blaðið - 02.03.2006, Side 12

blaðið - 02.03.2006, Side 12
12 I VÍSINDI FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaöið Stúlkur sýna frekar einkenni kvíða og taugaveiklunar Að fœðastfyrir tímann hefur áhrif á persónueinkenni stúlkna áfullorðinsárum. Rannsóknir sýna að það að fæðast fyrir tímann hefur áhrif á persónu- leika viðkomandi á fullorðinsaldri. Þetta kemur fram á fréttavef BBC- news. Rannsókn var gerð á 18-19 ára ungmennum sem öll höfðu fæðst fyrir tímann. Þessi ungmenni voru síðan borin saman við börn sem fæddust eftir fulla meðgöngu. 1 ljós kom að stúlkur sem fæðst höfðu fyrir tímann voru líklegri til að verða kvíðnar og feimnar og voru í aukinni hættu á að greinast með þunglyndi en þær sem fæðst höfðu eftir fulla meðgöngu. Niðurstöð- urnar voru birtar í tímariti barna- lækna í Bandaríkjunum (American Journal Pediatrics). Þau ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni höfðu fæðst fyrir 33. viku meðgöngu á árunum 1979-1981. Þessi ungmenni voru síðan borin saman við 67 ungmenni á sama aldri sem fæðst höfðu eftir fulla meðgöngu. Þeir sem tóku þátt í rannsókn- Nicotineir t&LYFJ/ Hœttum að reykja í samfélagi á vefnum þar sem allir fá styrk hver frá öðrum og enginn þarf að standa elnn í baráttunni. Með sameiginlegu átaki drepum viö í fyrir fullt og allt Skráðu þig í átakið á vidþuin.is Þar er auk þess hœgt aö finna allar upplýsingar um máliö. Stúlkur sem fæðast fyrir tímann eru líklegri til að hafa lítið sjálfstraust. 99.................. Geðlæknirínn Dr. Matt- hewAllin sagði niður- stöðurnar benda til að þeir sem fæddir eru fyrir tímann séu móttæki- legri fyrir persónuein- kennum sem auka líkur á þunglyndi og kvíða. inni tóku persónuleikapróf sem innihélt 48 spurningar. A prófinu var m.a. spurt um skapsveiflur og samvinnuþýði. Stúlkum sem fæðast fyrir tím- ann hættara við þunglyndi Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fyrirburar (aðallega stúlkur) sýna sjaldnar persónuein- kennið úthverfu (extroversion) sem gefur vísbendingu um að þær hafi minna sjálfstraust og verði ófélags- lyndari en samanburðarhópurinn. Rannsóknin sýndi einnig að fyrir- burum er hættara við að verða tauga- veiklaðir sem siðan eykur líkur á kviða og litlu sjálfstrausti. Geðlæknirinn Dr. Matthew Allin sagði niðurstöðurnar benda til að þeir sem fæddir eru fyrir tímann séu móttækilegri fyrir persónuein- kennum sem auka líkur á þunglyndi og kvíða. Rannsóknin sýndi ekki hvers vegna það að fæðast fyrir tím- ann hefur áhrif á persónueinkenni en Dr. Allin sagði nokkrar skýringar líklegar. Hann sagði það möguleika að það að fæðast lítill tengdist ein- hvers konar heilaskaða og mögu- legum sýkingum. Einnig er líklegt að dvöl í hitakassa eftir fæðingu þýði minni tengsl við foreldra sem mögu- lega hefði áhrif á persónueinkenni á fullorðinsárum. Rannsóknum á þessu sviði verður haldið áfram. hugrun@bladid.net Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 FULL BUÐ AF VOR OG SUMARVÖRUM! RICCO VERO, PAS OFL.MERKI. X-RÁÐGJÖFINNI, FRAMUNDAN AÐ PANTA TÍMA í ÚTLITSRÁÐGJÖF FYRIR ÞÆR! www.stilistinn.is ðð stilistinn Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121 11. og 12. mars næstkomandi • i.; o GARÐHEIMAR heimur heillandi hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.