blaðið - 11.02.2006, Side 12
12 I FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Viðbrögð múslíma við birtingu
skopmynda langt í frá einsleit
Viðbrögð múslíma við
umdeildum birtingum
skopmynda af Múhameð
spámanni hafa verið misjöfn
þó að heldur einsieit mynd
hafi verið dregið af þeim á
undanförnum dögum. Mikið
hefur farið fyrir fréttum af
árásum á sendiráð norrænna
þjóða og ofbeldisfullum
mótmælum þar sem fánar
hafa verið brenndir og slagorð
hrópuð gegn Evrópuríkjum.
Því fer þó fjarri að þær fréttir
endurspegli almenn viðhorf
múslíma til málsins. Margir
múslímar, ekki síst trúarleiðtogar
og stjórnmálamenn hafa sakað
mótmælendur um að bregðast of
harkalega við og vara við því að
öfgamenn notfæri sér ástandið til
að ala á hatri gegn vesturlöndum.
Margir múslímar segja trúbræður
sína beinlínis gera úlfalda úr
mýflugu vegna myndbirtinganna og
sumir hafa jafnvel birt myndirnar á
vefsíðum sínum eða sett upp tengla
á þær. Nokkur dagblöð og tímarit í
ríkjum múslíma hafa meira að segja
gengið svo langt að birta myndirnar
sjálf. Dagblaðið El Fagr í Egyptalandi
birti þegar um miðjan október á
síðasta ári 6 af þeim 12 skopmyndum
sem Jótlandspósturinn birti án þess
að það vekti viðbrögð landsmanna.
f Evrópu hafa sumir múslímar
stutt birtingu myndanna á þeim
forsendum að trúbræður þeirra
geti sjálfir tekið afstöðu til þeirra.
Ennfremur fagna þeir þeirri
umræðu sem teiknimyndirnar hafi
vakið upp meðal annars um aðlögun
þeirra að vestrænu samfélagi og
togstreitu ólíkra gilda.
Viðbrögð stjórnvalda varfærnisleg
Ríkisstjórnir á vesturlöndum hafa
brugðist varfærnislega við málinu
enda er þeim í mun að koma í veg fyrir
að því verði stillt upp sem „átökum
menningarheima“. Líkt og leiðtogar
múslímaríkja óttast þær að róttækir
múslímar notfæri sér það til að afla
málstað sínum stuðnings eða hvetja
til ofbeldis gegn vesturlöndum.
Um leið hafa þær veigrað sér við
að fordæma myndbirtingarnar þar
sem slíkt mætti túlka sem aðför
að tjáningarfrelsinu sem er eitt af
grundvallargildum vestrænnar
menningar.
Tariq Ramadan, múslími og
prófessor við St. Antony’s College á
Bretlandi, er einn þeirra sem heldur
því fram að múslímar hafi brugðist
of hart við og að öfgamenn kyndi
undir þeirri hugmynd að um átök
menningarheima sé að ræða. Hileh
Avshar, prófessor í stjórnmálafræði
og kvennafræðum við New York
háskóla, er á öndverðri skoðun.
„Maður getur ekki ætlast til þess að
múslímar hegði sér nákvæmlega
eins og vesturlandabúar. Ef
múslímum finnst það ganga í
berhögg við trú sína að gera myndir
af spámanninum þá á að virða þá
skoðun,“ sagði hún í sjónvarpsþætti í
Breska ríkissjónvarpinu um síðustu
helgi.
Danskir múslímar felmtri slegnir
f Danmörku þar sem deilan á
upptök sín eru hófsamir múslímar
upp til hópa felmtri slegnir vegna
þess ofbeldis og dauðsfalla sem hún
hefur leitt til víða um heim. Rabih
Azad-Ahmad sem er í forsæti fyrir
Fjölmenningarsamtök Danmerkur
telur að deilan sé orðin of hörð. „Nú
þurfum við að sýna fram á að við
séum stoltir af því að vera Danir og
að við styðjum dönsk gildi,“ sagði
hann.
