blaðið - 08.03.2006, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTXR
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaöiö
Rauters
Besygie fagnaði niðurstöðu hæstaréttar í gær. Hann bíður nú eftir að frekari ákærur gegn honum verði teknar fyrir
Besigye sýknaður í Úganda
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í
Úganda, Dr. Kizza Besigye, var sýkn-
aður í gær, þriðjudag, af nauðgunar-
ákæru í hæstarétti í Kampala, höfuð-
borg landsins. Besigye, sem tapaði
fyrir Yoweri Museveni, sitjandi
forseta í kosningum í síðasta mán-
uði, hefur ávallt haldið því fram
að nauðgunarkæran væri runnin
undan rifjum andstæðinga hans.
Við dómskvaðningu gagnrýndi dóm-
arinn ákæruvaldið harðlega og lét
þau orð falla um málsmeðferðina að
hún hafi verið gróf og viðvaningsleg.
Besigye segir dóminn sanna að hann
sé fórnarlamb pólitískra ofsókna.
I kjölfar dómskvaðningar kærðu
lögfræðingar Besigye niðurstöðu for-
setakosninganna í síðasta mánuði.
Þeir saka stuðningsmenn Museveni
um kosningasvindl og segja að stuðn-
ingsmönnum Besigye hafi verið
meinaður aðgangur að kjörstöðum.
Kosningaeftirlitsmenn frá Evrópu-
sambandinu hafa ekki staðfest
þessar ásakanir en þeir gagnrýndu
þó handtöku Besigye og nauðguna-
ákæruna, sem var gefin út stuttu
eftir að hann Iýsti yfir framboði.
Einnig ákærður fyrir land-
ráð og hryðjuverk
Þrátt fyrir sýknudóminn er Besigye
ekki enn laus allra mála. Stjórnvöld
i Úganda hafa kært hann fyrir land-
ráð og herinn hefur einnig kært
hann fyrir hryðjuverkastarfsemi og
ólöglegan vopnaburð. Áður höfðu
dómstólar kveðið á um að herinn
hefði ekki lögsögu til að ákæra
óbreyttan borgara en ríkisvaldið
hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu. Rétt-
arhöldin hefjast 15. þessa mánaðar.
Dr. Besygie og Museveni voru
bandamenn í borgarastríði sem
geisaði í landinu á níunda áratug
síðustu aldar. Stríðinu lauk með því
að Museveni komst til valda og varð
forseti og hefur hann gegnt því emb-
ætti síðan. í brýnu sló á milli þeirra
tveggja þegar Besygie bauð sig fram
gegn sínum gamla bandamanni í
forsetakosningum árið 2001. Eftir
þær kosningar flúði Besygie land
'.Wi FLÍSSETT
PEYSA&BUXUR
tilboð: 3.995 kr.
FLÍS WINDSTOPPER
með rennilás undir ermum
S-XL
R Verð frá 1.995 kr.
m C3 DÖMUFLÍSPEYSA
I Verðfrá1.995 kr.
^ DÖMUWINDSTOPPER
^ Verð frá 3.995 kr.
SKATABUÐIIM
FERÐAVERSLUN
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727
www.skatabudin.com
Bann við fóstureyðingum
samþykkt í Suður-Dakóta
mbl.is I Fóstureyðingar eru svo að
segja með öllu bannaðar í Suður-
Dakóta í Bandaríkjunum eftir að rík-
isstjórinn, Mike Rounds, staðfesti í
gær, þriðjudag, ný lög sem hann
sagði vera „beina árás“ á úrskurð
Hæstaréttar Bandaríkjanna sem
lögleiddi fóstureyðingar fyrir 33
árum. Þeir sem vilja heimila fóstur-
eyðingar segjast ætla að berjast gegn
nýju lögunum.
Samkvæmt lögunum teljast
læknar brotlegir ef þeir eyða fóstri
i þeim tilvikum þar sem líf móð-
urinnar er ekki beinlínis í hættu.
Engar undantekningar eru gerðar
í þeim tilvikum þar sem nauðgun
eða sifjaspell hafa leitt til þung-
unar. Eiga læknar yfir höfði sér allt
að fimm ára fangelsi fyrir að eyða
fóstri ólöglega.
