blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaöið Leikið í körfubolta- Sissoko með skaddaða sjónhimnu num í kvöld Heil umferð fer fram í Iceland-Express-deildinni í körfu- bolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Stórleikur kvöldsins fer án efa fram í Keflavík þar sem nýbakaðir bikarmeistarar Grindavíkur mæta til leiks en þessi lið áttust einmitt við í úrslitum bikarsins síðastlið- inn laugardag þar sem Grindvík- ingar höfðu mikla yfirburði. Piltar Sigurðar Ingimundarsonar þjálf- ara Keflavíkur hyggja örugglega á hefndir en Keflvíkingar hafa 26 stig í öðru sæti deildarinnar og Grindavík er í fjórða sæti með 24 stig. Þegar þessi lið áttust við í Grindavík í deildarkeppninni 24. nóvember höfðu Keflvíkingar betur . í frábærum körfuboltaleik, 101-108. Þessi lið eru þekkt fyrir hraðan og skemmtilegan leik og í kvöld verður örugglega engin breyting þar á. Lík- leg úrslit verða að teljast heimasigur. Topplið deildarinnar, Njarðvík, sækir Snæfell heim í Stykkishólm og þar má reikna með hörkuleik en Snæfell hefur verið að leika feikilega vel að undanförnu og þá sérstaklega á heimavelli. Liðið hefur unnið síð- ustu þrjá leiki sína og er komið í 6. sæti með 20 stig en Njarðvíkingar hafa 30 stig í efsta sæti. Þegar þessi lið áttust við í Njarðvík í deildinni í lok nóvembermánaðar unnu ljónin 25 stiga sigur. Leikurinn í kvöld verður mjög líklega jafnari og ekki kæmi á óvart að Snæfell hefði betur. KR-ingar fara til Hveragerðis og mæta þar Hamri/Selfossi en Sunn- lendingar eru í 9. sæti, sex stigum frá því að komast í 8. sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. KR er í þriðja sæti og annað en útisigur í þessum leik kemur á óvart. I Seljaskóla mætast ÍR og Skalla- grímur. ÍR-ingar eru í 7. sæti með 18 stig en Skallagrímsmenn úr Borgar- nesi eru komnir í 5. sæti eftir mjög gott gengi að undanförnu, unnið þrjá síðustu leiki sína. Þegar þessi lið mættust í deildinni í Borgarnesi fyrr í vetur höfðu Skallarnir mikla yfirburði og burstuðu ÍR-inga með 32 stiga mun. Neðsta lið deildarinnar, Höttur, tekur á móti Fjölni á Egilsstöðum en piltar Benedikts Guðmundssonar hjá Fjölni eru í 8. sæti og ekkert annað en sigur hjá þeim í þessum leik kemur til greina. Annað yrði væntanlega slys i augum Benedikts. Sjötti leikur kvöldsins fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri þar sem Þór tekur á móti Haukum. Þarna mætast liðin sem eru í 10. sæti og 11. sæti en aðeins tveimur stigum munar á liðunum. Þegar þessi lið mættust í Hafnarfirði fyrr í vetur unnu Þórsarar tveggja stiga sigur en eins og flestir vita þá ræður útkoma úr innbyrðisviðureignum ef lið eru jöfn að stigum. Leikur kvöldsins á Akureyri verður því gríðarlega þýð- ingarmikill fyrir bæði liðin. Sigur hjá Þór kemur þeim i mjög góð mál í fallbaráttunni en eftir umferðina í kvöld eru aðeins fjórar umferðir eftir af deildarkeppninni. Jj NOVARTIS CpNSUMER HEALTH Vecta >enciclovir. ir 1% Vectavir á frunsuna Handhæg vörn, þægileg í veskið. Viltu iosna við frunsuna? Vectavir verkar írá byrjun einkenna. Vectavir verkar einnig á blöðrur. Vectavir á 2 klst. fresti í 4 daga. Vectavir krem 2 g án iyfseðils. (<> K0VARTIS vmxtTta Vectaviri% Vecta ir ívesk Mohamed Sissoko, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, varð fyrir slæmum meiðslum í leik liðsins gegn portúgalska liðinu Benfica í meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Sissoko sem er 21. árs gamall