blaðið - 17.02.2006, Side 27
blaðið FÖSTUDAGUR 17. FEBRÖAR 2006
KVIKMYNDIR i 27
Ástralir banna graffiti-leik
Yfirvöld í Ástralíu hafa bannað tölvu-
leik sem gengur út á að spilarar mála
merki sitt á veggi borgar. Þetta þýðir
að leik Marc Eckos, Getting Up: Con-
tents Under Pressure, má hvorki selja,
sýna, leigja eða flytja inn i Ástralíu.
Ákvörðunin kemur frá „Tölvuleikja-
skoðun' (sbr. Kvikmyndaskoðun)
Ástralíu en lögfræðilegur ráðunautur
stjórnvalda, Philip Ruddock, staðfesti
ákvörðunina í gær og sagði hana á
þeim forsendum að leikurinn myndi
hvetja til graffiti. Nefndin sem bann-
aði leikinn klofnaði í afstöðu sinni.
Ástralia er fyrsta landið í heiminum
til að banna þennan tölvuleik.
Harðstjórn framtíðarinnar
„Ég er mjög vonsvikinn út í áströlsk
yfirvöld að banna leikinn á þeirri
einu forsendu að hann muni ýta
undir glæpinn sem veggjakrot er,“
sagði Ecko þegar hann komst að
fréttunum. Talsmenn dreifingarað-
ila leikjarins í Ástralíu, Atari, segjast
munu leita allra leiða til að fá ákvörð-
uninni hnekkt.
Leikurinn gerist í framtíðarborg
þar sem tjáningarfrelsi er verulega
skert undir harðstjórn borgarinnar.
Spilarar berjast við borgaryfirvöld
tfl þess að kollvarpa spilltum opin-
berum starfsmönnum með því að
spreia á veggi borgarinnar og berjast
fyrir rétti sínum á götum úti.
Mótmælaraddir hafa látið á
sér kræla og hefur m.a. Cameron
Murphy, sem er í forsvari réttinda-
samtaka New South Wales, kallað
bannið fáránlegt. „Við bönnum
ekki kvikmyndir sem innihalda
glæpsamleg athæfi. Við gætum t.d.
ekki séð kvikmyndirnar um Guðföð-
urinn ef bannið næði líka yfir kvik-
myndir. Vandamálið er greinilega
að Tölvuleikjaskoðunin skilur ekki
tæknina að baki þessu.“
Spurning um tjáningarfrelsi
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marc
Ecko lendir í vandræðum vegna leiks-
ins. Á síðasta ári reyndi borgarstjóri
New York borgar, Michael Bloom-
berg, að koma í veg fyrir að markaðs-
herferð fyrir leikinn yrði gerð. Hún
gekk út á að frægir graffitilistamenn
gerðu listaverk á líkan neðanjarð-
arlesta. Ecko vann hins vegar mála-
ferli fyrir héraðsdómi í Manhattan
þar sem dómarinn taldi hugsanlegt
bann vera gjörsamlega á skjön við
fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar en
hann fjallar m.a. um tjáningar- og
Börn munu gráta
Maðurinn sem hyggst flytja forsprakka hinnar stórkostlegu hljóm-
sveitar, Pink Floyd, til landsins í byrjun sumars lofar kraftmikilli
sýningu fyrir skilningarvitin íEgilshöll. Blaðið spjallaði við hann.
Mynd/Sony/BMC
Silfurrefurinn Roger Waters ætlar aö skemmta íslendingum í„surround" í júní.
Eins og fólk veit mun Roger Wat-
ers heiðra íslendinga með nærveru
sinni í Egilshöll þann 12. júní næst-
komandi. 1 tilkynningu vegna tón-
leikanna segir að börn muni gráta og
þyrlur muni fljúga um höllina. „Þá
er ég að tala um hljóðið af því að það
er svo mikið af alls kyns hljóðum
í lögum Pink Floyd. Til dæmis eru
þyrlur í The Wall og barnsgrátur
mun líka heyrast. I Money munu
áhorfendur heyra peningum rigna i
kringum sig. Þannig að þetta verður
svakasýning,“ segir Guðbjartur Finn-
björnsson, tónleikahaldari.
