blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaöiö
„Hljóta að geta átt sér viðreisnar vonv'
Framkvœmdastjóri Landssambands œskulýðsfélaga segir of langt gengið í nýju fumvarpi um
œskulýðsmál. Hann kannast ekki við að fíkniefnasalar leiti eftir störfum á þessum vettvangi.
BA býður 52
til Lundúna
Flugfélagið British Airways hefur
áætlunarflug til íslands sunnudag-
inn 26. mars og ætlar af því tilefni
að bjóða 26 manns auk förunautar
í helgarferð til Lundúna. Hinir
heppnu verða dregnir úr hópi þeirra,
sem hafa skráð sig á vef British Air-
ways (www.ba.com) fyrir næsta
föstudag, 10. mars.
I tilkynningu frá flugfélaginu
greinir að allir þeir, sem þegar hafa
skráð sig á vef BA verði með í pott-
inum þegar hinir heppnu verða út
dregnir til þess að taka þátt í fyrsta
fluginu. Auk flugsins út fá þeir gist-
ingu í þrjár nætur á hótelinu Park
Inn og einn hátíðarkvöldverð.
Sérstakt kynningartilboð er í
gildi hjá British Airways vegna hins
nýja áætlunarflugs milli íslands
og Englands. Fyrstu 20 þúsund ein-
staklingunum, sem skrá sig á vef
flugfélagsins, býðst 50% afsláttur af
viðmiðunarverði á flugleiðinni auk
20% afsláttar af hótelum í London.
Samkvæmt því er verðið aðra leið-
ina milli Keflavíkur og Lundúna
6.073 krónur að sköttum og gjöldum
meðtöldum, en farmiðasala BA hér
á landi fer einungis fram á Vefnum.
I nýju frumvarpi um æskulýðslög
sem nú er til umræðu í mennta-
málanefnd eru of miklar skorður
settar við það hverjir megi starfa að
æskulýðsmálum, segir Höskuldur
Sæmundsson, framkvæmdastjóri
Landssambands æskulýðsfélaga.
í frumvarpinu er kveðið á um
að umsækjendur verði að skila inn
sakavottorði með umsókn sinni
til þess að sýna fram á að þeir hafi
hvorki hlotið dóm fyrir kynferðis-
brot né fíkniefnabrot. „Það sem við
höfum gert athugasemdir við varð-
andi þetta frumvarp er að hin ýmsu
bindindissamtök.jafningjafræðslan
og önnur samtök sem berjast gegn
fíkniefna- og áfengismisnotkun,
nota mikið óvirka fíkla í sínu starfi,“
segir Höskuldur. Margir þeirra sem
starfað hafa að fíkniefnaforvörnum
eiga sér forsögu í heimi fíkniefn-
anna og hafa jafnvel hlotið dóma
vegna þess. „Mér finnst því vanta
einhver undantekningarákvæði
sem gerði þessum einstaklingum
kleift að leggja sitt af mörkurn."
Hnökrar á frumvarpinu
Höskuldur segir eðlilegt að fólk
eigi sér viðreisnar von í lífinu. „Ég
skil hins vegar hugsunina á bak
við ákvæðið en að mínu mati eru
ákveðnir hnökrar á því eins og það
er sett fram þarna.“ Annað sem
vekur athygli þegar frumvarpið er
lesið segir Höskuldur að þeir sem
gerst hafi brotlegir við fíkniefnalög-
gjöfina eru settir undir sama hatt
og barnaníðingar. „Þetta er sagt í
sömu setningunni. Mér finnst ekki
hægt að leggja þetta tvennt að jöfnu
vegna þess að þeir sem lent hafa í ein-
hverju rugli á lífsleiðinni og fengið
á sig dóm vegna fíkniefna hljóta að
geta átt sér viðreisnarvon. Sérstak-
lega þeir sem sækjast eftir því að
starfa við að fræða börn og unglinga
um skaðsemi fíkniefna og geta þar
miðlað af eigin reynslu.“ Höskuldur
tekur dæmi af því þegar Jafninga-
fræðslan var stofnuð á sínum tíma.
