blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 23
blaðið FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 VIÐTAL I 23 99............................................................ Sumir hafa furðað sig á því að ég skuli lifa og hrærast í karlaheimi, svona faglega séð. Slíkt tal snertir mig ekki. Ég hefhvorki komist áfram í starfi né verið hindruð á framabraut vegna kynferðis míns." líka skelfilegt fyrir saklausan mann að mannorðið sé haft af honum í fjöl- miðli áður en hann hefur fengið færi á að verja sig fyrir dómi. Fréttin lifir óháð því hvað gerist í framhaldinu. Meðal annars þess vegna hafa fjöl- miðlar mikil áhrif og völd og þeir mega ekki umgangast þá ábyrgð eins og hún sé léttvæg.“ Hvað finnst þér utn myndbirt- ingar Jyllands Posten af spámönn- unum? Er hœgt að gera hvað sem er í nafni tjáningarfrelsis eins og til dœmis það að lítilsvirða annan menningarheim? „Það er sjálfsagt að sýna öðrum menningarheimum kurteisi og virð- ingu en að sama skapi finnst mér mikilvægt að virða tjáningarfrelsið. Það er reyndar ekki svo langt síðan að hér á Islandi féll dómur fyrir guð- last í hinu fræga Spegilsmáli. Það eru ekki nema tveir áratugir eða svo. í þessu tilviki finnst mér tján- ingarfrelsið hafa vinninginn. Þarna takast á tveir heimar, hinn vestræni heimur sem virðir tjáningarfrelsið og hefur það í heiðri, sem er að mínu viti rétt að gera. Síðan höfum við Ar- abaheiminn þar sem önnur gildi eru höfð í heiðri. Arabaheimurinn á ekki rétt á því að við Vesturlanda- búar breytum okkar gildum þegar kemur að tjáningarfrelsinu en að sama skapi finnst mér hræsni að fordæma múslima fyrir að láta í sér heyra meðan Vesturlönd þröngva „frelsi“ upp á Irak með því að ráð- ast inn í landið. Við viljum ekki að önnur gildi séu neydd upp á okkur. Að sama skapi þurfum við að staldra við og íhuga hvort rétt sé að þvinga okkar gildum upp á Arabaheiminn með innrásum hér og þar. Ég vil þó bæta við að mér finnst að for- dæma eigi morðhótanir og ofbeldi sem hefur risið í kjölfarið á þessum myndbirtingum. Eg held hins vegar ekki endilega að slík hegðun sé ein- skorðuð við einhver ákveðin trúar- brögð. Ég er alltaf mótfallin morð- hótunum og ofbeldi, sama hver viðhefur slíkt og hvers vegna.“ Lærði af þeim allra bestu Þú hefur tekið að þér mál ungra foreldra vegna lceknamistaka. Er það ekki erfitt tilfinningalega? „Ég hef oft séð sorg í starfi mínu. Ég þyrfti að vera vélmenni til að vera algjörlega ósnert af sorg ann- arra. Auðvitað snertir hún mig.“ Hvað gerirðu þá? „Þetta er erfið spurning. Ég geri í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hef ör- ugglega myndað skráp en ég held að það hafi ekki gerst meðvitað." Þú starfar með Ragnari Aðalsteins- syni sem er einn helsti mannrétt- indafrömuður í lögfrœðingastétt. Það hljóta að vera forréttindi að fá að starfa með honum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Ragn- ari sem er einstakur maður. Ég hef verið heppin í störfum mínum með lögmönnum, hef bæði unnið hjá Sig- urði G. Guðjónssyni og Ragnari Að- alsteinssyni sem eru þeir tveir bestu í bransanum. Ég hefði ekki getað verið heppnari með lærifeður. Ég lærði af þeim allra bestu.“ Eru stjórnvöld að sinna mannrétt- indamálum nógu vel? „Tilfinning mín er sú að á undan- förnum árum hafi í auknum mæli verið brotið gegn stjórnarskrá og mannréttindum. Þegar ráðamenn verða uppvísir að slíkum brotum þá svara þeir fullum hálsi og sýna ekki vott af iðrun. Mér finnst þetta lýsa virðingarleysi. Ráðamenn eiga að bera virðingu fýrir lögunum og gera sér grein fyrir því að lögin gilda einnig um þá og að það skiptir máli að þeir fari eftir þeim. Á seinni árum finnst mér við æ oftar sjá um- deild lagafrumvörp keyrð í gegn um þingið á mjög naumum meirihluta og í miklum flýti. Það hefur gerst of oft að mínu viti að sett lög, sem þannig eru keyrð í gegn, eða athafnir stjórnvalda standast ekki stjórnar- skrá að mati Hæstaréttar. Það þarf að vanda til verka, bæði í lagasetn- ingu og eins í stjórnsýslunni.