Líklegt er talið að dómstólar i
S-Dakóta fresti gildistöku laganna,
sem eiga að taka gildi 1. júlí. Það
Mike Rounds, rfkisstjóri, samþykkti lögin
þrátt fyrir að viðurkenna að þau gangi í
berhögg við úrskurð hæstaréttar.
hefur í för með sér að Hæstiréttur
Bandaríkjanna þarf að fjalla um
þau og feíla úrskurð yfirvöldum í S-
Dakóta í vil áður en framfylgja má
lögunum.
Framfaraflokkur mælist
með mest fylgi í Noregi
mbl.is I Stuðningur norska Framfara-
flokksins, sem situr í stjórnarand-
stöðu og er til hægri á stjórnmála-
vængnum, hefur aukist i kjölfar
skopmyndadeilunnar svonefndu.
Flokkurinn mælist nú með mest
fylgi allra flokka í Noregi sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar sem
voru birtar í dag í norska dagblað-
inu Bergens Tidende.
Framfaraflokkurinn myndi fá
31,8% atkvæða ef gengið yrði til kosn-
inga í dag sem er mikil fylgisaukn-
ing frá því í febrúar, en þá mældist
flokkurinn með 27,1% fylgi.
Að sögn stjórnmálafræðinga er
talið að það megi rekja aukið fylgi
flokksins til skopmyndanna um-
deildu af Múhameð spámanni sem
vakið hefur mikla reiði í ríkjum
múslíma um allan heim.
Samkvæmt könnuninni hrapar
fylgi norska Verkamannaflokksins,
undir forystu Jens Stoltenbergs, úr
33,1% í 28,7%.
Alls tóku 988 manns þátt í könn-
uninni sem var framkvæmd 1.-4.
mars síðastliðinn.
Varað við Sushiáti
Japanskir sjómenn gera að túnfiski af bláuggaætt. Ólíkt Bandaríkjamönnum óttast þeir
ekki að fá kvikasilf urseitrun af túnfiskáti..
Samtök frá Kaliforníu, sem berj-
ast fyrir verndun sjávarskjald-
baka, hafa varað almenning við
því að borða sushi vegna hættu á
kvikasilfurseitrun.
Talsmaður samtakanna, sem heita
„Sea Turtle Restoration Project",
hefur líkt sushi-áti við rússneska
rúllettu. Útsendarar á vegum sam-
takanna tóku sýni af sex vinsælustu
sushi-veitingastöðum Los Angeles-
borgar og sendu þau á rannsóknar-
stofu. Niðurstöðurnar voru sláandi.
Að meðaltali var kvikasilfursmagn
í túnfiski sem var notaður metið
100% yfir viðmiðunarmörkum og
þar af leiðandi óhæfur til manneldis
samkvæmt þeim viðmiðunum sem
bandarísk matvælayfirvöld styðjast
við.
Túnfiskur er eitt vinsælasta hrá-
efnið í sushi og því eldri sem hann
er, þegar hann er veiddur, því betur
hentar hann í þennan vinsæla jap-
anska rétt. Túnfiskar lifa lengur
en aðrir fiskar og eðli málsins sam-
kvæmt safnast meira kvikasilfur í
sjávarfang því lengur sem það dvelur
í hafinu. Lítil sem engin hætta er á
kvikasilfurseitrun í öðrum fiskum
sem eru vinsælir í sushi, fiskum eins
og rækju og laxi, en líftími þeirra er
tiltölulega skammur.
Mikill ótti er við kvikasilfurs-
magn í fiski í Kaliforníu og þurfa
allir sjávarréttaveitingastaðir, sem
hafa fleiri en tiu starfsmenn, að
hafa skilti sem vara við skaðlegum
áhrifum kvikasilfurs í fiski. Tals-
menn samtakanna telja að grípa
verði til harðari aðgerða til þess að
vernda bandarískar sushi-ætur og
hvetja yfirvöld til þess að athuga að
staðaldri kvikasilfursmagn í fiski á
sjávarréttaveitingastöðum.