Þá hafi ungur strákur starfað með
þeim sem áður hafði verið djúpt
sokkinn í fíkniefni.
„Þegar þessi maður sagði sína sögu
vakti hún sterk viðbrögð hjá krökk-
unum sem á hlustuðu. Manni finnst
því full harkalegt að útiloka þennan
hóp alveg.“ Höskuldur ítrekar að
sjónarmið Ástu Möller í þessum
málum eigi rétt á sér og stundum
leynist svartir sauðir inn á milli. En
mér finnst algjör óþarfi að skella
þessari hurð alveg í lás.“
Settir út af sakramentinu
1 samtali við Blaðið sagði Ásta Möller,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
ein þeirra sem frumvarpið sömdu,
að ákvæðið um fíkniefnabrotin
hafi verið sett inn til þess að koma í
veg fyrir að fíkniefnasalar ráði sig í
æskulýðsstarf til þess að komast að
börnum og unglingum. Höskuldur
segist hafa heyrt orðróm i þessa
veru í gegnum árin en að hann hafi
aldrei fengist staðfestur.
„Þegar ég var í Jafningafræðslunni
fyrir um 10 árum þá kom þessi orð-
rómur upp,“ segir hann. „Ég hef
hins vegar aldrei heyrt um staðfest
dæmi þess að fíkniefnasalar hafi
sóst eftir að taka þátt í æskulýðs-
starfi með það að augnamiði að selja
krökkunum dóp.“
Höskuldur ítrekar að hann sé
ekki að gera lítið úr fyrirvörum
þeirra sem frumvarpið sömdu, „en
hins vegar finnst mér full harkalega
gengið fram. Það á að sjálfsögðu að
taka öll þau skref sem hægt er til
þess að vernda ungt fólk og æskulýð
landsins en það er alveg út í hött að
setja menn sem jafnvel hafa starfað
að forvarnarmálum í fjölda ára út af
sakramentinu fyrir gamlar syndir
sínar.“
Olíufélagið hættir föstum
verðákvörðunarfundum
Þrjú ár i fýrsta lyfið
frá Erfðagreiningu?
Lyfjaprófá hjartalyfi hafa gengið vel.
Fleiri lyfsögð á leiðinni íprófanir.
Olíufélagið ehf. hefur orðið við
beiðni talsmanns neytenda og
ákveðið að leggja af fasta vikulega
fundi um ákvörðun eldsneytis-
verðs. Talsmaður neytenda segir allt
mynstur í verðmyndun skaða hags-
muni neytenda.
Engar reglur brotnar
Olíufélagið hefur um árabil haldið
fasta fundi á mánudögum þar sem
ákvarðanir varðandi eldsneytisverð
eru teknar. Þetta hefur þýtt að aðrir
aðilar á markaðinum hafa hingað til
getað miðað sínar verðbreytingar
við ákvörðun félagsins.
Að mati Gísla Tryggvasonar, tals-
manns neytenda, myndast alltaf
hætta þegar slíkt mynstur skapast
í kringum verðlagningu og getur
það skaðað hagsmuni neytenda. Af
þeim ástæðum beindi embættið
þeim tilmælum til Olíufélagsins
ehf. að það legði niður þessa föstu
fundi. „Eg er ekki að halda því fram
að ætlunin hafi verið að hafa áhrif á
verðmyndun á markaði né að reglur
hafi verið brotnar. En það hafði skap-
ast þarna ákveðið mynstur og allt
mynstur í verðmyndun þar sem á að
vera samkeppni er óheppilegt.“
Verða við tilmælum
Hermann Guðmundsson, forstjóri
Olíufélagsins ehf., segir félagið hafa
haft þessa vinnureglu um langa hríð
en ákveðið að breyta henni í sam-
ræmi við tilmæli talsmanns neyt-
enda. „Talsmaður neytenda hafði
áhyggjur af því að þessi vinnuregla
gæti orðið til þess að aðrir tækju
aldrei frumkvæði á markaðinum.