varð fyrir því óláni að á 35. mínútu leiksins að Beto, leikmaður Benfica, sparkaði í andlit leikmannsins. Sis- soko fór af velli og beinustu leið á sjúkrahús í Portúgal þar sem í ljós kom að hann var með skaddaða sjónhimnu eins og kemur fram í yfirlýsingu frá Liverpool. Eins og staðan er í dag er útlitið ekki nógu gott en gert er ráð fyrir að Sissoko fari til augnsérfræðings á Englandi þegar hann verður útskrifaður af sjúkrahúsinu í Lissabon. Brasilíski leikmaðurinn Beto sem sparkaði í andlit Sissoko baðst í gær opbinberlega afsökunar á atvikinu. „Ég vil biðjast afsökunar. Ég ætl- aði ekki að meiða hann. Þetta var dæmigert 50-50 atvik á miðjunni sem er alltaf að gerast. Þetta gerðist, en ég ætlaði mér ekki að slasa hann og ég vona innilega að hann nái fullri heilsu sem fyrst“, sagði Beto leikmaður Benfica um óhappið. Benfica vann leikinn 1-0 en seinni leikur liðanna fer fram á Anfield í Li- verpool 9. mars og það verður að telj- ast mjög svo ólíklegt að Mohamed Sissoko leiki með í þeim leik. Fer Gallas til Milan? Ariedo Braiday firmaður leikmanna- mála hjá ítalska liðinu AC Milan er nú staddur í Lundúnum þar sem hann er að reyna að ná samningum við tvo leikmenn Chelsea, William Gallas og Robert Huth. Braida flaug beint til Lundúna eftir jafnteflisleik Bayern Munchen og AC Milan í meistaradeild- inni á þriðjudag. Mörg lið eru sögð vilja krækja í Galias sem er samningslaus við Chelsea eftir leiktíðina en hann hefur verið mjög óánægður með að þurfa oft á tíðum að leika í stöðu bakvarðar hjá liði Jose Mourinho. Juventus, AC Milan, Inter og Real Madrid hafa verið nefnd í sambandi við William Gallas og eins og staðan er í dag þykir það líklegt að hann fari frá Chelsea næsta sumar. Þýski leikmaðurinn Robert Huth hefur ekki fengið mörg tækifæri til að sýna listir sínar með hði Chelsea í vetur og minnstu munaði að hann færi frá félaginu í janúarmánuði. Jurgen Klinsmann þjálfariþýska lands- liðsins hefur miklar mætur á Huth og það sama á við um forráðamenn AC Milan sem telja hann framtíðarvarn- arleikmann ásamt William Gallas en Jaap Stam er á förum frá Milan og þá eru Paulo Maldini og Alessandro Cost- acurta á síðustu metrunum. Daníel Berg fékk 3ja leikja bann Daníel Berg Grétarsson, leik- maður meistaraflokks FH hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja keppnisbann af aganefnd HSÍ. Daníel Berg var rekinn útaf í leik Vals og FH 17. febrúar en hann fékk þriggja leikja keppnisbann vegna ít- rekaðra brottrekstra. Hafrún Kristjánsdóttir leikmaður meistaraflokks Vals var úrskurðuð í tveggja leikja bann en hún var rekin útaf 1 leik FH og Vals 15. febrúar síðastliðinn. Atli Kristinsson leikmaður meist- araflokks Selfoss fékk einnig tveggja leikja keppnisbann vegna brottrekst- urs í leik Selfoss og ÍR og einnig vegna ítrekunaráhrifa eins og segir í úrskurði aganefndar. Aigars Lazdins leikmaður Þórs á Akureyri var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir brottrekstur í leik gegn Aftureldingu. Þá fékk Baldvin Þorsteinsson leikmaður Vals eins leiks bann eftir brottrekstur í leik Vals og Hauka 15. febrúar. Leikbann ofangreindra leik- manna tekur gildi frá og með deg- inum í dag. AFSI BLACK CAT POOLBORÐ GLÆSILEGT 7 FETA POOLBORÐ FRA GÆÐAFRAM- LEIÐANDNUM BCE VERÐ: 95.200,- VERÐÁÐUR: 119.000,- #PORT DEIL.DIM 'y Sportdelldin • Bæjarllnd 1-3 • 201 Kópavogur • Slmi: 577 4040 • www.holelnone.ls

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.