blaðið

Ulloq

blaðið - 17.02.2006, Qupperneq 1

blaðið - 17.02.2006, Qupperneq 1
IVEIÐI framgöngu sleppingar | SÍÐA 12 ■ GÆLUDÝR í samkeppni við ríkið »HELGIN Tryggvi Guðmundsson Rólegur í faðmi fjölskyldunnar | SÍÐA 21 ■ MENNING Skáldœvisaga Guðbergs lofuð í Þýskalandi \ sIða 24 ■ FJÖLMIÐLARÝNI Stórkostlegur árangur, hrópar Kolbrún \ s(ða 28 ■ TÓNLEIKAR Uppselt á Mugison og Kasa | sIða 26 Friálst, óháð & ókeypis! 40. tölublað 2. árgangur föstudagur 17. febrúar 2006 ■ TÓNLIST Börn munu gráta hjá Roger Waters | SfÐA 27 ■ ERLENT Dauðasveitir íírak? | SlÐA 8 ■ INNLENT Netsíur vinna takmarkað gegn v barnaklámi ■ ÍPRÓTTIR RealMadrid er, ríkasta félag heims / ! V A « \ j. SIEMENS | SÍÐA 22 V rM| I Höfuðborgarsvæðið meðallestur 70,7 Kvöldmaturinn undirbúinn á Sri Lanka Ungur tamíli á Sri Lanka undirbýr kvöldmatinn með því að að hrista vel upp í lauknum eins og siður er þar syðra. Drengurinn býr í bænum Kilinochchi á norðurhluta eyjunnar sem Tígranir svonefndu, aðskilnaðarsinnar tamfla, ráða. I næstu viku eru ráðgerðar viðræður f ulltrúa stjórnvalda og tamíla og fara þær fram í Sviss. Tamílar hafa í 20 ár barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á norður- og austurhluta Sri Lanka. Vopnahléi var komið á fyrir miliigöngu Norðmanna en ófriður hefur brotist út á ný og óttast margir að nýtt borgarastríð vofi yfir. Bylting fyrir góðgeröafélög 51,0 i f *o _5 -Q (0 53 JS 39,7 *o iö 3 co 18,7 Samkv. fjölmiölakönnun Gallup október 2005 Góðgerðafélögum gengur sífellt verr að safna peningum til góðgerða- mála og nú safnast að meðaltali að- eins einn tíundi af því sem áður var að sögn félaga í Kiwanisklúbbnum Setbergi í Garðabæ. Klúbburinn tekur í notkun á næstunni rafrænt nethappdrætti sem að sögn mun gjörbylta fjármögnunarleiðum fyrir góðgerðafélög í landinu. Mikill sparnaður Um er að ræða rafrænan hlutaveltu- leik sem nefnist Milljónatombólan og leikinn verður á Netinu. Tom- bólan er niðurstaða samvinnuverk- efnis Kiwanisklúbbsins Setberg og hugbúnaðarfyrirtækisins Cofus ehf. Að sögn Árna Hróbjartssonar, kjörforseta Kiwanisklúbbsins Set- bergs, mun nettombólan gjörbylta fjármögnunarleiðum fyrir góðgerða- félög í landinu. „Söfnunin hjá okkur hefur á nokkrum árum minnkað niður í um það bil einn tíunda af því sem áður var. Fólk er bara almennt ekki lengur með laust fé heldur greiðslukort. Síðan er komin lang- þreyta í fólk við að reyna að selja í heimahúsum, því er ekki lengur vel tekið. Það er breyting í þjóðfélag- inu sem veldur því. Fólk notar hins vegar Netið og þess vegna verðum við að færa okkar þangað.“ Árni segir mikinn sparnað fel- ast í þessari nýjung. „Það kostar um 4 milljónir að fara út í venju- legt happdrætti. Prentanir á miðum, vinningar og dreifing, allir þessir þættir eru svo dýrir að þegar upp er staðið erum við búnir að eyða mörgum milljónum sem annars gætu runnið beint til góðgerðastarfsemi.“ Frakkar saka írana um vígvæðingu Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, sakaði í gær Irana um að stefna að kjarnorkuvígvæðingu. Sagði hann ljóst að umsvif írana bæru öll þess merki að ekki væri ætlun þeirra að nýta sér kjarnorku í borgaralegum tilgangi. Ráðherrann lét þessi orð falla í viðtali við franska ríkissjónvarpið. Brást hann með þessu við tíðindum þess efnis að íranar hefðu í síðustu viku hafið á ný auðgun úrans. Stjórnvöld í Iran fullyrða að kjarnorkuáætlun þeirra sé friðsamleg, ætlun þeirra sé ekki sú að eignast gereyðingarvopn. Á vesturlöndum telja margir sérfræðingar og stjórnmálamenn að klerkastjórnin í Teheran stefni leynt og ljóst að koma sér upp slíkum vopnum. Dulin áætlun „Engin borgaraleg áform fá skýrt kjarnorkuáætlun írana. Þetta er dulin áætlun sem miðar að vígvæðingu,” sagði franski utanríkisráðherrann. Bætti hann því við að alþjóðasamfélagið hefði sent írönum skýr skilaboð og hvatt þá til að hætta við kjarnorkutilraunir og auðgun úrans. „Þeir hlusta ekki á okkur,“ sagði Douste-Blazy. Helsti samningamaður Irana vísaði í gær ásökunum utan- ríkisráðherans á bug. Kvað hann írana ekki stefna að því að eignast kjarnorkuvopn og Sagði fuUyrðingar um an- nað „vestrænan áróður“. Stœrstu mis- tök íslands- sögunnar 20-21 Eymundur Magnússon, bóndií Vallanesi, er einn fárra bænda sem stunda lífræna ræktun í at- vinnuskyni á hér á landi. Hann segir lífrænni ræktun lítið sinnt og það sé engin fjölgun í grein- inni þrátt fyrir aukna eftirspurn neytenda og aukinn innflutn- ing lífrænt vottaðra matvæla. Bóndinn á Héraði segir lífræna ræktun bú- skaparhætti framtíðar- innar, hún sé umhverf- isvernd í framkvæmd. Hann segir Kárahnjúka- virkjun stærstu mistök íslands- sögunnar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.