Við höfum enga hagsmuni afþví að
halda einhverri stefnu á lofti sem að
hann telur að henti ekki neytendum.
Framvegis munum við því hafa
þessa verðákvörðunarferla eitthvað
lausari í reipunum.“
Hermann segir fyrirtækið hafa
lengi þurft að leiða verðmyndun
á markaðinum en það gæti alveg
þegið að einhverjir aðrir tækju það
hlutverk að sér. „Það væri miklu
þægilegra ef aðrir gætu leitt markað-
inn. En okkur hefur ekki verið boðið
upp á það. Við berum ábyrgð á því
að hluthafar félagsins skaðist ekki
og með þá hagsmuni að leiðarljósi
höfum við fylgt okkar verðstefnu
og látið okkur fátt um finnast hvað
aðrir ætla að gera.“
Fyrsta lyfið frá íslenskri erfðagrein-
ingu gæti komið á markað eftir
þrjú ár, jafnvel fyrr ef bandaríska
lyfjaeftirlitið heim-
ilar. Hér ræðir um
lyf, sem hefur vinnu-
heitið DG031, en því
er ætlað að minnka
líkur á hjartaáfalli.
Yfir 2.000 manns
hafa tekið þátt í lyfja-
prófunum á því og
hafa engar aukaverk-
anir komið í ljós.
Kári Stefánsson,
forstjóri Islenskrar
erfðagreiningar,
gerði íslenskum
blaðamönnum og
fjárfestum grein fyrir
starfsemi fyrirtækisins, ástandi og
horfum í gær, en daginn áður höfðu
verið birtar rekstrartölur síðasta
árs.
Kári lagði áherslu á að þó menn
töluðu um rekstrartap hjá fyrirtæk-
inu yrði að hafa í huga að hér væri
um fjárfestingu að ræða. Hún væri
vissulega áhættusöm, en um leið
æti ávinningurinn verið verulegur.
heiminum væru 92 lyf seld fyrir
meira en milljarð Bandaríkjadala
á ári, en 10 mest seldu lyfin seldust
fyrir ríflega 50 milljarða dala.
Þá ítrekaði Kári að ekki mætti
gleyma því, að verulegur árangur
hefði þegar náðst; 35
meingen hefðu verið
kortlögð, 15 lyfjamörk
fundist, átta lyf væru
í þróun og prófanir
hafnar áþremurlyfjum.
Þau yrðu raunar fimm
talsins áður en árið
yrði á enda.
Þá mætti líka benda
á að deCODE væri
fyrsta og um leið eina
fyrirtækið í heiminum,
sem tekist hefði að
finna meingen og þróa
í framhaldinu lyf, sem
komið væri í lyfjaprófun.
Þau lyf, sem í þróun væru, beindust
öll gegn mjög algengum heilbrigðis-
vanda á borð við hjartaáföll, astma,
útæðasjúkdóma, verki heilablóðföll
og offitu. Kvaðst Kári vongóður um
að fyrirtækið hefði náð varanlegum
árangri í að stytta þróunartíma
þeirra.
Gengi bréfa deCODE, móðurfé-
lags Erfðagreiningar, lækkaði ört
á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í
gærmorgum, en um hádegisbil rétti
það talsvert af.
Kári Stefánsson
brother ql-sso
lUmboðsoðili:^^^^^^^^^^^-
Rafnort
Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102.
rafport@rafport.is www.rafport.is
Umboðsmenn um land ollt
•^feSLÍÍlJÍl
IVIÍIVUMI
Miíar ó bréf, pakka, bréfabindi o.fl.
Á CD/DVD diska, miðar úr plosti
Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook
Prentor merkiborða bæði ú pappir og plost,
stærðir eftir vali, allt oð eins meters lango
Allt að 62mm breidd
• 50 miðar ó mínútu*
• USB tenging
• Windowshugbúnaður
• Sjúlfvirk klipping
• Heilar lengjur eða staðlaðor
*Staðlaðir póslfongomiðor
I
I
Á