blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 17
blaöið FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 FERÐALÖG I 17 Hvemig er best að velja sólar- Iandaferð? Nú ersá tími ársins þegar bœklingarfráferð- askifstofum streyma inn um lúgurnar ogfólk lœtur sig dreyma um sandala og „quick-tan“ brúsa meðan veturinn baular enn á íslandi. Fyrir þau sem stefna á sólar- strendur eða til framandi landa er margt sem þarf að hafa í huga og ýmislegt sem gott er að vita áður en miðinn er keyptur. Blaðið hafði samband við Helga Eysteinsson, sölu og markaðs- stjóra hjá Úrval Útsýn og bað hann um góðar ráðleggingar fyrir fólk sem situr og flettir bæklingum við eldhúsborðið. „Best er að kynna sér framboð ferðaskrifstofanna með því að skoða vefsíður þeirra mjög vel og vita um leið hverju maður er að leita að,“ segir Helgi og tekur um leið vel í ráðgjafahlutverkið. „Fólk má nefnilega ekki einblína bara á verðið, heldur þarf það líka að vita hvernig frí það langar til að fara í og hvaða þörfum það vill láta mæta. Fólk hefur ólíkan smekk og ólíkar þarfir þannig að ef þetta er vel skilgreint þá má gera ráð fyrir því að fríið verði gott. Ég held að margir brenni sig á því að hugsa fyrst og fremst um ódýrustu leiðina. Þá kaupir fólk sér stundum ferð og gerir sjálfkrafa væntingar um að viss atriði verði til staðar án þess að nein loforð hafi verið gefin um slíkt. Svo verður það fyrir von- brigðum þegar út er komið.“ Finnurðu fyrir því að íslenskar ferðaskrifstofur séu komnar í samkeppni við erlendar ferða- skrifstofur á Netinu. Svona i kjölfar þess að nú er flogið til London og Kaupmannahafnar oft á dag? „Nei, satt best að segja ekki. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að þetta beina leiguflug héðan skiptir fólk máli. Svo er verðið líka orðið svo hagstætt. Það er mikil samkeppni á markaðnum og þess vegna lækkar þetta eftir því. Það er kannski helst að fólk fái ódýrari ferðir ef það bókar með örstuttum fyrirvara, en um leið gleymist það að kannski eru líka ódýr tilboð hérna heima ef fyr- irvarinn er stuttur. Maður hefur meira fundið fyrir þessu í orði en á borði,“ segir Helgi. Fólk skipuleggur eigin ferðir Eru einhverjar aðrar breytingar ígangi? „Já, við höfum orðið vör við að fólk er farið að skipuleggja fríin sín sjálft og alveg á eigin vegum og notar þá Netið til þess. Þannig bóka sumir flug út, ibúð, hús eða hótel, bílaleigubíla og svo fram- vegis, án þess að hafa nokkurn tíma milligöngu eða samskipti við söluaðila eða ferðaskrifstofur. Þetta er vitað mál hjá öllum sem eru með svona skipulagðar ferðir og við erum eftir fremsta megni að reyna að bregðast við með aukinni þjónustu," segir Helgi að lokum. margret@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.