blaðið - 08.03.2006, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaðiö
6 I IWWLEWDAR FRÉTTIR
KB banki seldi
í Baugi Group
mbl.is | Kaupþing banki hf. seldi
í gær 8,75% hlutaíjár í Baugi
Group hf. og hefiir þar með
selt allan hlut sinn í félaginu.
Innleystur hagnaður vegna söl-
unnar nemur um 3,3 milljörðum
króna. Kaupandi hlutanna er
fjárfestingafélagið Gaumur
og Eignarhaldsfélagið ISP.
í tilkynningu frá Kaupþingi
banka segir að með sölunni
ljúki verkefni sem hófst árið
2003 með yfirtöku og afskrán-
ingu Baugs Group úr Kauphöll
fslands ásamt skiptingu þess
í fjárfestingafélagið Baugur
Group og smásölufyrirtækið
Hagar hf. Þar hafi bankinn séð
um ráðgjöf og fjármögnun og
eignaðist við það um fimmt-
ungs hlut í Baugi Group.
ftilkynningunni segir
einnig að KB banki hafi um
árabil starfað með Baugi
Group að ýmsum umbreyting-
arverkefnum á fyrirtækjum
og muni salan á eignarhlut-
anum nú engin áhrif hafa á
áframhaldandi samstarf.
íbúðalána-
sjóður lækk-
ar vexti
mbl.is | íbúðalánasjóður hefúr
í kjölfar útboðs á íbúðabréfum
ákveðið að útlánsvextir íbúða-
lána sjóðsins verði lækkaðir
úr 4,7% í 4,65%. Taka þeir
vextir gildi í dag. fbúðalán með
sérstöku uppgreiðsluálagi, sem
eru með 0,25% lægri vöxtum
en vextir hefðbundinna lána,
munu bera 4,4% vexti.
f fyrsta áfanga íbúðabréfa
á þessu ári bárust alls tilboð
að nafnvirði 14,92 milljarðar
króna. Ákveðið var að taka
tilboðum í íbúðabréf að nafn-
virði 4,4 milljarðar króna.
Auka hlut
sinn í Bang
& Olufsen
FL Group hefúr aukið hlut sinn
í danska raftækjaframleiðand-
anum Bang & Olufsen um 1,9%
og á nú um 10,1% í félaginu
eða 1,25 milljón hluti. Þetta
kom fram í tilkynningu til
dönsku kauphallarinnar í gær.
f febrúar síðastliðnum
keypti FL Group um 8,2%
hlut í Bang & Olufsen fyrir
um 7,5 milljarða króna.
„Umræða um álver eykur væntingarv'
Formaður Samfylkingarinnar segir að umrœða umfleiri álver hafi áhrifá efnahaginn hér
á landi. Forráðamenn fyrirtœkja íþekkingariðnaði eru svartsýnir á framtíðina.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir segir að
spá íslandsbanka
frá því í gær stað-
festi skoðun Sam-
fylkingarinnar um
að ekki sé rými til
að byggja tvö álver
á íslandi á næstu
árum. í spánni
kemur fram að
verði af stækkun áf-
versins í Straums-
vík, auk þess sem
álver á Húsavík
verði byggt, muni
það á næstu árum
þýða hærra með-
algengi íslensku
krónunnar, hærri
stýrivexti, aukna verðbólgu og
meiri viðskiptahalla en ella hefði
verið. Sérstaklega er tekið fram í
greiningu fslandsbanka að ekki er
gert ráð fyrir að ráðist verði í bygg-
ingu álvers i Helguvík.
HllmarV.
Pétursson
Umræðan hefur áhrif á efnahaginn
„Það er varhugavert fyrir stjórnvöld
að setja öll þessi álver á dagskrá
því þetta snýst um að stjórna vænt-
ingum,“ segir Ingibjörg.
„Ef búnar eru til þær óraunhæfu
væntingar að af öllum þessum
framkvæmdum verði þá hefur það
líka áhrif á gengið, verðbólguna og
viðskiptahallann. Þá telja bæði fyrir-
tæki og almenningur að það séu for-
sendur fyrir áframhaldandi skuld-
Staða útflutningsgreina hér á landi er erfið um þessar mundi, og er það að hluta til rakið til uppbyggingar stjóriðju á Austurlandi.
Myndin er tekin á byggingarsvæði Alcoa á Reyðarfirði. Ljósmynd Pétur Sörensson
setningu og neyslu. Því finnst mér
óábyrgt af stjórnvöldum að tala eins
og þau gera því þetta hefur áhrif á
bæði almenna umræðu og vænt-
ingar sem henni tengjast. f stað þess
að róa markaðinn aðeins og draga
úr þenslunni er á þennan hátt kynt
undir henni.“
Aðrar útflutningsgreinar í vanda
Erfið staða annarra útflutnings-
greina en áliðnaðarins hefur verið
nokkuð til umræðu að undanförnu.
Sterk staða krónunnar hefur meðal
annars reynst fýrirtækjum í sjávar-
útvegi ákaflega erfið og hafa mörg
þeirra lagt upp laupana síðustu miss-
eri. Forráðamenn fyrirtækja I þekk-
ingariðnaðinum hafa ennfremur
verið duglegir við að benda á hvaða
áhrif núverandi staða í efnahagskerf-
inu hefur á fyrirtæki í þeirra grein.
