blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 6
6 I INttLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaAÍA Áfengi selst vel Sala á áfengi jókst um 8,6% á milli janúarmánaða 2005 og 2006 samkvæmt mælingu Rann- sóknarseturs verslunarinnar á dagvöruverslun í síðasta mánuði. Mikil aukning varð ennfremur i almennri verslun í janúar og jókst hún um 10,1% saman- borin við sama tímabil í fyrra. Villandi og rangur samanburður Úrvalsvísitalan hélt áfram að falla í gœr annan daginn í röð. Forstöðumaður Hagfrœði- stofnunar HÍ telur markaðinn bregðast ofharkalega við mati á lánshorfum ríkissjóðs. íslenska hagkerfið gæti átt í vændum erfiða lendingu þegar þenslutímabilinu lýkur, sam- kvæmt matsfyrirtækinu Fitch Ratings. Draga verður úr ríkisútgjöldum og neyslu hins opinbera til að slá á þenslu í þjóðfélaginu að mati Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla fslands. Hann segir gagnrýni matsfyrirtækis- ins Fitch Ratings á íslenskt hagkerfi í meginatriðum byggða á röngum forsendum. Úrvalsvísitalan féll í gær um 2% og hefur því alls fallið um rúm 5% frá því að horfum á lánshæfi ríkissjóðs var breytt úr stöðugu í nei- kvætt síðastliðinn þriðjudag. Mikil ofhitnun Matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti í fyrradag horfum vegna lánshæfi ríkissjóðs fslands úr stöðugu í nei- kvætt. Ástæðan fyrir breyttum horfum er hratt vaxandi skuldsetn- ing þjóðarbúskapsins. Þá kemur fram í greinargerð fyr- irtækisins að íslenska hagkerfið ein- kennist af mikilli ofhitnun sem lýsi sér í vaxandi verðbólgu, hraðari út- lánaukningu, hækkandi eignaverði og verulegum viðskiptahalla. Fyrirtækið gagnrýnir ríkisvaldið fyrir aðgerðarleysi í efnahags- stjórnun og segir ástandið svipa til þess sem var til staðar í ríkjum Suð- austur-Asíu áður en efnhagskreppan skall þar á undir lok síðustu aldar. Rangur samanburður Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Hf, segir ekkert nýtt koma fram í gagnrýni Fitch Ratings. Hann telur ekki hægt að bera saman ástandið hér við það sem gerðist í Suðaustur-Asíu. „Þetta er villandi og rangur samanburður og það eru engar hliðstæður þarna á rnilli." Tryggvi segist þó sammála því mati Fitch Ratings að slá þurfi á þenslu í hagkerfinu m.a. með því að draga úr eftirspurn. „Það þarf að draga úr rík- isútgjöldum og neyslu hins opinbera. Þá er ég ekki bara að tala um ríkið heldur sveitarfélögin líka.“ Þá segir Tryggvi viðbrögð markað- arins við yfirlýsingu Fitch hafa verið of harkaleg. Hann telur þau lýsa viðkvæmu ástandi á fjármálamörk- uðum. „Þessar fréttir ýttu á smærri fjárfesta sem eru kannski viðkvæmir fyrir slíku. Við munum sjá eitthvað lægri hlutabréfamarkað eftir þetta en að öllum líkindum mun gengið ná aftur fyrri hæðum.“ Tryggvi bendir á að muni gengið hins vegar falla frekar geti það leitt til verðbólgu með tilheyr- andi óvissu og aukinni greiðslubyrði fyrir almenning. „Þetta gæti slegið á bjartsýnisvæntingar. Fólk fer síður í fasteignakaup sem mun draga úr eftirspurn og fasteignaverð mun þá lækka eða standa í stað.“ Segir tillögu um auglýs- ingabann einkennilega Mœltfyrirþingsályktunartillögu á Alþingi um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru Banna á auglýsingar í sjónvarpi á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt eftir klukkan níu á kvöldin til berjast gegn vaxandi of- fitu. Þetta kemur fram í þingsálykt- unartillögu Ástu R. Jóhannesdóttur, alþingismanns, um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem hún mælti fyrir á Alþingi í gær. Forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skalla- grímsson ehf. segir tillöguna vera einkennilega. Vill samstöðu með framleiðendum í þingsályktunartillögunni kemur fram að fela eigi heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt. Markmiðið á að vera að sporna gegn vaxandi offitu meðal barna og ungmenna. í tillög- unni kemur einnig fram að ráðherra skuli reyna að ná samstöðu um málið með framleiðendum, innflytj- endum og auglýsendum. í greinargerð með tillögunni er vísað í rannsóknir sem benda til þess að offita sé hratt vaxandi heilbrigðis- vandamál á íslandi. Hún auki stór- lega líkur á hvers konar sjúkdómum og því sé brýnt að stjórnvöld beini sjónum að þessu vandamáli sem allra fyrst. