blaðið - 17.02.2006, Page 8

blaðið - 17.02.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöiö Rannsókn fyrirskipuð á dauðasveitum í írak Bandarískir og íraskir hermenn hengja upp myndir af eftiriýstum mönnum í bænum Owja í (rak í gær. Höfuðsmaður í bandaríska hernum kveðst hafa komist á snoðir um meintar dauðasveitir íraska innanríkisráðuneytisins. Stjórnvöld í írak hafa fyrirskipað rannsókn á hvort eitthvað sé hæft í staðhæfingum bandarískra heryfirvalda um að dauðasveitir ávegum innanríkisráðuneytis íraks hafi tekið súnnímúslíma af lífi. Rannsóknin var fyrirskipuð eftir að hershöfðingi í bandaríska hernum greindi frá handtöku 22 lögreglumanna sem grunur leikur á að hafi haft i hyggju að ráða súnnímúslíma af dögum. Lögreglumennirnir voru hand- teknir seint i síðasta mánuði við eftirlitsstöð bandaríska hersins í norðurhluta Bagdad. „Við höfum fundið eina dauðasveit- ina. Þær eru hluti af lögreglunni," sagði Joseph Peterson, hershöfðingi í Bandaríkjaher i viðtali við dag- blaðið The Chicago Tribune á mið- vikudag. Súnnímúslímarhafasakað íraska herinn um að starfrækja dauðasveitir en aldrei hafa verið færðar sönnur á þær staðhæfingar. Hussein Kamal, aðstoðarinnan- ríkisráðherra Iraks, sagði í gær að ráðuneytið hefði fyrirskipað rann- sókn á málinu til að ganga úr skugga um hvort lögreglumennirnir hafi unnið fyrir ráðuneytið eða gefið sig út fyrir það. Aftökur án dóms og laga Hundruð íraskra súnnímúslíma hafa fundist látnir frá því stríðið hófst árið 2003 og virðist sem um aftökur án dóms og laga hafi verið að ræða. Á mánudaginn fundust lík fjög- urra óþekktra manna í hverfi sjíta- múslíma í Bagdad. Bundið hafði verið fyrir augu mannanna og þeir handjárnaðir áður en þeir voru skotnir í höfuðið. Uppreisnarmenn í írak hafa beitt svipuðum aðferðum gegn trökum sem vinna með alþjóð- legum hersveitum eða íröskum stjórnvöldum. Sýni úr fuglshræjum í rannsókn Mbl.is/ Niðurstöður úr sýnum, sem tekin voru úr 35 dauðum fuglum sem fundust víða um Danmörku og munu skera úr um hvort fuglarnir hafi smitast af H5 stofni fuglaflensu- veirunnar, liggja fyrir í fyrsta lagi í kvöld, að sögn Mogens Madsen, yf- irmanns matvæla- og dýralækninga- stofnunar Danmerkur. Sýnin voru rannsökuð á rannsóknarstofu í Ár- ósum í Danmörku í gær. „Við væntum svars frá rannsókn- arstofunni á föstudagskvöld og mun Matvæla- og dýralæknastofn- unin taka ákvörðun um aðgerðir i framhaldi af því,“ sagði Madsen í samtali við danska dagblaðið Jót- landspóstinn í gær. Fyrst verða DNA-sýni tekin úr öndunarfærum og þörmum fuglanna til að skera úr um hvort fuglarnir hafi drepist úr H5 afbrigði fuglaflensuveirunnar. Madsen sagði að ekki muni liggja fyrir fyrr en á mánudag eða þriðju- dag hvort um banvæna afbrgiðið H5N1 væri að ræða. Meinafræðingur við rannsóknarstofu f Arósum rannsakar eitt af 35 fuglshræjum sem fundist hafa víða um Danmörku. Reuters Aziz Dweik, tilvonandi forseti á þingi Palestínumanna, flettir Kóraninum á heimili sfnu f Hebron á Vesturbakkanum f fyrradag. Yfirmenn í ísraelska varnarmálaráðuneytinu íhuga að takmarka enn frekar ferðafrelsi Palestínumanna eftir að nýtt þing Palestínu- manna tekur til starfa í næstu viku. ísraelsmenn íhuga hömlur á ferðafrelsi Varnarmálaráðuneyti fsraels leggur til að Palestínumönnum verði bannað að vinna í ísrael og ferðast á milli Gasasvæðisins og Vesturbakkans um leið og Hamas- samtökin taka við stjórnartaum- unum í Palestínu. Einnig lögðu yfirmenn í ráðuneytinu til að áætlunum um uppbyggingu hafn- armannvirkja og nýs flugvallar á Gasasvæðinu yrði skotið á frest. Ríkisútvarpið í fsrael greindi frá þessu í gær. Ehud Olmert, starfandi forsæt- isráðherra, þarf að leggja blessun sína yfir tillöguna en ef hann gerir það kann bannið að taka gildi í næstu viku þegar Hamas-sam- tökin komast í meirihluta á þingi Palestínumanna. Aðgerðirnar myndu hafa áhrif á líf nokkurra þúsunda Palestínumanna. Stjórnvöld í ísrael hafa þegar tak- markað ferðir Palestínumanna á milli Gasasvæðisins og Vesturbakk- ans vegna uppreisnar Palestínu- manna sem hófst árið 2000. Hamas-samtökin unnu óvæntan sigur í þingkosningunum 25. janúar og fer setningarathöfn nýja þingsins fram á morgun. fsraelsk stjórnvöld hafa heitið því að eiga ekki samskipti við samtökin fyrr en þau viðurkenna fsraelsríki og hafna ofbeldi. Stjórnvöld í Rúanda ósátt við flutning réttarhalda Stjórnvöld í Rúanda eru ósátt við að réttarhöld yfir meintum stríðs- glæpamanni verði flutt frá Tansaníu til Noregs. Fulltrúi sérstaks stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna greindi frá því í fyrradag að Norðmenn hefðu fallist á að rétta í máli Michel Bagaragaza sem grun- aður er um aðild að þjóðarmorðum í landinu árið 1994. Bagaragaza gaf sig fram við stríðs- glæpadómstólinn á síðasta ári en honum er gefið að sök að hafa fyr- irskipað morð á hundruðum tútsa sumarið 1994. Yfirsaksóknari við dómstólinn segir að þrjú önnur Evrópuríki hafi samþykkt að rétta í málum. Stjórn- völd í Rúanda hafa oft farið fram á að réttað verði í málunum í þeirra lögsögu. Stríðsglæpadómstóllinn hefur hafnað þeirri beiðni þar sem stjórnvöld í Rúanda vilja ekki af- nema dauðarefsingu. Noregur verður fyrsta landið utan Afríku þar sem réttað er yfir manni sem grunaður er um aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda að beiðni Stríðsglæpadómstólsins. Talið er að um 800.000 tútsar og hóf- samir hútúmenn hafi verið drepnir í þjóðarmorðunum. ^4 GARÐHEIMAR heimur heillandi „ hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.