blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 24
24 I MATUR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaöiö ÖNDVEGISELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Einn félagi minn spurði mig um daginn hvort ég kynni hreinlega ekki að elda kjöt, því það væri bara fiskur sem ég skrifaði um hér í þessum pistlum. Ég sá mig því knú- inn til að vera með kjötuppskrift í dag til að reyna að sannfæra hann um að ég geti nú alveg eldað góða steik. Það getur svo sem alveg passað að ég sé meira í fiskinum þar sem ég er svo agalega hrifinn af honum. E það er nú líka í lagi að gera kjötinu skil þannig að ég valdi óskakjöt þjóðarinnar, lamba- kjöt. Það hefur nú varla farið fram hjá neinum að þessa vikuna er að byrja Food and Fun hátíðin og þar koma erlendir gestakokkar á sex sérvalin veitingarhús hér í höfuð- borginni. Sá kokkur sem kemur til okkar á Salt er amerískur og það fyrsta sem hann bað um að hafa á matseðlinum var íslenskt lamba- kjöt. Það er nú ekki skrýtið því það er ekkert annað lambakjöt í heim- inum í líkingu við okkar og hef ég nú sjálfur borðað víða erlendis. Það hlakkar líka alltaf í dómur- unum í öllum keppnum sem við í kokkalandsliðinu förum í erlendis því við förum nánast alltaf með lambakjöt sem aðalrétt og það er slegist um að fá sér íslenskt lamb. Jæja, þá er ég búinn að vinna heimavinnuna og hef sennilega reddað kokkalandsliðinu fríu kjöti í næstu keppni. Það er í rauninni ekki til vondur biti á lambinu, ef hann er rétt eld- aður. Framparturinn (oftast niður- skorinn) er til dæmis nánast ein- göngu í lagi langtímaeldaður, að steikja hann fyrst og síðan sjóða hann eða steikja hann í góðan tíma þar til kjötið losnar nokkuð auðveldlega af beinunum. Síðan eru svokallaðir dýrari bitar eins og hryggurinn og lærið en þar eru nú flestir með sínar skoðanir á því hvernig kjötið skal eldað og er ekkert rangt i þeim efnum, hvort heldur sem er lítið steikt, miðl- ungssteikt eða velsteikt. Ég kýs að hafa hryggvöðvana miðlungs- steikta en ég vil að lærið sé tölu- vert meira steikt, þar sem meira er um sinar í því. Nánast allt meðlæti sem borðað er með kjöti almennt passar með lambakjötinu. 1 upp- skriftinni í dag er ein af mínum uppáhaldssamsetningum, lamb, dill og hvítlaukur. Dillhjúpaður lambahryggs- vöðvi með hvítlaukskartöflu- mauki og dill-lambadjús Dillhjúpur fyrir fjóra; 1 búnt Dill 'h. búnt steinselja 100 gr. smjör 1 msk rasp 1 msk parmesan Aðferð Bræðið smjörið og blandið öllu vel saman (helst í matvinnsluvél). Setjið blönduna á smjörpappír, annan smjörpappír ofan á og rúllið þessu út í ca.2 mm þunna plötu og setjið í frysti þar til harðnar. Þá er þetta skorið í sömu lögun og lamb- afilleið er. Geymið í frosti þar til á að nota. Ca.800 g lambafille Salt og pipar Aðferð; Steikið lambafille á mjög heitri pönnu í oliu í ca.3 mín á hvorri hlið og setjið á ofnskúffu (álpappír undir, þá þarf ekki að þrífa ofn- skúffuna). Setjið dillplötuna ofaná filleið og bakið inni í ofni þar til að kjarnhitinn er orðinn 58 °c í miðju (miðlungs). Borið fram með góðri hvítlauks- kartöflumauki og síðan kraftmik- illi lambasósu með söxuðu dilli útí. Kveðja Raggi Glæsilegar iermíngarveislur lyrir litla sem stóra hópa, hvort sem er í salarkynnum okkar eða út í bæ Við hjóðum