blaðið

Ulloq

blaðið - 11.02.2006, Qupperneq 36

blaðið - 11.02.2006, Qupperneq 36
36 I VÍSINDI LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 blaðið * Sólageislar íangaðir í skýjaflosi mm Sólskinið er ekki eins skært og áður en frá aldamótum hefur minnkandi sólarljós náð til yfirborðs jarðar að sögn stjarneðlisfræðinga. Eins þversagnarkennt og það hljómar hefur þessi samdráttur sól- argeisla þó ekki leitt til kólnunar á jörðinni. Samkvæmt mælingum sem hafa staðið yfir frá árinu 1985 í Tæknistofnun New Jersey í Banda- ríkjunum endurkastast 3% meira af sólargeislum nú en á fimm ára tímabili á milli 1985 og 2000. Talið er mögulegt að ástæður þessa megi rekja til aukins skýjaþykknis en ný- leg gögn frá alþjóðlegu verkefni um skýja- ogloftslagsbreytingar (ISCCP) sýna að heildamagn skýjaþykknis hefur aukist á þessu tímabili. Flestir sólargeislar lenda á skýja- hulunni og endurkastast þaðan upp í geiminn og ná því aldrei til jarðar svo vísindamenn eiga erfitt með að skýra hvers vegna hitastig í and- rúmslofti jarðar er enn að hækka. Svarið kann að liggja í forvitnilegri endurröðun skýjahulunnar á síð- ustu árum. Hlutfall skýjaaukning- arinnar í efra lagi skýjahulunnar hefur hlutfallslega aukist meira en í neðra Iaginu. Neðra lagið hjálpar til við að kæla jörðina með því að end- urvarpa sólargeislum á meðan efra lagið virkar meira eins og teppi sem fangar geislana. Svo jafnvel þó skýja- þykknið hafi aukist hefur þessi hlut- fallsbreyting í dreifingu skýjanna leitt til aukins hita á jörðinni. Loftlagsbreytingar geta gerst mjög hratt og svarið sem virðist svo augljóst er ekki endilega eins og það sýnist í fyrstu. Frá New Orleans Hugsana- lögregla Lögregluyfirvöldum, öryggis- gæslum og dómskerfinu ætti að vera bannað að nota heilalíkingartækni, noti þeir hana til að varpa ljósi á innstu þrár og hugsanir viðfanga sinna. Þetta er ein af 37 tillögum um framtíð heilalíkingatækninnar sem fundur Hugsandi Evrópskra borg- ara komst að og lagði fyrir Evrópu- þingið þann 21. janúar síðastliðinn. „Heilalíkingartækni þróast með svo skjótum hætti að einkalífi okkar stendur ógn af“, segir ennfremur í skýrslunni. „Það ætti að skylda upp- lýst samþykki áður en fólk er rann- sakað í heilsufarslegum eða vísinda- legum tilgangi." Aðrar tillögur fólu í sér aukið fjármagn til heilarannsókna, bætt samskipti milli almennings og vísindamanna og tryggingu viðun- andi umönnunar þess aukna fjölda sem þjáist af andlegum kvillum eða heilaskaða. Næstu vikurnar ætlar Blaðið að láta drauminn þinn rætast. Ferðir fyrir 2 með Sumarferðum 42” Plasmasjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni ísveislur frá Kjörís Ljósakort frá Sólbaðstofunni Smart Gjafabréf í Húsasmiðjuna Seconda armbandsúr Gjafabréf frá Glerauganu Vasar, teppi og mynd frá Zedrus Fjarstýrðir bílar frá Tómstundarhúsinu Sendu okkur einhverja fyrirsögn úr blaðinu og þú kemst í pott sem dregið verður úr einu sinni í viku og þú gætir komist í sóiina í boði eða unnið einhvern af glæsilegum vinningum. Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur hann á (Blaðið, Bæjarlind 14 -16,201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið sumar@bladid.net Sjónvamsmiöstúðin United 42” 139.990 Dregið út á mánudögum ^^Alh^lalujná^átteins^Ho^^^vllt^lJlein innsendinjar.J)eim mrnijpeinviiviin^slto^ (Úrklippumiði / þátttökumiði) Fyrirsögn: Fullt nafn: Kennitala: Sími:____________________ (sendistá - Blaðið,Bæjarlind 14- 16,201 Kópavogur). btömouQl hcMonúf ttckpur HÚSASMIÐIAN Gleraugað Suðurlandsbraut 50 I bláu húsunum við Faxafen Sfmi 568 2662 Hlíðarsméri 11 s:5342288 r&m\ - MitM A eátlti u>8 smort U-á.1 P a o vLg.í.aJ Qr*nsá«v«gl 7 • I 133.3310 Vlð Ananaust Sjónvarpsmiðstödin blaðið= Vissu af hættunni Varnarmálaráðuneytinu banda- ríska voru gerðar kunnar áhyggjur vísindamanna af gríðarlegu tjóni sem fellibylurinn Katarína kynni að valda í New Orleans einum degi áður en fellibylurinn reið yfir. Þetta var gert opinbert í síðustu viku. Þær upplýsingar voru í skýrslu sem varnarmálaráðuneytingu var kynnt þann 28. ágúst 2005 en hún var unnin af Greiningarmiðstöð Bandaríkjanna.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.