blaðið - 09.02.2006, Page 8

blaðið - 09.02.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 blaðiö Tólf ára fangelsi fyrir árás á samkynhneigða Strangtrúaður gyðingur sem særði þrjá þátttakendur í gleðigöngu samkynhneigðra (Gay Pride) í Jerú- salem í fyrrasumar var dæmdur til 12 ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps í gær. Ishai Schlus- sel sagði við lögreglu að Guð hefði falið honum að koma í veg fyrir „þá viðurstyggð að hommar og lesbíur gengju í gegnum hina heilögu borg.“ Dómari við héraðsdómstól í Jerúsalem sagði í úrskurði sínum að Schlussel væri öfgamaður og að hann hefði gert sér grein fyrir því að hann myndi þurfa að gjalda fyrir glæpinn þegar hann gerði árásina. Borgaryfirvöld í Jerúsalem reyndu að banna gönguna af ótta við að hún myndi leiða til ofbeldis en Hæstiréttur Israels kom í veg fyrir það. Jerúsalem er heilög borg í augum múslíma, kristinna og gyðinga. Þúsundir tóku þátt í göng- unni um miðborg Jerúsalem í júní á síðasta ári og komu andstæðingar hennar upp borða við veg til borg- arinnar sem á var letrað „Velkomin til Sódómu “ Talsmaður skipuleggjenda göng- unnar sagði að dómurinn væri sigur fyrir þá sem væru hlynntir tjáning- arfrelsi og að samkynhneigðir í Jersúsalem nytu jafnréttis. Múslimar um heim allan hafa gripið til ýmissa leiða til að mótmæla birtingu umdeildra skopmynda af Múhameð spámanni. Sumir brenna danskar vörur á götum úti en aðrir láta reiði sína bitna á dönskum vefsfðum. Súperform á fjórum vikum Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, fþróttafræSingi, er hannað til aS koma þér af stað á mjög árangursrikan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu eftir jólin. Ef þú vilt: ■ Léttast ■ Styrkjast * Efla ónæmiskerfið ■ Bæta meltinguna ■ Hormóna jafnvægið ■ Andlega vellíðan * Auka minni og einbeifinguna ■ Auka orkuna ■ Komast i form ■ Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum i malarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm h'mar í viku - Brennsla, styrking og liðleiki ■ Takmarkaður fjöldi * Vikulegar mælingar ■ Eigið prógramm i tækjasal ■ Persónuleg næringarráðgjöf ■ Ráðgjöf við matarinnkaup ■ Fræðsla og eftirfylgni - 2 fyrirlestrar ■ Slökun og herðanudd i pottum að æfingu lokinni ■ Hollustudrykkur eftir hverja æfingu ■ Karlar kl. 7.30 ■ Konur kl. 6.30, 10.00, 16.30 eða 18.30 Nýtt námskeið hefst 13. febrúar nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu - athugið síðast komust færri að en vildu. Tölvuþrjótar ráöast á danskar vefsíður Tölvuþrjótar úr röðum múslíma hafa látið reiði sína vegna myndbirt- inga af Múhameð spámanni bitna á um íooo dönskum vefsíðum á und- anförnum dögum. Yfirleitt skipta þrjótarnir síðunum út fyrir islömsk slagorð og fordæma myndbirting- arnar. Sumir skilja aðeins eftir hóf- stillt skilaboð en margir hvetja til þess að brugðist verði harkalega við. Samtökin Zone-H sem fylgjast með starfsemi tölvuþrjóta sögðu að jafnt einstaklingar sem hópar tölvuþrjóta stæðu að baki árásunum. „Við höfum aldrei séð svo margar árásir sem eru gerðar í pólitískum tilgangi á svo stuttu tímabili," sagði Roberto Preatoni, stofnandi og stjórnandi Zone-H. „Það sem er ótrúlegt varðandi danska málið er hversu hratt samfélag tölvuþrjóta hefur sameinast um aðgerðir," bætti hann við. Samantekin ráð tölvuþrjóta Preatoni sagði að eftirlit með spjall- rásum tölvuþrjóta hefði leitt í ljós að tölvuþrjótar og samtök þeirra hefðu tekið sig saman til að aðgerðirnar yrðu enn skilvirkari. Vitað er til þess að samtök í Tyrklandi, Sádí-Ar- abíu, Óman og Indónesíu hafi staðið að árásunum. Mörg samtökin voru vel þekkt fyrir en Preatoni sagði einnig að nokkrar nýjar hefðu komið fram eftir að árásirnar hófust. Gamall tölvuþrjótur sem sestur var í helgan stein tók meira segja til við fyrri iðju á ný til þess að láta í ljósi skoðanir sínar á birtingu skopmyndanna umdeildu. Kinverjar skera upp herör gegn reykingum Yfirvöld í Kína hyggjast ekki veita nýjum tóbaksverksmiðjum starfs- leyfi og munu herða eftirlit með þeim sem nú þegar starfa og auka álögur á starfsgreinina. Með aðgerð- unum viljaþau leggja sitt af mörkum til að draga úr reykingum í landinu en þær eru vaxandi vandamál. Um 320 milljónir landsmanna reykja og 1,2 milljónir láta lífið af völdum reyk- inga á ári hverju. Hvergi í heiminum er jafnmikið framleitt af vindlingum og í Kína og eru þeir óviða jafnódýrir og þar. Alþjóðleg tóbaksfyrirtæki hafa rennt hýru auga til kínverska mark- aðarins og í desember á síðasta ári undirritaði bandaríski tóbaksrisinn Philip Morris samstarfssamning við ríkisrekið tóbaksfyrirtæki um fram- leiðslu vindlinga í Kína. Ekki er ljóst hvaða áhrif þessi nýja stefna stjórn- valda mun hafa á samninginn. Reykingar hafa aukist í Kína á undanförn- um árum og nú vilja yfirvöld skera upp herör gegn þessum ósið sem leggur 1,2 milljónir landsmanna að velli á ári hverju. r Vaxtalaus greiöslukjör í allt aö 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga í bláu húsunum við Faxafen Sími:568 1800

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.