uppá margskonar veisluborð fyrír lerminguna Haiðu samband og við aðstoðum pig við valið '/‘//I/Hi/ki/hÍ • •SZIIIt/'/l/Htttlls/o/ll • .VZllúr(:/tu//u<)/>()l'(í /(t//iZ/(tti/o/'<í • /a/t /o/'fJ • i/a/'i/t /t/afí/o/'d ■s/hv/is// /t/rtí/o/'t) • (i(/,s/i//c/t-s// //(((í/o/'d /a/>a.s/'ct/i/' • .stei/a/'/i/ad/o/'d • •yáoa/'/'c//a/'//ad/to/'d ■s/ó/'ocis/a/o/'d Vistvæn kartöfluræktun er það sem koma skal Undanfarin ár hefur færst í auk- ana að kartöflubændur notist við svonefnda vistvæna ræktun. Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, segir vistvæna ræktun standa lífrænni síst að baki og hefur trú á að fyrr en síðar verði alfarið skipt úr almennri ræktun yfir í vistvæna. „Vistvæn ræktun þýðir að kartöflu- ræktunin fer fram undir eftirliti, slcil- yrt er hversu mikið magn af áburði má nota og þá má einnig nota arfa- lyf. Þetta er svo allt undir stýringu frá ráðunautum,“ segir Bergvin. Hann neitar því að arfalyfið sem um ræðir sé eitur. „Það er stór munur á því hvort talað er um eitur eða lyf. Arfalyfið fer aldrei ofan í jörðina og blandast ekki á nokkurn hátt við kartöflurnar sjálfar. Það hafa ein- hverjir verið að tala um að notuð séu spíruvarnarlyf og annað. En það er fjöldi ára síðan slíkt var notað síðast og ekkert af þessu er notað í vist- vænni ræktun,“ segir Bergvin. Skipt alveg í vistvæna ræktun Vistvæn kartöfluræktun fór fyrst að ryðja sér til rúms af einhverju ráði hér á landi fyrir fimm árum. Segir Bergvin hana stöðugt hafa færst í vöxt æ síðan og að í dag séu um 40% bænda með vistvæna ræktun í gangi. „Ég held að það hljóti að verða stefnan að skipt verði alveg yfir í vistvæna notkun og öll áburð- arnotkun verði undir eftirliti. Það er að minnsta kosti náttúruverndar- sjónarmiðið, að missa hvergi áburð út í náttúruna umfram það sem hún nýtir.“ Hægt er að þekkja vistvænt rækt- aðar vörur með ákveðnum stimpli sem settur er á umbúðir vörunnar. „Við merkjum þessar verur með orð- unum „vistvænn landbúnaður“ en slík merking þýðir einnig að varan hefur verið vottuð og viðurkennd af stjórnvöldum hér á landi,“ segir Bergvin. Hagur allra að takmarka áburð Bergvin segir að hefðbundin og vist- væn ræktun séu eins að öllu öðru leyti en að ekki er haft eftirlit með hefðbundinni ræktun og sett sér- stök skilyrði um magn áburðar sem má nota. Það sé þó hins vegar ekki síður hagur ræktandans en neytand- ans að takmarka áburðarnotkun. „Ef það er notað of mikið magn af áburði þá einfaldlega minnkar sprettan. Maður nær miklu meiri bragðgæðum í vörunni með minni áburðarnotkun og þá er geymsluþol kartaflna einnig mun betra," segir Bergvin. Þó að almenn ræktun sé eftirlitslaus þá hefur aldrei fundist vottur af áburðarleifum eða neinu slíku í kartöflum á seinni árum. Bergvin segir að þrátt fyrir allt sé lífrænt ræktað þó alltaf toppur- inn. „En vistvæn ræktun kemur þó alveg á hælana og stendur ná- lægt því jafnfætis lífrænni ræktun,“ segir Bergvin. Aðspurður hvers vegna allir bændur taki ekki upp líf- ræna ræktun segir hann það aldrei myndu vera mögulegt. „Við gætum aldrei brauðfætt heiminn á lífrænni ræktun einni saman. Hún krefst svo óhemju mikils lands og vinnuafls og af henni verða miklu minni af- köst en ella,“ segir Bergvin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.