blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 22
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 blaöiö Real Madrid er ríkast Bikarúrslitaleikirnir í körfuboltanum á morgun Endurskoðendafyrirtækið Deloitte birti í gær árlegan lista sinn yfir 20 ríkustu knattspyrnufélög heims. Listinn er fyrir keppnistímabilið 2004-2005 og er um að ræða hagnað þegar gjöld hafa verið dregin frá tekjum. Eignir og annað slíkt er sem sagt ekki með í þessum tölum. Enska úrvalsdeildarliðið Manc- , hester United hefur verið í efsta sæti þessa Usta mörg undanfarin ár en nú er öldin önnur. Spænsku risarnir í Real Madrid tróna nú á toppnum með mesta hagnaðinn og það eru ekki neinar smá upphæðir sem um ræðir hjá þessum félögum. Hagnaður Real Madrid fyrir tímabihð 2004- 2005 nam rúmlega 20 milljörðum ísienskra króna. Stórlið Manchester United er núna í öðru sæti þessa lista með hagnað upp á rúma 18 milljarða. ítölsku risarnir í AC Milan eru með þriðja mesta hagnaðinn, rúma 17 millj- arða íslenskra króna. Listinn yfir ríkustu liðin lítur ann- ars svona út í íslenskum krónum: 1. Real Madrid -20.460 milljónir 2. Man.United -18.304 milljónir 3. ACMilan-17.380 milljónir 4. Juventus -17.039 milljónir 5. Chelsea -16.401 milljón 6. Barcelona -15.444 milljónir 7. Beyern Munchen -14.080 milljónir 8. Liverpool -13.464 milljónir 9. Internazionale -13.167 milljónir 10. Arsenal -12.727 milljónir Það verður mikil barátta sem fer fram á fjölum Laugardalshallar á morgun. Þá fara fram úrslitaleik- irnir í bikarkeppni Körfuknattleiks- sambandsins og Lýsingar í karla-og kvennaflokki. í kvennaflokki mætast Grindavík og ÍS og hefst leikurinn klukkan 14 og er þetta 32. bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki. fS er eitt sigursælasta lið kvenna- flokks í bikarnum, hefur unnið sex titla. Síðast varð liðið bikarmeistari Hildur Sigurðardóttir fyrirliði Grindavíkur og Signý Hermannsdóttir fyrirliði [S með bikarinn sem keppt verður um á morgun í úrslitum bikarkeppni kvenna. árið 2003 þegar þær unnu Keflavík í framlengdum úrslitaleik, 53-51. Grindavík hefur aftur á móti aldrei orðið bikarmeistari kvenna en þær töpuðu í úrslitum bikarsins á síðasta ári fyrir Haukum, 69-72. Það má því ætla að Hildur Sigurðar- dóttir og stúlkurnar í Grindavík ætli sér ekki að fara heim tómhentar. Sigursælasta lið kvennaflokks frá upphafi í bikarnum er Keflavík, hefur unnið titilinn 11 sinnum en KR hefur 9 sinnum orðið bikarmeistari. Dómarar á morgun í leik fS og Grindavíkur í kvennaflokki eru þeir Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson og eftirlitsdómari verður Gunnar Freyr Steinsson. Grindavík og Keflavík mætast í úrslitum bikarsins á morgun í karla- flokki og hefst leikurinn klukkan 16.00. Þetta er bikarúrslitaleikur númer 37 í röðinni hjá körlunum. Keflavík hefur 5 sinnum orðið bik- armeistari en hefur tapað þremur úrslitaleikjum. Keflavík varð síðast bikarmeistari karla fyrir tveimur árum en árin 2003 og 2004 urðu Keflvíkingar meistarar eftir sigra á Snæfelfi og Njarðvík. Lið Grindavíkur hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari og atdrei hefur liðið tapað úrslitaleik. Síðast varð Grindavík bikarmeistari AJ Moye liðsmaður Keflavíkur og Jermiah Johnson úr Grindavík takast á um bikarinn í karlaflokki á morgun og Grindavík hefur aldrei tapað úrsl italeik í bikarnum. árið 2000. Það lið sem hefur oftast orðið bikarmeistari í karlaflokki eru KR- ingar með 9 titila en Njarðvíkingar hafa 8 sinnum orðið meistarar. Dómarar á bikarúrslitaleik Kefla- víkur og Grindavíkur í karlaflokki verða Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson og eft- irlitsdómari verður enginn annar en fyrrum ástsæli framkvæmda- stjóri sambandsins, Pétur Hrafn Sigurðsson. pyramid, standar Standarnir eru allir úr áll og því léttir og meöfærilegir. Aukahlutir Hægt er að fá fjölmarga aukahluti sem hægt er að raða á mismunandi vegu á súluna. Beggja vegna Hillur og rammar geta verið báðum megin sem eykur á notagildið. 7 S/I41SKIPTI>S* Sídumúli 4 Hvcríisgata 33 Hæðasrfuiri 4 580 7800 580 7860 580 7880 Átökin um borgina hófust með skotkeppni í gær Það má með sanni segja að átökin um Reykjavíkurborg hafi byrjað í gær þegar fulltrúar flokk- anna í næstu borgarstjórnarkosn- ingum mættust í skotkeppni i Laugardalshöll. Tilefnið var meðal annars að kynna úrslitaleikina í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fara fram á morgun í karla og kvennaflokki í höllinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son mætti fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, Dagur B. Eggertsson fyrir hönd Samfylkingar, Svandís Svav- arsdóttir, oddviti vinstri grænna, Margrét Sverrisdóttir mætti fyrir frjálslynda og Marsibil Sæmunds- dóttir fyrir hönd Framsóknarflokks- ins en Björn Ingi Hrafnsson var heima veikur í gær. Skotkeppnin fór þannig fram að skotið var frá þriggja stiga línunni. Lýsing hf., sem er styrktaraðili bikarkeppni KKÍ, verðlaunaði siðan þann aðila sem hitti frá þriggja stiga línunni með íoo.ooo krónum. Aðeins einn hitti og það var Marsibil Sæmunds- dóttir úr Framsóknarflokkrum og hún styrkti Neistann - styrktarfé- lag hjartveikra barna með sínum íoo.ooo krónum. Marsibil Sæmundsdóttir Framsóknarkona vann 100.000 krónur frá Lýsingu með þessu skoti í Laugardalshöll í gær og gaf Neistanum upphæðina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.