blaðið - 11.02.2006, Side 23
blaðið LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006
VZDTALI 23
99.........................................................
Á íslandi er til nokkuð sem heitir opinber list eins og var í gömlu
Sovétríkjunum. Aðrir eiga ekki aðgang. Ég þoli ekki svona stýringar."
Sérðu það sem jákvceða þróun
að stórfyrirtœki dceli peningum í
menninguna?
„Stórfyrirtæki vilja fá glampann
af listinni á ásjónu sína. Styrki sína
til menningar bókfæra þau síðan
sem auglýsingakostnað. Eg hef ekki
notið þess að fá styrki frá þeim þótt
ég hafi sótt um það. Fæ yfirleitt pent
nei. Það er ekki nógu mikið auglýs-
ingagildi í mér. Ég er heldur ekki á
leið að verða heimsfrægur, eins og
allir vilja verða í dag.
Ég kenni kapítalistunum um þá
áráttu listamanna að búa til glans-
yfirborð. Þegar maður kafar undir
yfirborðið blasir við manni tóm,
bæði i ritlist og myndlist. Allt á að
vera svo skemmtilegt og allir eiga
að geta hlegið að aulabröndurunum.
í myndlistinni gengur allt út á það
að fá athygli. Menn spyrja: Er hug-
myndin nógu góð til að ég fái athygli
út á hana? Ekki er spurt um hvað
viðkomandi er að fjalla eða hvernig
honum tekst til. Þetta færir listina
niður á ægilegt amatörasvið.“
Er alltaf gagnrýninn
Listamenn kenna sig yfirleitt
fremur við vinstri stefnu en hægri
ípólitík. Þú ertyfirlýstur sjálfstæð-
ismaður. Afhverju hneigðistu íþá
átt?
„Ástæða þess að ég gerðist sjálf-
stæðismaður á sínum tíma var ekki
sú að ég væri svakalegt auðvald. Það
var vegna þess að ég sá á ferðlagi
mínu til Austur Þýskalands sem
ungur maður hvað þetta kerfi gerði
manneskjunni. Ég sá það sama í
Prag. Fólkið var svo dauft að það er
eins og búið væri að berja úr því alla
lífslöngun. Ég sá að kommúníska
kerfið, sem átti að vera til jöfnunar,
drap niður mannsandann. í dag
held ég að skandinavíska módelið sé
það besta til að reka þjóðfélagið."
Þú varst í myndlistarnámi í Svíþjóð
á sjöunda áratugnum. Sástu Svíþjóð
sem sœluríki eða varstu gagnrýninn?
„Ég er alltafgagnrýninn, það liggur
í eðli mínu. Ég kom kornungur til
Svíþjóðar, 19 ára gamall, árið 1967.
Þarna voru alls kyns sellur þar sem
fólk stundaði pólitískan rétttrúnað.
Mér fannst þetta lið allt vera hálf-
partinn heilaþvegið. Það var ekki
hægt að rökræða við það vegna þess
að það aðhylltist átrúnað. Og maður
rökræðir ekki við trúarofstækisfólk.
Stjórnmálaskoðanir . þessa fólks
voru trúarbrögð enda eru margir
af þessum svokölluðu kommu-
morðnir kaþólikkar. Það er sama-
semmerki milli dómínerandi krafts
kaþólskunnar í gegnum aldirnar og
kommúnismans.“
Einhvers staðar las ég að þú hefðir
komið til Auswitch. Segðu mér frá
því.
„Þetta var svo djúp lífsreynsla að
hún breytti mér ævilangt. Ég hef
aldrei jafnað mig á þessari heim-
sókn. Þar áttaði ég mig á því að
kommúnisminn og fasisminn eru
helstefnur.
í Auswitch fór ég inn í pyntingar-
klefa. Ég varð að skríða inn í hann
neðan frá gólfinu og upp. Þegar inn
í hann var komið var ekki einu sinni
hægt að sitja þar því hann var svo
þröngur. Þarna voru menn látnir
dúsa í keng og dóu margir. Ég var
einungis örstutta stund í þessum
klefa en það var skelfileg upplifun.
