blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 09.02.2006, Blaðsíða 32
32 I MENNING FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 blaöiö íslensk hljómsveitarverk á Myrkum músíkdögum Nemendurfá tœkifœri til að spreyta sig með Sinfóníuhljómsveitinni á hljómleikum í Háskólabíói. íl/ ^ Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og fagnar því 26 ára afmæli sínu á þessu ári. Hátíðin er tileinkuð nýrri íslenskri tónlist og eru tugir íslenskra tónverka frumflutt þar hverju sinni. Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á Myrkum músík- dögum hefur í gegnum tíðina skap- ast mikilvægur vettvangur fyrir nýja íslenska hljómsveitartónlist. Að þessu sinni eru það þeir Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Þorkell Sig- urbjörnsson, Eiríkur Árni Sigtryggs- son og Þorsteinn Hauksson sem eiga verk á tónleikunum sem verða'í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar. Laugardaginn 11. febrúar kl 17.00 er svo komið að árlegum tónleikum þegar ungir nemendur úr íslenskum Ungir nemendur úr íslenskum tónlistar- skólum leika með Sinfóníuhljómsveit islands næstkomandi laugardag. tónlistarskólum spreyta sig með Sin- fóníuhljómsveitinni. Að þessu sinni eru nemendurnir fjórir og koma úr Listaháskóla íslands og Tónlistar- skóla Reykjavíkur. Fjöldi nemenda tekur þátt í forkeppni og þeir sem þykja skara fram úr býðst þetta einstaka tækifæri. Á tónleikunum mun Jóhann Nardeu úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík leika tromp- etkonsert eftir Johann Nepomuk Hummel. Aðrir nemendur koma úr Listaháskólanum en það eru þau Gunnhildur Daðadóttir sem mun leika fiðlukonsert eftir Alexander Glazunov, Júlía Mogensen sem leika mun sellókonsert eftir Camille Sa- int-Sáens og Guðný Jónasdóttir sem leikur sellókonsert eftir Edward Elgar. I tilefni af þessum „íslensku dögum“ býður Sinfóníuhljómsveitin tónleikagestum sérstakt tvennutil- boð, það er að fá miða á báða tónleik- ana á verði eins. Menningarleg samsömun Pallborðsumrœður í Listaháskólanum Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- hstar, Listasafnið á Akureyri og myndhstardeild Listaháskóla lslands bjóða til pallborðsumræðna í Listahá- skólanum i dag, fimmtudag kl 17-19. Yfirskriíf umræðnanna er menningar- leg samsömun í hnattvæddum heimi. Þátttakendur eru rithöfundurinn Sjón og Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, auk erlendu gestanna November Paynter sem starfar við Platform Garanti í Istan- bul og Sergio Edelsztein við Center for Contemporary Art í Tel Aviv. Umræðum stjórna Christian Schoen, forstöðumaður Kynningar- miðstöðvar íslenskrar myndhstar, og Hannes Sigurðsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Pahborðsumræðurnar marka fýrstu skrefin í samstarfi hstamanna frá íslandi, Israel, Sviss og Tyrklandi. Listamenn frá þessum löndum munu halda samræðunum áfram með röð sýninga undir titlinum Heimþrá/Homesick. Fyrsta sýningin í röðinni verður opnuð í Listasafn- inu á Akureyri í maí næstkomandi. Samfélagslegar breytingar Undanfarna áratugi hafa orðið miklar samfélagslegar breytingar í heiminum. Þær má glöggt sjá i efna- hagsmálum, menntun, listum og félagslegum gildum. Alþjóðleg við- skipti og óheft samskipti milli landa hafa aukið þátttöku og mikilvægi svo- kallaðra jaðarsvæða í Evrópu. Sá stöð- ugleiki sem áður virtist fyrir hendi riðar nú til falls vegna stigvaxandi ögrandi áhrifa frá öðrum menning- arsvæðum sem eykur þörfina á að skilgreina menningu hvers svæðis. Hversu mikilvæg er menning- arleg sjálfsmynd og samsömun í nútímaþjóðfélagi? Hvaða hlutverki gegna mannkynssaga, tungumál og listir í hnattvæddum heimi og hvað getur hstin lagt til málanna? Jaðarþjóðir ESB Þessar spurningar eiga ekki einungis við okkur Islendinga sem búum við sérstakar landfræðilegar og menn- ingarlegar aðstæður. Þetta er ekki síður mikilvægt málefni fyrir jaðar- þjóðir Evrópusambandsins, s.s. ísra- ela, Tyrki og fleiri. Við pallborðið verður leitast við að svara þessum spurningum og skoða hlutverk lista og menningarstarfsemi í síbreyti- legum heimi. Pallborðsumræðurnar eru sam- vinnuverkefni Kynningarmiðstöðar íslenskrar myndhstar - CIA.IS, Listasafnsins á Akureyri og mynd- listadeildar Listaháskóla Islands. Þórhallur Heimisson. I haust sendir hann frá sér bók um hjónabandið. BlaÖiÖ/Steinar Hugi Þórhallur Heimisson skrifar bók um hjónaband og sambúð JPV útgáfa og sr. Þórhallur Heim- isson hafa gengið frá útgáfusamn- ingi um bók byggða á hjónabands- námskeiðum sr. Þórhalls. Frá árinu 1996 hefur sr. Þórhallur Heimisson haldið hjóna- og para- námskeið undir heitinu Jákvœtt námskeið um hjónaband og sam- búð. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og á þessu vori munu um 3700 pör hafa tekið þátt í þeim. Nám- skeiðin hafa verið haldin um allt land og í Noregi, en þau fara reglu- lega fram í Hafnarfjarðarkirkju. Á námskeiðunum er fjallað um sam- búðina og hjónabandið, hvernig hægt er að styrkja það og gera gott betra og hvaða leiðir er hægt að fara til að viðhalda ástinni og gleðinni í sambandinu. Einnig er fjallað um fjármálfjölskyldunnar.framhjáhald, börnin, kynlífið og margt fleira. Vegna mikillar aðsóknar hefur reynst erfitt að koma öllum að sem vilja sækja námskeiðin. Því hafa sr. Þórhallur og JPV útgáfa gengið frá samningi um gerð bókar sem byggir á námskeiðunum. Vinnuheiti bókar- innar er 10 leiðir til að viðhalda ást- inni og hamingjunni í hjónabandi. I hverjum kafla er tekin fyrir ein leið til að styrkja og efla einstaklinginn, fjölskylduna og sambúðina. Köfl- unum fylgja verkefni og sögur frá námskeiðunum sem pör geta notað til að vinna áfram að því að styrkja hjónaband sitt og sambúð, til að að viðhalda ástinni og hamingjunni í hjónabandi. Bókin kemur út í haust. 109 SU DOKU talnaþrautir Sjón. Verður meðal þátttakenda I pallborðsumræðum í Listaháskólans þar sem meðal annars er fjallað um menningarlega sjálfsmynd og samsömun I nútfmaþjóðfélagi. Lausn siðustu gátu 6 2 7 1 5 8 4 9 3 1 3 8 6 4 9 7 2 5 4 9 5 7 2 3 1 8 6 3 6 4 8 1 5 9 7 2 2 5 9 4 7 6 8 3 1 8 7 1 3 9 2 5 6 4 5 4 3 9 6 7 2 1 8 7 1 6 2 8 4 3 5 9 9 8 2 5 3 1 6 4 7 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig aö hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 5 2 6 7 3 1 1 7 4 2 3 2 5 1 3 7 6 5 1 9 8 1 5 7 8 7 5 4 6 1 4 8 5 3 2

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.