blaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 blaAi6
Samið við
Mladic?
Háttsettur embættismaður innan
serbneska stjórnkerfisins ítrekaði
í gær að komist hefði upp um
dvalarstað eftirlýsta stríðsglæpa-
mannsins Ratko Mladic og að
yfirvöld ynnu að því að fá hann til
að gefa sig fram. Carla Del Ponte,
yfirsaksóknari við Stríðsglæpadóm-
stól Sameinuðu þjóðanna í Haag
sagði að þó að Mladic væri innan
seilingar serbneskra yfirvalda gengi
hann enn laus. Degi áður hafði Del
Ponte hafnað því að eitthvað væri
hæft í fréttum af handtöku Mladic.
í gær sagði hún aftur á móti að
serbneskir embættismenn hefðu
sagt sér að engar viðræður stæðu
yfir um uppgjöf hans. Mladic sem
var hershöfðingi í her Bosníu
Serba hefur verið ákærður fyrir
þjóðarmorð vegna þáttar hans í
stríðinu í Bosníu 1992 til 1995.
Embættismaðurinn sem
ekki vildi láta nafns síns getið
sagði aftur á móti að það væri
eðlilegt að yfirvöld gerðu ekki
opinbert að viðræður um upp-
gjöf kynnu að standa yfir.
„Ef hann gefst ekki upp munum
við gera allt sem mögulegt er
til að koma honum í hendur
Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna,“ sagði embættismaður-
inn í viðtali við AP-fréttastofuna.
Arás á helgidóm víða mótmælt
Enn vex spenna í samskiptum trúarhópa í írak eftir árás á eina helstu mosku sjíta í landinu
Mótmæli brutust út og ráðist var
á moskur súnnímúslíma í gær
eftir að sprenging olli miklum
skemmdum á Askariya-mos-
kunni í Samarra í írak, einum
helsta helgidómi sjítamúslíma.
Þetta var þriðja árásin gegn
sjítum í landinu í þessari viku og
margir óttast að hún muni auka
enn frekar á spennu milli ólíkra
trúhópa. Þrátt fyrir að leiðtogar
sjíta hefðu hvatt fólk til að halda
ró sinni var ráðist á að minnsta
kosti 29 moskur súnnímúslíma
víða um land. Þá voru um 500
íraskir hermenn sendir í hverfi
súnnímúslíma í Bagdad til að
koma í veg fyrir að átök brytust
út milli sjíta og súnníta.
Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á
sprengingunni í gær en hópar rót-
tækra súnnímúslíma liggja undir
grun, þar á meðal armur Á1 Qaeda
í írak undir stjórn Abu Musab
al-Zarqawi.
Talsmaður innanríkisráðuneyt-
isins sagði að fjórir menn hefðu
komið í moskuna árla morguns og
sprengt tvær sprengjur. Hvolfþak
moskunnar hrundi við sprenging-
una og hluti veggsins eyðilagðist.
Sjítamúslfmar mótmæla árás á Askariya-moskuna, einn helsta helgidóm þeirra f (rak, á götum Bagdad í gær.
Reuters
Reynt að koma af stað
borgarastríði
Mouwafak al-Rubaie, þjóðarör-
yggisráðgjafi fraks, kenndi trúar-
ofstækismönnum um árásina í
viðtali við sjónvarpsstöðina Al-Ara-
biya og sagði að hún væri tilraun
til að koma af stað borgarastríði í
landinu.
Ayatollah Ali al-Sistani, virtasti
klerkur sjítamúslíma, hvatti fylgj-
endur sína til að gera ekki árásir
á moskur súnnímúslíma og fyrir-
skipaði sjö daga þjóðarsorg vegna
atburðarins.
Jalal Talabani, forseti íraks, for-
dæmdi árásirnar og hvatti til þess
að fólk sýndi stillingu. Hann sagði
jafnframt að árásinni væri ætlað að
eyðileggja viðræður um myndun
ríkisstjórnar sem endurspeglaði
einingu þjóðarinnar.
Talsmaður ríkisstofnunar sem
hefur umsjón með moskum og
öðrum helgidómum súnnímúslíma
fordæmdi einnig sprenginguna og
sagðist ætla að senda hóp manna
til Samarra til að rannsaka það sem
þar hefði gerst.
Helgidómurinn í Askariya
dregur til sín sjítapílagríma hvað-
anæva úr heiminum. Þar eru grafir
ímansins Ali al-Hadi sem lést árið
868 og sonar hans Hassan al-Askari
sem lést sex árum síðar. Þeir voru
næstsíðastir í röð 12 helgra ímana
sjítamúslíma en 12. ímaninn, Mo-
hammed al-Mahdri sem var sonur
Askaris, er talinn hafi falið sig í
kjallara helgidómsins og muni birt-
ast þar á dómsdegi.
Falinn ijársjóður!
Þjóðminjasain fslands á Sainanótt
Föstuðaðlnn 24. lehróar tl. 19 - 24
Kl. 20.00 og 22.30
Leikrænn upplestur.
Rúna K. Tetzschner sérfræðingur les upp úr skemmtilegum
og sérstæðum svörum úr þjóðháttasafni.
Opnunartími:
Alla daga nema
mánudagakl. 11-17
www.thjodminjasafn.is
Suöurgötu 41 þiöðminiasafn Isiands
101 Reykjavík NationalMuseumoflceland
Sími: 530 2200
Rettað yfir meintum
liðsmönnum A1 Qaeda
Réttarhöld hófust í gær yfir 17
mönnum í Jemen sem ákærðir
eru fyrir að hafa skipulagt árásir
gegn bandarískum skotmörkum
í landinu samkvæmt skipunum
frá Abu Musab al-Zarqawi, leið-
toga A1 Qaeda samtakanna í írak.
Saksóknari sagði að sakborning-
arnir hefðu haft í hyggju að gera
árásirnar til að hefna fyrir morð
bandarísku leyniþjónustunnar
(CIA) á háttsettum liðsmanni A1
Qaeda árið 2002.
Saksóknarinn sagði jafnframt
að mennirnir hefðu farið til íraks
og komið aftur til Jemen árið 2004
til að hrinda áætlunum sínum í
framkvæmd að skipan Zarqawis.
Sakborningar viðurkenndu að hafa
Þrír sakborningar af 17 sem ákæröir eru
fyrir aö hafa skipulagt hryðjuverkaárásir
í Jemen við réttarhöld sem hófust yfir
þeim í Sanaa í gær.
farið til Iraks en neituðu því að þeir
hefðu haft í hyggju árásir í Jemen.
„Við eigum í vandræðum með
Bandaríkin í írak en ekki í Jemen,“
sagði Ali al-Sayyad al-Harithi, leið-
togi hópsins. Hann sagðist hafa
fengið þjálfun í gerð sprengjuefnis
í írak en hefði yfirgefið landið eftir
að John Kerry, frambjóðandi demó-
krata í forsetakosningum í Banda-
ríkjunum árið 2004, hefði haft í
hótunum við Jemen. „Ég vildi verja
föðurland mitt,“ sagði hann.
Réttarhöldum var frestað til mið-
vikudags í næstu viku.
Sakborningarnir voru í hópi 19
manns sem handteknir voru af jem-
enskum öryggissveitum í síðasta
mánuði vegna gruns um að þeir
hefðu skipulagt hryðjuverkaárásir.
Tveir þeirra voru látnir lausir vegna
skorts á sönnunargögnum.
GARÐHEIMAR
heimur heillandi
u hluta og hugmynda
Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300
www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is