blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 26
26 I HEIMILI FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Fœr innblástur úr fornsögunum Virt bandarískt fagtímarit birti heilsíðugrein um íslenska púða með rúnaletri ogformum úr fornsögunum Sigrún Lára Shanko hefur vakið mikla athygli fyrir fallega silkipúða og veggteppi. Hróður hennar hefur einnig borist er- lendis og nýlega birtist heil- síðugrein um verk hennar í virtu bandarísku tímariti sem Sigrún viðurkennir auðmjúk að sé mikill heiður. Blaðamaður tók Sigrúnu tali og skoðaði falleg listaverk. Sigrún hand- málar alla púða og veggteppi með sérstakri tækni. ,Ég er með þannig liti að þeir lita silki- þráðinn en liggja ekki ofan á. Þetta er ioo% litun þannig að ég þarf að lita allt eftir á í gufu. Ég vil stundum að litirnir geti blandast saman og stundum ekki og það er því ákveðin tækni sem ég nota. Ég lita allt myndverkið i einu og lita- festi það svo í restina," segir Sigrún og bætir við að púðarnir og teppin séu úr silki. „Teppin eru með ull- arvatteringu og ég handsauma öll stóru teppin. Hvert teppi tekur mig um 4-6 vikur en púðarnir taka mig allajafna um viku og síðan fara þeir í saum.“ Steinristur í silki Þegar verk Sigrúnar eru skoðuð má sjá rúnaletur og form úr íslensku fornsögunum sem gefur verkum hennar óneitanlega skemmtilegan íslenskan stíl. „Síðustu fjögur ár hef ég lesið fornbækurnar okkar og ég vinn mikið teppin úr þeim. Eins nota ég töluvert af rúnaletri. Ég fékk áhuga á að nota fornsög- urnar því mér fannst formin og táknin svo falleg. Ég byrjaði á þessu í púðunum og ég kalla það steinristur í silki. Síðan fannst mér ég þurfa að gera stærri verk líka og þá þurfti ég að lesa mér til enda las ég fornsög- urnar síðast þegar ég var barn.“ í grásvörtu hrauni og grænum mosa Sigrún lærði silkilitun árið 1995 og hefur síðan verið að þjálfa sig og finna sinn eigin stíl. „Ég opnaði vinnustofu á Skólavörðustígnum árið 2004. Ég sel verkin mín úr vinnustofunni auk þess sem hægt er að nálgast þau á heimasíðunni en erlendir kaupendur nýta sér hana aðallega,“ segir Sigrún sem hefur fengið mjög góð viðbrögð við verkum sínum sem hún segir að sé Ekta verðverndardæmi ATIKA steypuhrærivél ATIKA Profi 145 S mk% rau sm I Laegra^ 'gSk ihIIniUM 3/lif o llll/fl LyUL/f / v Byggingavöruverslunin íÁrbænum Kletthálsi 7 • Slmi: 544-5470 • sala@murbudin.is ■ www.murbudin.is Sigrún Lira Shanko:„Ég fékk áhuga á að nota fornsögurnar því mér fannst formin og táknin svo falleg. mjög hvetjandi. „Surface Design Journal er fagtímarit sem hafði samband við mig og vildi fá mig í viðtal. Lausablaðamaður þeirra rölti hingað inn í búð til mín og vildi endi- lega taka viðtal við mig. Hún skrifar mikið um textíl og var mjög hrifin af verkum mínum. Þau gefa bara út íjögur blöð á ári og viðtalið var tekið í maí 2005 í New York. Ég lét mynda púðana út í hrauni og það kom mjög vel út, þessir miklu litir í grásvörtu hrauni og grænum mosa. Blaðið var að koma út núna í janúar og ég fékk umfjöllun á heilli blaðsíðu. Ég er mjög ánægð með þetta og þetta er þvílíkur heiður,“ segir Sigrún með stolt í röddinni. svanhvit@bladid.net Hvítt og svart vinsœlt Heimaflytur inn húsgögnfrá Spáni, Ítalíu ogfleiri löndum „Við erum með mikið úrval af borð- stofuhúsgögnum, sófasett, stóla og margt fleira," segir Jóhann Svavar, verslunarstjóri húsgagnaverslunar- innar Heima. „Borðstofuhúsgögnin eru mikið í ljósri og dökkri eik en svartur og hvítur eru vinsælir litir á sófum. Áklæði sófanna eru úr leðri, hör og grófri bómull en gróf áklæði eru vin- sæl núna. Línur sófanna eru beinar en mýkri linur eru að koma. Þá er vinsælt að fólk taki staka stóla í sterkum litum með sófunum.“ Jó- hann tekur dæmi um rauða og lime- litaða stóla sem eru keyptir með svörtum eða hvítum sófum til að lífga upp á heimilið. „Við flytjum inn húsgögn frá Spáni, Italíu, Frakklandi og Kína en erum líka með gjafavöru og borð- búnað sem kemur frá Frakklandi og Ítalíu. Verð stakra sófa er á bilinu 89-330 þúsund krónur en þessi vika er síðasta vika útsölunnar. Við fáum nýjar vörur á næstu vikum. Við erum einnig með mikið úrval sjónvarpsskenka en nú eru þeir hafðir lágir og langir,“ segir Jóhann sem segir skenkana 30-50 cm á hæð og allt að tvo metra á lengd. „Skenkarnir eru fínir fyrir þá sem eru með veggsjónvörp en þá eru þeir notaðir fyrir DVD spilara, afruglara og jafnvel geisladiska. Sumir skenkarnir eru með lokuðum skápum sem hægt er að setja tækin í. Sjón- varpsskenkarnir eru úr ljósri og dökkri eik og með hvítri háglans áferð." Jóhann segir að hvft háglans áferð sé mjög vinsæl núna og að í versl- uninni sé einnig hægt að fá kom- móður og veggskápa í þessum lit. „Kristalsljósakrónurnar eru líka mjög vinsælar hjá okkur en þær eru mikið teknar í borðstofur." hugrun@bladid.net 50% afsláttur/ 18% afsláttury 50% afsláttury 75% afsláttur/ 50% afsláttur/ XPER800 Ferðageislaspllar með utvarjJog 45 sek hristivörn hristivörn sónvarp/útvarp 50% ^afsláttur/ HS^sjonv&rp’ ? ' f TÍ7TÍ05- Nicam stereo og textavarp www.radio.is 25% afsláttun 60% afsláttur; 40%' afsláttun ARMULA38-SIMI 553 1133 Stálblandari með glerkönnu

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.