blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 blaöiö Hver tekur VÍð íslenska oid Trafford verður handboltalandsliðinu? áfram 01d Trafford Nú er það alveg á hreinu að Viggó Sigurðsson, sem hefur þjálfað lands- liðið í handknattleik með svo góðum árangri, verður ekki áfram landsliðs- þjálfari. Viggó sagði þetta í Morgun- blaðinu í gær og einnig í útvarpsþætt- inum Mín Skoðun á XFM í gær. „Þetta er mitt lokasvar. Ég er hættur", sagði Viggó í útvarps- viðtalinu. En hverjir gætu tekið við af Viggó? Margur þjálfarinn hefur verið nefndur til sögunnar og hér koma nokkur nöfn. Atli Hilmarsson er þjálfari FH. Atli hefur mikla reynslu af þjálfun og er fyrrum landsliðsmaður í hand- knattleik og atvinnumaður í Þýska- landi. Hann hefur þjálfað hér á landi sem og í Þýskalandi og hefur einu sinni stýrt liði til sigurs á íslands- mótinu en það var lið KA-manna. Atli hafði þetta að segja i gær um starfið þegar Blaðið hafði samband við hann. „Það hefur enginn talað við mig um þetta frá HSÍ og því hef ég ekkert um þetta að segja að svo stöddu", sagði Atli Hilmarsson. Geir Sveinsson fyrrum þjálfari Vals og fyrrum fyrirliði landsliðs- ins. Geir hefur ekki verið í þjálfara- stöðu síðasta árið en Geir “hefur ekki enn náð árangri” sem þjálfari eins og Viggó komst að orði i áður- nefndu útvarpsviðtali í gær. Geir hefur mikla reynslu af alþjóðlegum handbolta en hann lék um árabil í atvinnumennsku í Þýskalandi sem og í Frakklandi og á Spáni eða alls í ío ár. Geir þykir mjög líklegur til að taka við starfinu og einna lík- legastur af þeim sem nefndir eru. Blaðið hafði samband við Geir í gær og hann hafði þetta að segja. „Ég hef ekkert um sjálft landsliðsþjálfara- starfið að segja né hverju ég myndi svara ef mér yrði boðið starfið. Það hefur ekki verið rætt við mig af HSÍ- mönnum. Það er sem sagt þetta klassíska, þetta er tómt mál að tala um“, sagði Geir Sveinsson. Alfreð er enn inn í myndinni Júlíus Jónasson er þjálfari ÍR. Júlíus hefur mikla reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann var atvinnumaður í ío ár, þrjú ár í Frakklandi, 2 ár á Spáni, 2 ár í Þýskalandi og 3 ár í Sviss. Þá hefur Júlíus þjálfað ÍR síðastliðin 5 ár. Júlíus hafði eftirfar- andi að segja um landsliðsþjálfara- stöðuna þegar hann var inntur eftir því í gær. „Það hefur enginn talað við mig. Ég hef vissulega heyrt mitt nafn í þessu sambandi en meira er það ekki. Það er heiður að vera nefndur í þessu sambandi. Þetta eru nú bara vangaveltur enn sem komið er. Ég er ekkert að velta þessu fyrir mér“, sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR. Dagur Sigurðsson er þjálfari aust- urriska liðsins Bregenz sem er í lang efsta sæti deildarkeppninnar. Dagur er margreyndur í alþjóðlegum hand- bolta og hefur verið atvinnumaður i 10 ár. Hann hefur leikið í Þýskalandi, í Japan og í Austurríki þar sem hann er nú sem spilandi þjálfari. Dagur var fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára og hætti í landsliðinu á síðasta ári. „Ég vil mest lítið segja um það. Ég er með samning hérna úti við Breg- enz út næstu leiktíð en ég myndi skoða það alvarlega ef mér yrði boðin landsliðsþjálfarastaðan. Ég yrði að fá mig lausan héðan og hef reyndar ekki hugmynd um það hvernig það myndi ganga fyrir sig. HSÍ hefur ekki rætt við mig um þetta en ég hef heyrt að ég hafi verið nafngreindur”, sagði Dagur Sigurðs- son þjálfari Bregenz í Austurríki. Alfreð Gíslason fyrrum þjálfari Magdeburg í Þýskalandi. Alfreð býr í Þýskalandi og hefur gríðar- lega mikla þekkingu á alþjóðlegum handbolta. Hann