Flestir múslímar í Danmörku
taka afsökun Jótlandspóstsins góða
og gilda en aðrir telja að blaðið verði
að gera meira til að friðmælast við
múslíma. „Við viljum að dagblaðið
lofi því að þetta gerist aldrei aftur,
annars mun þetta aldrei hætta,“
sagði klerkurinn Ahmad Akkari en
múslímaklerkar í Danmörku eru
meðal þeirra sem hafa gagnrýnt
myndbirtingarnar einna harðast.
Aðlögun múslíma að
vestrænu samfélagi
Sumir Danir telja að viðbrögð
múslíma við árásum á sendiráð
þjóðarinnar erlendis kunni að valda
kaflaskiptum í umræðu um aðlögun
þeirra að dönsku samfélagi. „Ég
vissi ekki að svo margir múslímar
í Danmörku styddu vestræn gildi,“
sagði Soren Espersen, þingmaður
Þjóðarflokksins. Ummælin eru til
marks um viðhorfsbreytingu en
flokkurinn sem er sá þriðji stærsti
í landinu hefur öðrum þræði alið
á tortryggni í garð útlendinga og
þjóðernisstefnu.
Fyrir tveimur mánuðum varaði
hópur danskra rithöfunda við því að
sáharði tónn sem gætt hefði í umræðu
um múslíma og aðlögun þeirra að
dönsku samfélagi mætti líkja við
umræðu um gyðinga í Þýskalandi
nasismans. „Stjórnmálamenn og
fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að líta
á múslíma aðeins sem andfélagslega
sinnaða glæpamenn og hugsanlega
nauðgara," stóð í opnu bréfi hópsins.
Minnir á gyðingahatur
millistríðsáranna
Aziz Duwaik, tilvonandi þingmaður
Hamas-samtakanna á þingi
Palestínumanna, tók í svipaðan
streng í viðtali við sjónvarpsstöðina
A1 Jazeera, í vikunni. „Þessar
skopmyndir endurspegla hræðslu
við múslíma sem er útbreidd í Evrópu
og er mjög svipuð og nærri jafnskæð
Virkjum velferðina
- íþáguallra
Við styðjum óháð framboð Bjarkar:
Abraham Shwaiki bilaviðgerðamaður
Anna Geirsdóttir læknir og fyrrv. borgarfuiltrúi
Arna H. Jónsdóttir leikskólakennari og lektor
Ástríður Guðrún Eggertsdóttir arkitekt
Bergvin Oddsson framhaldsskólanemi
sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur
Bjarni Kristinsson jarðfræðingur
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu
Ellen Kristjánsdóttir söngkona
Erla Ingólfsdóttir húsmóðir
Eva Einarsdóttir verkefnisstjórí I mannréttindamálum
Eva Kaaber fulltrúi
Felix Bergsson leikari
Garðar Sverrísson rithöfundur, fyrrv. formaður ÖBl
Gestur Guðmundsson prófessor i félagsfræði
Gisli Tryggvason lögmaður
Guðmundur Jónsson vefsíðuhönnuöur
Guðný Aradóttir stafgönguþjálfari
Guðrún Hannesdóttir, Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra
Guðrún Helgadóttir ríthöfundur
Guðrún Ögmundsdóttir alþingiskona
Halldór Gunnarsson félagsráðgjafi
Haukur Helgason skólastjórí
Hector Angarita verkfræðingur
Herdis Sveinsdóttir prófessor i hjúkrunarfræði
Hlin Guðjónsdóttir iðjuþjálfi
Ingibjörg Bjarnardóttir lögmaður
Kjartan Pálmarsson strætisvagnabilstjóri
Kristin Þorleifsdóttir landslagsarkitekt
Krístrún Heimisdóttir lögfræðingur
María Kristjánsdóttir félagsráðgjafi
Ólafur Darri Andrason hagfræðingur
Ragnheiður Pálsdóttir fyrrv. gjaldkeri
Saimann Tamimi tölvunarfraeðingur
Sigrún Jónsdóttir sjúkraliði
Sigrún Júliusdóttir prófessor í félagsráögjöf
Steinunn Finnbogadóttir Ijósmóðir
Stefán Unnsteinsson fiskútflytjandi
Svandís Sigurðardóttir lektor í sjúkraþjálfun
Svanhvit Sveinsdóttir grunnskólakennarí
Svanur Kristjánsson prófessor i stjórnmálafræði
Sveinn Rúnar Hauksson læknir og eiginmaður
Súsanna Svavarsdóttir ríthöfundur
Tolli Morthens listmálari
Þorsteinn J. Óskarsson rafeindavirkjameistari
Þorvaldur Kristinsson bókmenntaritstjóri
Þóroddur Þórarinsson þroskaþjálfi
Þórólfur Antonsson fiskifræðingur
Kosningaskrifstofa á Skólavörðuholtinu WWW.bjorkV.IS
FRETTA-
SKÝRING
EINAR ÖRN JÓNSSON
og gyðingahatrið sem var í Evrópu,
sérstaklega í Þýskalandi, fyrir seinni
heimsstyrjöldina," sagði Duwaik og
bætti við að þetta gyðingahatur hefði
á endanum leitt til Helfararinnar og
dauða milljóna manna.
