blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 16
16 I PYRIR KONUR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 blaöiö Útlitið er ekki allt Það er ekki sá blettur á kvenlík- amanum sem ekki er búið að skilgreina eftir kúnstarinnar reglum með því markmiðið að hann gleðji augað: Hár, augu, nef, kinnar, eyru, varir, haka, háls, brjóst, magi, rass, læri, kálfar, tær... Ekkert sleppur! Það eru til sérhæfð krem, tæki og tól, snyrti- vörur og jafnvel lýtaaðgerðir fyrir hvern einasta blett kvenlíkamans. Ekkert er óhult. Hár mega vera hér en ekki þarna, þetta á að vera stórt en hitt lítið, allt á alltaf að vera mjúkt og vellyktandi en fáir hugsa út í að vitaskuld þarf að hafa fyrir þessu öllu. Þú þarft ekkert að taka þátt í þess- ari vitleysu. í nútímasamfélagi þar sem allt gengur meira eða minna út á sölumennsku er nauðsynlegt að fólk dragi mörk og ákveði hvar það ætlar að láta gott heita. Það er ekki nokkur leið að ætla sér að taka þátt í eða fylgjast með öllu sem gerist í útlitsheimum og þú verður ekkert betur sett með því. Vissulega er það nauðsynlegt geðheilsunni að lifa í sátt við sjálfa sig en sú sátt fæst ekki keypt með kremum og nýjum snyrtivörum. Opið til kl 16 á laugardaginn www.stilistinn.is aa stilistinn Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121 Ekki eltast við tískuna Tískan getur verið leiðinda- skepna sem erfitt er að eltast við. Hún tekur stöðugum breyt- ingum og það er alls ekkert víst að það sem er í tísku þessa dagana komi vel út þegar þú smellir þér í það. Allar fáum við úthlutað genum frá forfeðrum okkar og þessi gen ákvarða m.a. útlitið. Þegar þröngar gallabuxur koma allt í einu í tísku er ekkert víst að þær fari þér vel frekar en ömmu þinni. Kannski ertu með mjúkan mallakút sem reynir enda- laust að steypa sér fram yfir buxna- strenginn og það er ekki smart. Er það nokkuð? M wfe .. 2Hver ert þú? Reyndu að klæðast fötum sem draga fram kosti þína. Allar konur hafa eitthvað við sig sem þær eru sáttar við og því um að gera að draga athyglina að því en ekki að hinu sem maður vill síður að sé áberandi. Til að komast að því hvað fer þér best má leita ráða hjá konum sem eru sérhæfðar á þessu sviði eða skoða bækur um þessi mál. Til dæmis bókina Hverju á ekki að klœðast en þar kenna skutl- urnar Trinny og Susannah konum á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum hvernig best er að klæða sig út frá því hvernig líkaminn var skapaður. 3Veldu klassík Þegar þú ert búin að kom- ast að því hvað fer þér vel skaltu gera þér far um að kaupa föt sem eru vönduð, úr góðum efnum og óháð tískustraumum. Möguleik- arnir eru óendanlegir vegna þess að sumt hættir hreinlega aldrei að þykja fínt. Albert Einstein átti til dæmis bara tvenn jakkaföt. Þegar önnur voru í hreinsun þá fór hann í hin og þurfti hreinlega ekkert að spá í þessi mál. Enda hafði Einstein tíma til að spá í afstæðiskenninguna og hvernig hefði hann átt að gera það ef hann hefði alltaf verið að hugsa um í hvaða bol hann ætti að fara? Ekki hafa þig á heilanum Flest erum við rosalega sjálfmiðuð. Þó að þú hafir áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig máttu vera viss um að fólk er ekki að velta sér upp úr útlits- göllum þínum daginn út og inn. Það situr enginn með hönd undir kinn og pælir í því hvað þú ert með svera kálfa. Þú getur verið alveg viss um það. 511ir eru óöruggir Óöryggi er hluti af mann- legu eðli. Sumir halda því fram að óöryggi hafi verið ástæða þess að við „sköpuðum Guð“, svona til að passa upp á okkur. Sama hversu falleg fyrirsætan er þá máttu vera viss um að hún er með einhverja „komplexa“. Því fyrr sem þessi staðreynd er tekin í sátt þvi betra. Við erum öll á sama skipinu og ef óöryggið er sett á vogarskál- arnar þá eru sætustu stelpurnar oftar en ekki óöruggastar. CAFIADESSO 2. hæð í Smáralind v/Vetrargarðinn SALAT hollt og gott í hádeginu komdu og smakkaðu! opið virka daga 10.00-19.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 Sími 544 2332 www.adesso.is 6Demantar eru eilífir, ekki þú— Öll eigum við eftir að krumpast eins og þæfðar peysur í þurrkara eftir því sem árin færast yfir. Þetta er algerlega óumflýjan- legt lögmál, sama hvað allar lýta- aðgerðir og töfralausnir tauta og raula. Sumt fólk reynir að sporna við þessu með því að fara í andlits- lyftingu, en það gerir ástandið ekk- ert betra. Þá er krumpaða húðin bara strekkt aftur og þannig ertu komin með krumpaða, strekkta húð sem er í hæsta máta óeðlilegt. Ekki stressa þig yfir því að þú munt eldast. Það er eins og að reyna að flýja eigin skugga. Ómögulegt. Hreyfðu þig Þessi orð hljóma eflaust eins og gatslitin, rispuð plata í eyrum margra, en málið er bara það að við verðum einfaldlega að hreyfa okkur. Eitt sinn þótti það hvíld að fá að sitja allan daginn. Munaður sem fáum veittist öðrum en fógetum og bankastjórum. Hinir þurftu að vera á stanslausu iði dag- inn út og inn. Svo var borðað eftir klukkunni en ekki tilfinningu. Svona er þetta einfaldlega ekki lengur og þess vegna verðum við bara að hreyfa okkur. Hreyfing skapar vellíðan á svo margan hátt og það að útlitið batni er aukaatriði miðað við þau góðu áhrif sem það hefur á innri manninn að hreyfa sig. Ef þú hreyfir þig þá verður þú ósjálfrátt sáttari við sjálfa þig og þar með hugsarðu minna um út- litið og meira um eitthvað annað. 8Taktu til í fataskápnum Eftir að þú ert búin að eign- ast föt sem þú getur verið viss um að fari þér vel skaltu losa fataskápinn við óþarfa spjarir sem taka bara pláss, og orku þér. Gefðu þetta í R a u ð a krossinn og sláðu tvær flugur í einu Þú verður bæði sæt - og góð!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.