stýrði Madgeburg til sigurs í þýsku deildinni og einnig í meistardeildinni í handbolta. Al- freð var nýlega rekinn frá Magde- burg þar sem hann var búinn að semja við Gummersbach en hann tekur við því liði vorið 2007 sam- kvæmt samningi. Alfreð hafði þetta að segja í gær þegar Blaðið hafði sam- band við hann um landsliðið. „Það er aðeins flóknara en það. Ég verð að viðurkenna að það yrði mikil áskorun að fata í leikina gegn Svíum. Til þess að þetta geti gengið upp þyrfti ég að ganga frá starfsloka- samningi við Magdeburg. Er mögu- leiki á að þetta geti gengið upp? Ef það yrði leitað til mín gæti ég ekki svarað fyrr en ég væri þá búinn að ræða við Magdeburg. Ég er ekki bú- inn að því“, sagði Alfreð Gíslason í samtali við Blaðið. Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United vísaði því á bug í gær að nafni heimavallar félagsins, Old Trafford, yrði breytt. Nokkuð hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að Og Vodafone ákvað að endurnýja ekki styrktar- samning við United að næsti styrkt- araðili vildi fá nafn sitt á heimavöll fé- lagsins. Slíkt þekkist á þó nokkrum völlum og má í því sambandi nefna næsta heimavöll Arsenal sem ber heitið Emirates-stadium. Breska slúðurblaðið The Sun full- yrti að næsti styrktaraðili hjá félag- inu myndi ekki einungis fá nafn sitt framan á treyjur leikmanna heldur Egypski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, Ahmed Mido, var í gær rek- inn heim frá Afríkukeppninni sem nú stendur sem hæst. Mido, sem er leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, var mjög ósáttur með að vera skipt útaf í leik Egyptalands og Senegal í undanúrslitum keppninnar en það voru um tíu minútur eftir af leiknum þegar skiptingin fór fram. Mido brást þá mjög illa við og hellti sér yfir landsliðsþjálfarann, Hassan Shehata, og þetta gekk svo langt að það varð að skilja þá að. Sá sem kom inná fyrir Mido heitir Amr Zaki og sá náungi gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið sem fleytti Egyptum í úrslitaleikinn gegn Fílabeinsströndinni. Hassan Shehata þjálfari og eg- ypska knattspyrnusambandið ákvaðu síðan í gær að vísa Mido út úr landsliðshópnum og settu hann í sex mánaða bann með landsliðinu. Mido bað í gær áhangendur egypska liðsins afsökunar en hann sagðist ekki sjá eftir að hafa sagt sína mein- ingu við Shehata þjálfara. „Ég var að leika vel og ef ég hefði verið áfram einnig á heimavöll Manchester Un- ited. Stjórn United tók af öll tvímæli um þetta í gær og sagði í samtali við BBC að fréttin hjá The Sun væri al- ger tilbúningur og að þetta stæði alls ekki til. Nafn heimavallar United yrði áfram sem fyrr, Old Trafford. Hassan Shehata, þjálfari Egyptalands, var mjög ósáttur með framkomu Mido inná, þá hefði ég skorað mark“, sagði Mido við fréttamenn. Þetta er mikið áfall fyrir egypska liðið en Mido er aðalstjarna liðsins. Hann verður því ekki með liðinu sem mætir Fílabeinsströndinni í úr- slitum á morgun. Martin Jol framkvæmdastjóri Tottenham brosir væntanlega og getur teflt Mido fram í leik Totten- ham gegn Sunderland á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni. ,Lokasvar: Ég er hættur" segir Viggó Sigurðsson.j miÖ/Steinar Hugi Mido rekinn heim Löður n c X' % 0) avörur etra verði IB ehf. Selfossi. Þjónusta & ábyrgð S. 480 8080 www.ib.is Vtó hjálpucm, þér að drflLtmabíLíiAsiAs C QtQv^uvu IB ehfTselfossi T^eílfZ^ðu ut verðíð á www.cdrusa.is Kíkið á www.sportnet.is Verslun okkar að Funalind 2, Kópavogi beygt inn Fitjalind)

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.