlutfallslegt atvinnuleysi.þ.e. íjöldi atvinnu- lausra félagsmanna sem hlutfall af fjölda félagsmanna var 3,6% í fyrra, og hefur dregist talsvert saman milli ára. Þannig var þetta hlutfall 5,3% árið 2004 og 5,7% árið 2003. VERKSTÆÐISMENN Vegna aukinna verkefna vantar vana viðgerðamenn (verkstæðismenn) til starfa strax. Góð laun í boði fyrir rétta menn. SKRIFSTOFUMAÐUR Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf og kunni á excel og word. Umsóknarblöð eru á heimasíðu félagsins www.gtverktakar.is Upplýsingar á skrifstofu í síma 5801600 miili kl. 13 og 14. Rauðhellu 1 -221 Hafnarfjörður Sími 580 16 00 Fax 58016 01 Veffang gtverk@simnet.is - gtverk.is Aldrei fleiri útlendingar Töluverð aukning varð á fólksflutn- ingum til landsins á síðasta ári sam- kvæmt úttekt Hagstofunnar á búferla- flutningum árið 2005. Alls fluttu 3.860 fleiri einstaklingar til landsins en frá því sem er rúmlega sjöföld aukning frá fyrra ári. Fleiri erlendir karlar Árið 2005 fluttu um 7.773 einstak- lingar til landsins en á sama tíma 3.913 frá því. Aðfluttir umfram brott- flutta í millilandaflutningum voru því 3.860 á síðasta ári en voru 530 árið 2004. Alls fluttu um 4.680 er- lendir ríkisborgarar til landsins en 3.093 Islendingar. Áf erlendum ríkisborgurum sem hingað komu voru 3.208 karlar og 1.472 konur. Þá voru íslendingar í meirihluta þeirra er fluttu frá land- inu á síðasta ári eða 2.975 talsins. Á sama tíma fluttu um 938 erlendir rík- isborgarar frá landinu og því hefur fjöldi þeirra hér á landi aukist tölu- vertáliðnuári. Flutningar frá höfuðborgarsvæðinu Sé horft til einstakra landshluta er mest um flutninga til Austurlands eða rúmlega 115 á hverja þúsund íbúa. Athygli vekur að ef einungis er horft til innanlandsflutninga eru brottfluttir Austfirðingar fleiri en aðfluttir og þvf ljóst að aukning íbúafjölda á Austurlandi er fyrst og fremst tilkomin vegna erlendra ríkisborgara. Þá vekur einnig athygli að fleiri flytja frá höfuðborgarsvæðinu en til þess í innanlandsflutningum. Mestur tilflutningur innanlands var þó til landsvæða næst höfuðborgarsvæð- inu og þá einkum til Suðurnesja. Fleiri fslendingar fluttu frá höfuðborgar- svæðinu en til þess á síðasta ári. VIKUR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.