Áhuginn færði hann hingað
Roger Waters heldur í tónleikaferð-
ina um Evrópu og mun einungis
spila á 15 stöðum. „Það verður að
segja að í tónleikaferð eins og hann
er að fara í núna hefði verið auð-
veldast fyrir hann að halda þessa
tónleika einhvers staðar í Evrópu,“
segir Guðbjartur aðspurður um það
hvernig honum hafi tekist að fá tón-
leikana hingað til lands.
„Ég er náttúrlega búinn að vera í
sambandi við þetta fólk í meira en
hálft ár að velta upp hugmyndum og
ræða hlutina. Ég held að á endanum
hljóti það að hafa verið áhugi hans
til að koma til landsins sem skipti
mestu máli.“
Best of PinkFloyd
„Það er auðvitað gríðarlegur munur
á því að skjótast á milli borga í Evr-
ópu og að koma við hérna á leiðinni
frá Hamborg. Reyndar er hann ekki
að spila á mörgum risastöðum í ferð-
inni. Hann er frekar að gera þetta
að gamni sínu virðist vera. Þetta er
nokkurs konar „best of“ Pink Floyd
þar sem öll bestu lögin með sveitinni
fá að njóta sín fyrir hlé og eftir það
verður skyggnst á bak við tunglið
þegar hann tekur Dark Side of the
Moon eins og hún leggur sig, jafnvel
í lengri útgáfu en fólk þekkir.“
Kemurfrá Hamborg
„Það er ekki alveg ákveðið hversu
lengi hann kemur til með að vera á
landinu. Hann spilar á tónleikum
tveimur dögum áður í Hamborg svo
það er spurning hvort hann komi
deginum fyrir tónleikana eða sam-
dægurs. Það á eftir að koma í ljós og
fer í sjálfu sér eftir því hvað hann
vill.“
Kostar sitt
,Maður getur ekki sagt til um hvað
þetta muni kosta. Þetta kostar enga
smápeninga. Allt í kringum þetta
kostar töluvert: Hljóð, ljós, svið og
Egilshöllin sjálf. Þetta er ekkert
ódýrt.
Miðaverð er ekki enn ákveðið en
að öllum líkindum verður skipt í
svæði A (nær sviði) og svæði B (fjær
sviði) þar sem miðar á svæði A verða
eitthvað dýrari en hinir. En þetta
verður flott, það verður hljóðkerfi
allan hringinn og mikið lagt upp úr
því að hafa góðan hljómburð.“
agnar.burgess@bladid.net
Úr leiknum umdeilda, Marc Ecko's Getting Up: Contents Under Pressure.
málfrelsi. skyndilega í raunveruleikanum. „Ef
Ecko hefur svarað mótmælum á þá krakkar vilja læra að spreia á veggi
leið að graffitilistaverk í sýndarveru- munu þeir komast að því sjálfir. Þeir
leika séu mjög ólíkleg til að birtast hafa gert það frá fornöld.“
Frábær kuldavörn
Skráð læknavara. C C
Skjótvirk hjálp við húðþurrk,
roða í kinnum, sviða og kláða.
Lagar varaþurrk, þolir munnvatn.
Húðin verður mjúk og fær
jafnan litarhátt. Engin fituáferð.
Á börn og fullorðna.
100 skammtar í brúsa.
Fæst í apótekum
PRObERÍT
0«rmo»olooi«ot
formutotion tor
P»«vcntior» and
^ dry ikín <onditio«»
Þriðjudaginn 21 .feb
ALLT SEM TENGIST NÝBYGGINGUM OG
VIÐHALDIÁ NÝJUM SEM GÖMLUM HÚSUM
Nýtt tölublað komið í verslanir
Brekkusleðar prófaðir • Ari Trausti og fjallaandinn
Öryggismál - á traustum ís • Erfiðasta gönguleið Evrópu?
Langar þig um Kjöl á gönguskíðum? • Vetrarreiðmennska
Glíma við land og þjóð eftir Andra Snæ
rEÍ
ö i
ff 7/ H / f
m ? f/
' tTm*. ff
Tryggðu þér eintak
á næsta sölustað
ÚTIUERA
www.utivera.is