blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 1
Fyrirtæki - heimili Pantaöu Quiznos á netinu og fáöu sent heim 1 Veidu ódýrt bensín _ ^avinnmg! ■ MATUR Kann líka að elda kjöt U TONLIST Spáð i spilin fyrir tón- listarverðlaun XFM Dillhjúpaður lambahryggsvöðvi Dr. Spock, Jakobína- Ragga Ómars með hvítlaukskart- rína og Trabant öflumauki t sigurstranglegar Kvittun fyfgir ávinningur! Frjálst, óháð & ókeypis! ÖBGO Meirafyrir peninginn SÍÐA 24 | SÍÐA 30 45. tölublað 2. árgangur fimmtudagur 23. febrúar 2006 Hjartasjúk- dómar koma við pyngjuna Hjarta- og æðasjúkdómar kost- uðu ríki Evrópusambandsins 169 milljarða evra (13.520 milljarða ísl. kr.) árið 2003 samkvæmt nýrri rannsókn sem birst hefur í evrópsku læknisfræðitíma- riti. Það samsvarar 230 evrum (rúmlega 18.000 ísl. kr.) á hvert mannsbarn í ríkjum Evrópusam- bandsins. Skýrsluhöfundar telja jafnframt að tölurnar séu var- lega áætlaðar og að kostnaður við hjarta- og æðasjúkdóma hafi aukist frá árinu 2003. Bretar eyða mestu Bretar eyddu hlutfallslega mestu fé í þennan málaflokk af öllum þjóðum Evrópusambandsins en þar í landi runnu 17% af útgjöldum til heilsugæslu í hann. Á frlandi er samsvarandi tala . 4,4% og á Möltu 2%. Ennfremur töpuðust 268,5 milljónir vinnu- daga i ríkjum Evrópusambands- ins vegna hjarta- og æðasjúk- dóma árið 2003 auk þess sem þeir höfðu verulega hamlandi áhrif á daglegt líf 4,4 milljóna manna eða eins af hverjum 100 íbúum í ríkjum sambandsins. Þörf á meiri forvörnum Sérfræðingar í hjartalækn- ingum segja að niðurstöður skýrslunnar sýni að þörf sé á meiri og skilvirkari forvörnum. Vísindamenn við Oxford-há- skóla í Bretlandi gerðu rannsókn- ina og er hún sú fyrsta sem bein- ist að efnahagslegum áhrifum hjarta- og æðasjúkdóma í þeim 25 ríkjum sem eiga aðild að Evrópusambandinu. Vísindamennirnir studdust meðal annars við gögn frá heil- brigðisyfirvöldum í ríkjunum 25 og rannsóknir á áhrifum sjúk- dóma á starfsgetu sjúklinga og vinnutap. < Höfuðborgarsvæðið meðallestur 67,3 53,8 46,9 «0 15 ro -Q C 3 O) k. »0 O m O 5 co »0 iö m C Samkv. fjölmiðlakönnun Gallup janúar 2006 16,6 > Q BlaHiMngó Andófið er nmkilvœgt Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur ræðir um forsetann, stjórnmálamennina og fræðin í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. | síður 18 & i 9 Islenskur efnahagstitringur veldur skjálfta á heimsvísu Fallandi gengi og lánshœfismat veldur ekki aðeins óróa á íslenskum fjármálamarkaði, því áhrifanna gœtir um allan heim. Lækkun nokkurra gjaldmiðla rakin til íslands. Verra lánshæfismat ríkissjóðs íslands og fallandi gengi krónunnar, sem sigldi í kjölfarið, hefur áhrif langt út fyrir landsteinana, enda er íslenska hag- kerfið orðið rækilega samofið hinum alþjóðlega peningamarkaði. Af þeim sökum lækkuðu gjald- miðlar fjölda ríkja í gær, einkum meðal hinna nýfrjálsu ríkja Mið- og Austur-Evrópu, en einnig meðal ýmissa ríkja annarra, sem hvað mest hafa sótt í sig veðrið efnalega upp á síðkastið. Islenska krónan féll um 4,6% gagnvart Banda- ríkjadal á þriðjudag, en það er mesta gengislækkun hennar í fimm ár. Ástæðan var lækkun lánshæfis- mats ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings úr stöðugu í neikvætt. Krónan hélt svo áfram að lækka hratt gagnvart Bandaríkjadal í gær, en rétti eilítið úr kútnum þegar á leið, en við lok markaða hafði hún veikst um 2% alls. Gengisfall í Brasilíu, Suður-Afríku, Indónesíu og Tyrklandi Þessar hrærirngar höfðu áhrif á gjaldeyrismark- aði víða um heim, en gjaldeyrismiðlarar, sem hafa haft dálæti á gjaldmiðlum nýju hagkerfanna svonefndu, virtust missa móðinn og var það í fjöl- miðlum á borð við Financial Times rakið lóðbeint Gjaldeyrismiðlarar fylgjast nú með hræringum á fslandi. til falls krónunnar. Þannig lækkaði brasilíski realinn um 1,9% gagnvart Bandaríkjadal, suður- afríska randið um 1,3%, tyrkneska líran um 1,3% sömuleiðis, indónesíska rúpían um 1% og pólska zlotyið um 0,5%. Undanfarin misseri hefur það færst mjög í vöxt hjá alþjóðlegum gjaldeyrismiðlurum að íjárfesta í gjaldeyri hinna nýju hagkerfa, en það er óljóst safnheiti yfir hagkerfi í örum vexti, sem yfirleitt má rekja til aukins frjálsræðis í efnahagslífi. Flest þeirra hafa talist til þriðja heimsins eða hinna ný- frjálsu ríkja í austri. ísland hefur talist til þessara hagkerfa, enda hagvöxtur hér óvenjumikill og landið í sjálfu sér nýkomið á kortið hjá viðskipta- jöfrum heimsins. Þjóðarskuldir jukust um 163 milljarða á tveimur dögum Fjármálasérfræðingar telja að gengi krónunnar sé að mestu búið að ná fyrri stöðugleika og segja að haldi menn ró sinni sé ekkert að óttast. Aðrir benda hins vegar á að margir hafí beðið leiðrétt- ingar á gengi krónunnar og ofmati á hlutabréfum í Kauphöllinni um nokkra hríð. Telji markaðurinn að komið sé að henni megi því vænta enn meiri hræringa áður en langt um líður. Samkvæmt Seðlabankanum hafa skuldir þjóðarbúsins aukist hratt undanfarna tvo daga. Gengi krónunnar hafi veikst um 6,4% þessa tvo daga og skuldir þjóðarinnar því aukist um 163 milljarða, sem er um 16,5% af vergri landsfram- leiðslu. Á móti komi þó gengishagnaður vegna verulegra eigna landsmanna í erlendri mynt. Að gengishagnaðinum frádregnum má því segja að staða þjóðarbúsins hafi versnað um 55 milljarða gagnvart umheiminum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.