Á sama tíma og kostnaður þessara
fyrirtækja, sem fyrst og fremst felst
f launakostnaði starfsmanna, hefur
staðið í stað eða aukist, komi mun
færri krónur í kassann þar sem mik-
ill hluti tekna þessara fyrirtækja er I
erlendri mynt.
„Staðan hjá okkur er reyndar
merkilega góð þrátt fyrir að við
höfum reiknað það út að sterk staða
krónunnar undanfarin misseri hafi
kostað fyrirtækið um 200 milljónir
króna,“ segir Hilmar V. Pétursson,
forstjóri CCP, sem stendur að baki
leiknum Eve Online.
„Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé
kominn timi til að stjórnvöld hætti
þessu og fari að einbeita sér að ein-
hverju öðru og meira uppbyggilegu,
t.d. að byggja upp þekkingariðnað.
Ég hef talsverðar áhyggjur af þess-
ari atvinnugrein hér á landi. Þau
fyrirtæki sem náð hafa einhverjum
árangri eru nú í skipulögðum brott-
flutningi héðan frá Islandi og ég er
ekki að sjá að það muni breytast.
Þessi fyrirtæki eru ekki endilega
að flytja sig til landa þar sem til
að mynda launakostnaður er lægri
heldur einfaldlega til landa þar
sem stöðugleikinn er meiri,“ segir
Hilmar.
Gosblandaö áfengi sækir á
Áfengisneysla fslendinga eykst
jafnt og þétt ef marka má nýjar
tölur frá Hagstofu fslands. Lang-
stærstur hluti af áfengisneyslu
landans liggur í bjórdrykkju, en
rúmlega helmingur alls þess alkó-
hóls sem fslendingar setja ofan í
sig kemur í gegnum ölið.
Samkvæmt Hagstofunni varð tæp-
lega 7% aukning í áfengissölu í fyrra
miðað við árið áður. Seldir voru
áfengir drykkir sem samtals inni-
héldu 1.625 lhra af hreinu alkóhóli
á síðasta ári, en árið áður voru lítr-
arnir 1.523.
Salan samsvarar því að hver ein-
staklingur yfir 15 ára aldri hafi keypt
7,05 lítra af hreinu alkóhóli árið 2005
sem er um 5% aukning milli ára.
Ástralía og Nýja Sjáland vinsæl
Mikil aukning hefur orðið á neyslu
Bjórdrykkja skýrir stærstan hluta af
neyslu alkóhóls (slendinga.
gosblandaðra drykkja og hefur
neyslan aukist úr 0,7 lítrum árið
2000 í um 1,8 lítra á hvern íbúa 15
ára og eldri árið 2005.
Sífellt meira er ennfremur selt af
léttum vínum og hefur rauðvín þar
nokkurt forskot á hvítvínið.
En frá hvaða löndum eru vínin
sem við erum að drekka? Jú, ef við
skoðum rauðvínið kemur í ljós að
Ástralía og Nýja Sjáland hafa sótt
mjög í sig veðrið á siðustu árum og
nú velja flestir vín frá þeim löndum
ásamt Spáni þegar farið er í heim-
sókn í Ríkið, nú eða á næsta veitinga-
stað. Lengi vel völdu flestir vín frá
Frakklandi, sem nú situr í fjórða
sæti listans yfir vinsælustu fram-
leiðslulönd rauðvíns.
Frakkland hefur líka aðeins gefið
eftir hvað hvítvín varðar. Landið
er í öðru sæti listans yfir þau lönd
sem selja mest af hvítvíni á íslandi
og þarf aftur að lúta í gras fyrir Ástr-
alíu og Nýja Sjálandi.
Neysla á sterkum vínum nemur
síðan um 20% af áfengisneyslu
landans.
Mikill verð-
munur á hrein-
lætisvörum
Mjög mikill munur var á verði
hreinlætisvara í könnun sem
verðlagseftirlit Alþýðusambands
íslands (ASÍ) gerði í gær.
Mesti verðmunurinn i könnuninni
var 102% á Fructis hárnæringu sem
var ódýrust í Bónus á 198 kr. en dýr-
ust í Samkaupum Strax á 399 krónur.
Bónus var oftast með lægsta verðið
í könnuninni eða í alls 15 tilvikum.
Ellefú-ellefii var hins vegar oftast
með hæsta verðið eða í 17 tilvikum.
ASÍ kannaði einnig verð á
þurrmjólk og bleium og kom í ljós
að verð á þessum vörum hefúr
hækkað nokkuð ífá því í ágúst í
fyrra. Þannig hefur meðalverð fyrir
450 gr dós af Sma Gold þurrmjólk
hækkað úr kr. 345 í ágúst i kr. 436
nú eða um rúm 26%. Meðalverð á
pakka af Pampers Baby Dry Maxi+
58 stk. hefúr hækkað úr 831 kr í
SJONARHOLL
Gleraugnaverslun
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfirði
565-5970
Líklega hlýlegasta
gleraugnaverslunin
norðan Alpafjalla