blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐTAX. FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaöiö Sjónarhorn gagnrýnandans BlaöiMngó í ReykjavíkurAkademíunni við Hringbraut starfa nú um áttatíu fræðimenn. Einn þeirra er Sig- urður Gylfi Magnússon sagnfræð- ingur, en hann var fyrsti for- maður Akademíunnar. Sigurður er höfundur rúmlega tíu bóka og er afkastamikill greinahöfundur. Þú hefur nokkuð gagnrýnt hvernig íslenskir ráðamenn, þar á meðal forseti íslands, tala um ísland og Is- lendinga í rœðum sínum, ekki síst erlendis. Ég hlýt að spyrja: Eru orð forsetans skrum? „Ég hef gagnrýnt Ólaf Ragnar Grímsson fyrir að flytja ræður þar sem hann sullar menningararfinum framan í gesti og gangandi. Ég spyr: Hvaðan fær hann ráðleggingar. Er ekki forsetaritari, Örnólfur Thors- son, maður sem hefur heilmikla reynslu úr fræðaheiminum? Hvernig stendur á því að hann bendir forset- anum ekki á þá klisju sem verið er að vinna með. Það er eins og þessir menn líti aldrei í fræðibækur. Það getur vel verið að þjóðhöfð- inginn hafi það hlutverk að stappa í okkur stálinu og segja okkur og útlendingum að við séum alveg einstök, svo eintök að ekki sé hægt að finna önnur eins eintök á jarð- arkringlunni. En þegar hann segir þetta á vettvangi fræðasamfélags- ins, framan í andlitið á sagnfræð- ingunum, þá verður að grípa til andsvara.“ Hátíðahöld um ekki neitt Hvað er það í orðum forsetans sem þér mislíkar mest? „Það er víkingasöngurinn; að við séum af víkingum komin og hugs- unin um samhengi menningarinnar er sérkennileg, að við getum tengt okkur ellefu aldir aftur í timann og fundið eðli þjóðarinnar. Hver ein- asti fræðimaður sem einhvern tíma hefur komið nálægt háskóla getur sagt þér að þetta er úrelt sjónarmið. Forsetinn er að leika sér með eðlis- hyggju sem löngu er úr sér gengin. Það er hans vandamál. Menn eru í eilífri veislu en vand- inn er sá að þeir vita ekki alveg hverju er verið að fagna. Sífellt er efnt til hátíðahalda um ekki neitt. Ég hef líka gagnrýnt kollega mína fyrir að vera taglhnýtingar valds- ins og skaffa valdhöfunum dagskrá fyrir veisluna. Heimastjórnarafmælið er dæmi um þetta. I stað þess að fræðimenn- irnir segi: „Þetta upphlaup á sér enga fræðilega stoð, það stenst ekki fræðileg viðmið“ þá koma þeir hlaup- andi að veisluborðinu vegna þess að fjármunir eru í boði. Fjárhagsstaða hópsins er slík að menn standast ekki freistinguna. Háskóla- og fræða- heimurinn á að vera gagnrýnið and- ófsafl sem fylgir ekki valdinu heldur veitir því viðnám. En þannig er það ekki. Kannski vegna þess að síðasti áratugur 20. aldar var áratugur stjórnmálamannanna. Davíð Odds- son er kannski holdgervingur þess tímabils, valdamikill maður sem beitti valdinu á hugvitsamlegan hátt. Mér fannst háskólafólk hlaupa allt of mikið eftir hugmyndum sem úr þessum ranni komu í stað þess að veita þeim heilbrigt og eðlilegt við- nám. Menn eru hræddir um stöðu sína og vilja ekki rétta upp hönd og gera athugasemdir. Freistast þess í stað til að leggja valdhöfunum efni upp í hendurnar sem nýtist þeim til að skýra út fyrir þjóðinni hvernig Sagan með stóru essi hafi í raun verið. Um hvað heldurðu að Þjóð- menningarhúsið snúist? Heldurðu að ég sé fyrsti maður- inn sem hef hlustað á ræðu forseta íslands og hneykslast á henni? Hann er búinn að flytja þessa ræðu árum saman. Ég las á dögunum ræðu sem hann flutti i Los Angeles vegna