Fleiri hafa bent á að málið varpi ljósi
á gagnkvæma tortryggni múslíma og
vesturlandabúa. 1 gær sagði Abdullah
Badawi, forsætisráðherra Indónesíu,
til að mynda að klofningur hefði
myndast milli Vesturlanda og íslam
og þar ætti óánægja múslíma með
utanríkisstefnu vestrænna ríkja
stóran hlut að máli. Hann sagði
að margir vesturlandabúar litu á
múslíma sem hryðjuverkamenn frá
fæðingu en bætti við að múslímar
yrðu að sama skapi að láta af
fordæmingu á Vesturlöndum.
Ofbeldi svertir ímynd landsins
f Indónesíu hafa leiðtogar hvatt
múslíma til að gæta þess að mótmæli
gegn myndbirtingunum fari ekki
úr böndunum. Trúarleiðtogar í
landinu funduðu um málið með
Hassan Wirajuda, utanríkisráðherra,
í vikunni og þó að þeir hafi ekki hvatt
fólk til að láta af mótmælum sögðu
þeir að fundinum loknum að hætta
væri á að ofbeldi yrði notað til að
sverta ímynd landsins í útlöndum.
Mótmælendur í Indónesíu hafa
unnið spellvirki á byggingu sem hýsir
danska sendiráðið í Jakörtu. Aukþess
var ráðist á ræðismannsskrifstofu
Danmerkur í annarri borg og kveikt í
danska fánanum í nokkrum borgum.
Din Syamsuddin, leiðtogi
næststærstu samtaka múslíma í
landinu sagði að viðbrögðin við
skopmyndabirtingunum hefðu
dugað til að koma boðskapnum til
skila.
Hann varaði engu að síður við
því að mótmælendur hegðuðu með
sér með einhverjum þeim hætti
sem menn gætu nýtt sér til að
draga upp mynd af Indónesíu sem
óumburðarlyndu, ósveigjanlegu og
stjórnlausu samfélagi.
Andstætt íslam
Syamsuddin sagði að danski
sendiherrann hefði lýst yfir harmi
sínum vegna ástandsins og hann
hefði hvatt múslíma til að taka þær
afsakanir góðar og gildar. Hann
varaði um leið við því að svona
nokkuð mætti ekki endurtaka sig því
að það kynni að leiða til aukins fylgis
við róttækar hugmyndir og frekari
átaka menningarheima.
„Sjálfur hvet ég múslíma í Indónesíu
til að bregðast ekki of harkalega við
og þaðan af síður að missa stjórn á
ástandinu því að það er nokkuð sem
er mjög andstætt íslam,“ sagði hann.
Rabiah Ahmed, talskona
bandarísks starfshóps sem vinnur
að bættum samskiptum múslíma
við aðra landsmenn, lýsti svipuðum
skoðunum í viðtali við The Christian
Science Monitor á fimmtudag. „Það
veldur okkur áhyggjum að fólk bregst
ekki við á þann hátt sem Múhameð
spámaður hefði viljað. Hann var
manneskja sem bauð hinn vangann
ef einhver sló hann. Hann boðaði ást
og umburðarlyndi,“ sagði Ahmed.