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf., segir tillöguna fela í sér mikla forsjárhyggju. „Ég hélt að sá tími væri að baki að ríkið þyrfti að hafa vit fyrir almenningi. Eg hefði haldið að fólki væri treystandi til þess að velja sjálft. Þetta er einkennileg tillaga." Andri segir lausnina frekar felast í því að uppfræða almenning um skaðsemi ofneyslu á sykri. Þá bendir hann á að mundi svona bann ná fram að ganga yrði nánast ómögulegt að auglýsa flestar mjólk- urvörur og ávaxtasafa. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er mikill sykur í þessu öllu saman.“ Andri segir ábyrgð framleiðenda í þessu máli sé að þróa sykurlausa og sykurminni drykki sem höfði til krakka og ungmenna. „Við fram- leiðum fullt af þannig drykkjum t.d. Kristal plús og Pepsi Max. Al- mennt hefur neysla á sykurlausum drykkjum aukist gríðarlega undan- farin ár.“ Sorg í kjölfar sjdlfsvígs Fræðslufundur í Bústaðakirkju (kjallara) í kvöld 23. febrúar kl. 20-22. lyrirlesari sr. Guórún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Munið „Öpið hús“ 2. niars. Allir velkomnir! áí&JL NYDOGUN Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Út að borða Fátt er þjóðlegra en að bregða sér á Bæjarins bestu til að seðja sárasta hungrið. Slíkt er ennfremur með eindæmum vinsælt og það er sama hvort úti er 20 stiga hiti eða rok og rigning - alltaf er hægt að finna biðröð fyrir framan þennan heimsfræga pylsuskúr sem þó lætur svo ósköp lítið yfir sér. Það kom þvf lítt á óvart að hann Asgeir pylsusali hefði ekki tfma til að svo mikið sem líta í átt til Ijós- myndara Blaðsins þegar hann kom þangað í heimsókn um miðjan dag í gær. Stjórnarmönnum Baugs ókunnugt um reikninga Stjómarmenn í almenningshlutafé- laginu Baugi báru við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, að þeim hafi ekki verið kunnugt um um- fangsmikla viðskiptareikninga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar Jó- hannesdóttur og félaganna Gaums og Fjárfars hjá Baugi á sínum tíma. Aðalmeðferð Baugsmálsins hélt áfram í gær og var Óskar Magnús- son, fyrrum stjórnarformaður Baugs, meðal annars kallaður til vitnis. Hann bar að starfsreglur hefðu verið hjá fyrirtækinu, sem leggja áttu hömlur á viðskipti stjórnenda og tengdra aðila við almenningshlutafé- lagið og þurfti samkvæmt reglunum að bera slíkt undir stjórn. Óskar og aðrir stjórnarmenn sögðust ekki hafa haft vitneskju um reikningana og þeir hefðu ekki verið bornir sér- staklega undir stjórn félagsins eða ræddir þar fyrr en eftir að lögð var fram harðorð skýrsla Stefáns Hilmars- sonar, endurskoðanda, á stjórnarfundi þar sem bent var á at- riði sem betur mættu fara. Þá var tekin skýrsla af Lindu Jóhannsdóttur, þá- verandi fjármálastjóra hjá Baugi. Áð- spurð um hvort hún hefði innheimt skuldir þessara aðila neitaði hún því og kvaðst hafa fengið þau svör frá Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, þá- verandi framkvæmdastjóra Baugs, að þess væri ekki þörf. Vitnaleiðslum í þessum þætti Baugsmálsins lauk í gær, en málflutn- ingur hefst í dag, fimmtudag. <3» * /w//aáf/r Blúðið/lngó

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.