Vest- urheimshátíðarhaldanna og það spratt út á mér kaldur sviti. Ræðan var svo glórulaus. Menn hika eðli- lega við að gera athugasemdir við þess háttar hugmyndir valdhafanna um fólkið í landinu. Ekki vegna þess að forseti Islands sé valda- mikill maður heldur vegna þess að menn bera virðingu fyrir embætt- inu. Menn vilja ekki standa upp og segja að keisarinn sé ekki í neinum fötum. Skortur á framtíðarsýn Afhverju ákvaðstþú að segja þetta? „Fyrst og fremst vegna þess að hann steig inn á vettvang Sagn- fræðingafélagsins. Ég hefði allt eins getað gagnrýnt áramótaræðuna sem var alveg sami uppáhellingurinn. Mér finnst mikilvægt að forsetar og stjórnmálamenn tali til okkar, hendi ekki á lofti frösum og klisjum, heldur veiti okkur hlutdeild í sýn sinni á veruleika. En ég er ekki svart- sýnn maður. Ég er sannfærður um að það sé mikið til af góðu fólki sem hafi áhuga á að takast á við framtíð- ina af einurð og krafti og þjóðin nái að velja slíkt fólk til forystu. Vandamál stórs hluta stjórnmála- manna er að þeir hafa takmarkaða framtíðarsýn. íslenskt samfélag stendur á miklum tímamótum og við höfum fjárfest í fólki sem hefur aflað sér menntunar, margt hvert erlendis. Það er brýnasta verkefni stjórnmálamanna framtíðarinnar að finna leiðir til að nýta sér hugvit þess fólks. Ekki þannig að því sé öllu afhent stöður í háskólum heldur þarf að búa til grundvöll til að það geti þrifist og nýtt sér hæfileika sína. Þess vegna segi ég: Það er mik- ilvægt verkefni stjórnmálamanna framtíðarinnar að fylgjast með því hvað fræðaheimurinn er að gera, nýta hann sem best og gefa fræði- mönnunum kost á að fóta sig á sínu sviði. Þetta fólk þarf að fá tækifæri til að gefa til baka til þess samfélags sem gaf þeim tækifæri til að mennt- ast og þroskast. Ég finn á fólki hér í ReykjavíkurAkademíunni að það hefur gríðarlegan áhuga á að láta gott af sér leiða en hefur ekki almennilega átt kost á því vegna þess að framtíðarsýnina hjá ráða- mönnum skortir. Þegar við göngum að kjörborðinu þurfum við að velja okkur fulltrúa sem hafa framtíðar- sýn sem dregur fram hvernig best er að virkja það fólk sem búið er að fjár- festa í og þjóðfélagið hefur ákveðið að fjárfesta í í framtíðinni.“ Breytinga er þörf Á vefsíðunni Kistunni (kistan.is) er grein þar sem þú gagnrýnir kennara vegna hugmynda um styttingu fram- haldsskólans. Hvað finnst þér gagn- rýnivert í málflutningi þeirra? „Ég gagnrýni fræðimenn og kenn- ara fyrir að beita hagsmunarökum í sambandi við sty ttingu náms í fram- haldsskólum. Ég hvet til þess að menn gangi til liðs við Kennarasam- tökin og menntamálaráðuneytið. Brey tinga er þörf og tækifærin liggja við hvert fótmál. Auðvitað þarf að stokka upp kerfið. Menntakerfið þarf að aðlagast þjóðfélagsbreyt- ingum eins og þær hafa birst okkur á liðnum árum eftir fall Berlínar- múrsins. Tími stóru kerfanna - eins og sósíalisma og kapitalisma - er lið- inn og frumkvæði einstaklinganna hefur fengið aukið svigrúm. I fram- tíðinni mun leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli og háskóli verða ein samfella og menn munu hugsa um menntakerfið í einni heild. Þar liggja gríðarleg tækifæri til hleypa inn nýjum straumum, til að nýta þann mannauð sem þjóðfélagið hefur fjárfest í og ég vísaði í áðan. Ég tek hattinn ofan fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra að ráðast i þetta verk-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.