“ Afhverju gerist þetta? „Ég held að þegar menn hafa verið lengi við völd þá fari þeir að hugsa öðruvísi en áður. Þá bera þeir ekki sömu virðingu fyrir gildandi reglum og þeir gerðu og telja sig geta breytt þeim ef reglurnar henta þeim ekki. Sennilega er þetta hluti af mannlegu eðli en þetta er ekki góð þróun. Eg tek sem dæmi að í kjölfar þess að forseti hafnaði að samþykkja fjöl- miðlafrumvarpið þá fóru allt í einu að heyrast raddir stjórnmálamanna sem vilja afnema þennan rétt for- setans. Jafnréttislögin voru kölluð „barn síns tíma“ í kjölfar þess að ráð- herra var talinn með ráðningu hafa brotið gegn þeim. Og áfram mætti lengi telja.“ Heldurðu að almenningur sé með- vitaður um þessa þróun? „Við höfum of oft látið of mikið yfir okkur ganga af hendi ráðamanna. Nú er eins og þjóðin sé að vakna til meðvitundar um þetta og menn hafa ítrekað safnast saman til að mót- mæla ákvörðunum stjórnvalda. Það er jákvætt og til marks um breytta vitund að íslendingar eru í auknum mæli farnir að láta í sér heyra þegar þeim er misboðið. Mér finnst til að mynda mjög jákvætt að sjá vitundar- vakningu í umhverfismálum.“ Ertu vinstri sinnuð? „Ég er hvorki hægri sinnuð né vinstri sinnuð. Ég er eins lítið pólit- ískt sinnuð og hægt er að vera. Ég hef skoðanir og hugsjónir en það er ekki hægt að greina þær samkvæmt pólit- iskum flokkslínum. Kannski vegna þess að það skiptir mig mestu máli að vera trú hugsjónum mínum.“ Er það ekkifullt starfað vera trúr hugsjónum sínum? „Eg held að það sé miklu frekar fullt starf fyrir eina manneskju að stimpla sig inn í stjórnmálaflokk og vinna síðan í því að vera sammála öllu því sem flokksforystan segir henni að vera sammála. Það held ég að kalli eftir enn meiri vinnu. Vinnu við að sannfæra sjálfan sig um hluti sem maður er ekki endilega sam- mála í hjartanu en telur að maður eigi að vera sammála vegna þess að flokkurinn krefst þess af manni.“ Rík manneskja Ég get ímyndað mér að þú sért í ágœtlega launuðu starfi. Skipta peningar þig máli? „Auðvitað skipta tekjur og pen- ingar máli því maður þarf peninga til að geta lifað. En það er svo margt í lífinu sem skiptir mig meira máli. Mér finnst ég vera mjög rík mann- eskja vegna þess að ég á góða fjöl- skyldu sem skiptir mig öllu máíi í heiminum. Sérðu fyrir þér að framtíð þín muni snúast um lögmennsku? „Já. Þetta er skemmtilegt starf og ég er ánægð. Ég hef verið heppin og verið treyst fyrir málum sem hafa verið einstaklega gefandi. Ég vona að ég fái áfram tækifæri til þess. Ég sé ekkert annað fyrir mér en að halda áfram í lögmennskunni. Mig langar hins vegar í framhaldsnám erlendis en það er nokkuð sem tekur fljótt af og svo sný ég aftur." Þú segist ekki vera flokkspólitísk en ertu femínisti? „Ég trúi á einstaklinginn. Sumir hafa furðað sig á því að ég skuli lifa og hrærast í karlaheimi, svona faglega séð. Slíkt tal snertir mig ekki. Ég hef hvorki komist áfram í starfi né verið hindruð á framabraut vegna kynferðis míns. Ef einstak- lingurinn stendur sig vel þá skiptir engu í mínum huga hvort hann er karl eða kona. Ég trúi því að ég lifi í þjóðfélagi þar sem það sama gildir um mig. Ég vil að fólk dæmi mig eftir verkum mínum en ekki eftir kynferði og ég hef aldrei orðið vör við annað en að það séu verk mín sem tali en ekki kynferðið." kolbrun@bladid.net Salsu með Heiðari Þetta er fríði hópurinn sem hjálpar Heiðari við Salsakennslu í Havana Það dansa allir á Kúbu og aldurinn skiptir ekki máli. Kennarar á námskeiðinu verða: Heiðar Ástvaldsson Harpa Pálsdóttir Erla Haraldsdóttir en þau hafa öll oftar en einu sinni verið á námskeiðum á Kúbu og meðal annars á Listaháskólanum í Havana. Juan Alberto Borges frá Kúbu Kúbufarar sérstaklega velkomnir á sérstakt Kúbufaranámskeið, þar sem við förum yfir öll sporin, sem við lærðum í Havana og bætum við eftir þörfum. Þetta eru Erla Haraldsdóttir og Harpa Pálsdóttir ásamt hinum frábæra og fræga Salsakennara Erodys sem tók þær og Heiðar í nokkra einkatíma Farþegar í ferðum Úrval Útsýn og Plúsferða 27. mars og 3. apríl til Kúpu komast í "Salsa með Heiðari", þar sem aðalkennarinn verður Ariel prófessor í "Afro Cuban" dönsum við Háskólann í Havana. LKennslan hefst fimmtudaginn 2. mars. mmmmmmmmammmm Kennum einnig samkvæmisdansa fyrir börn, unglinga, fullorðna og keppnisfólk. • Freestyle, Hip Hop • Konusalsa byrjendur og framhald • Námskeið í Salsa fyrir pör og einstaklinga • Salsa fyrir unglinga Innritun daglega í síma 551 3129 kl. 20 til 22 Heiðar sími 896 0607 E-mail: heidarast@visir.is ÐANSSKÓtlj Reykjavík ASTVAtOS Mosfellsbæ

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.