Mér finnst of lítið fjallað um hörm-
ungar stríðsins. Kynslóðirnar sem á
eftir komu horfa ekki á þessa atburði
eins og raunveruleika. Þær skynja
ekki viðbjóðin og gera sér ekki grein
fyrir því hversu mannsandinn getur
sokkið niður á hrikalegt stig.
Áhrifin af heimsókninni í Aus-
witch hafa birst í myndlist minni.
Maðurinn og örlög hans hafa verið
viðfangsefni mitt æ síðan. Á þessum
tíma hafði abstrakt listin verið ríkj-
andi í nokkra áratugi en nú voru
myndlistarmenn teknir að fjalla um
manneskjuna og hluskipti hennar.
Allt þetta féll saman við vangaveltur
mínar og ég gerði seriu af svart
hvítum myndum af fórnarlömbum
nasista, sem voru seinna verðlaun-
aðar á alþjóðlegum vettvangi."
Skrýtið land
Hvernig myndir málarðu núna?
„Upp á síðkastið hef ég gert þjóð-
félagslegar myndir þar sem ég gagn-
rýni peningahyggju. Þessar myndir
voru uppistaðan í sýningu sem ég
hélt í Hljómskálagarðinum í risa-
tjöldum fyrir nokkrum mánuðum.
Þetta eru myndir sem ég málaði
í Prag. Það er oft ágætt að fara frá
íslandi. Maður skynjar landið oft
betur þegar maður er í burtu frá
því. Mér finnst eins og hér séu allir
að verða af aurum apar. Það hugsar
enginn, það talar enginn, um neitt
nema peninga.“
Hugsarðu lítið um peninga?
„Eg hef fórnað öllu fyrir myndlist-
ina, meira að segja aleigunni. Ég
stóð fyrir því á sínum tíma að reisa
Listaskálinn í Hveragerði. Það var
risaframkvæmd sem ég lagði mik-
inn pening í og tók mikla áhættu
með. Ég trúði því ætíð statt og stöð-
ugt að ég fengi opinbera aðstoð en
hún varð ekki nægilega mikil. Ég
tapaði aleigunni. Það var mikið
áfall.“
Hvað gerðirðu?
„Ég er vinsæll kennari í Svíþjóð
og hringdi í vin minn þar í landi
og spurði hvort þeir vildu ekki ráða
mig við listaskóla. Ég kenndi þar um
tíma. Hérna fæ ég ekki kennslu, of-
stækið er svo mikið. Samt er ég einn
af best menntuðu myndlistamönn-
unum á íslandi. Þetta er skrýtið
land.“
Þú hefur sennilega tapað á því að
vera gagnrýninn. Sérðu ekkert eftir
því?
„Mér finnst að listamenn mættu
vera gagnrýnni hér á landi. Þeir þora
aldrei að segja eitt né neitt vegna
þess að þeir eru svo hræddir um að
missa eitthvað af þeim molum sem
detta af borðum úthlutunarnefnda.
Þess vegna þykir betra að steinhalda
kjafti og ekki síst gagnvart bless-
uðum listsagnfræðingunum sem
stjórna því hvort menn fá að sýna
eða ekki - og þess vegna þegja menn.
Ég vil ekki þegja. Ég vil fremur deyja
bláfátækur en að afneita skoðunum
mínum.“
Ertu einstaklingshyggjumaður?
„Reynsla mín er sú að það gerir eng-
inn neitt fyrir mann. Maður verður
að hafa viljann og hugsjónina og
treysta á sjálfan sig. Annars gerist
ekki neitt.“
kolbrun@bladid.net
NY LINA A FRABÆRU VERÐI
Trento
Karolinkr. 119.000-
Capri
kr. 79.000.
Domus
Doris
90cm kr. 29.900.
120cm kr. 38.500.
160crif*Kr. 59.500.
Electa^.^
90cm kr. 39.000,-
120cm kr. 49.600,-
160cm kr. 79 50Ö.-
ptiflex
x200 verð frá kr. 69.000.-
cz>
oi
Ö
cd
o
tZ)
O
4-»
£
£
£
HÚSGAGNAVERSLUN
WOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN 3:478 2535