blaðið - 08.03.2006, Qupperneq 12
12 I FYRIR KONUR
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaöiö
Fyrr skal ég dauð liggja!
Félag ungra femínista, Bríet, efnir til baráttugleði á efri hœð Dubliners í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna.
í kvöld mun Femínistafélagið
Bríet standa fyrir samkomu í til-
efni af alþjóðlegum baráttudegi
kvenna í dag, 8. mars. Þær lofa
því að andi fyrri tíma kvenrétt-
indakvenna muni ráða ríkjum
með viðeigandi veggspjöldum,
slagorðum og búningum.
Femínistar nútímans munu tala
um það sem stendur þeim nær og
fjær í anda gömlu kempnanna. Tón-
listarkonur og plötusnúðurinn Suffr-
age leika svo lög af skífum og syngja
á milli baráttuþrunginna þrumu-
ræðna. Blaðamaður sló á þráðinn til
eins af forsprökkum félagsins.
Hvað kom til að þið ákváðuð að
halda nostalgískt femínistakvöld?
„Fyrir nokkrum árum héldum við
svona kvöld á efri hæð veitingastaðar-
ins við Laugaveg 22 þar sem þemað
var konur í tónlist. Þetta kvöld heppn-
aðist alveg rosalega vel. Við fengum
til okkar mest áberandi konurnar úr
femínistaumræðunni í samfélaginu
og leyfðum þeim að viðra skoðanir
sínar. Svo vorum við með hljóðnem-
ann opinn, bæði fyrir tal og tóna.
Okkur fannst svo skemmtilegt að
hafa þema að við ákváðum að reyna
að hafa þema aftur. Fyrst datt okkur
í hug að hafa grímuball en þar sem
þetta er virkur dagur þá vildum við
ekki vera að setja þá kröfu á jafn-
réttissinnana. Hins vegar spratt
önnur hugmynd út frá þessari um
grímuballið og hún var sú að hafa
Bríeti Bjarnhéðinsdóttir
)etta í anda áranna 1870-1920, en
iað tímabil kallast innan akadem-
íunnar fyrstu kynslóðar femínismi.
Við heitum náttúrlega í höfðuðið á
einum frægasta femínista Islands-
sögunnar; Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
og því var einkar viðeigandi að gera
þessum tíma hátt undir höfði.
Okkur langar á þessu kvöldi að
lifa okkur inn í stemninguna sem
konur voru í á þessum árum, en þá
þótti afskaplega djarft að vera femín-
isti. Okkur langar til að leika okkur í
þessum anda. Hrópa setningar sem
byrja á orðum eins og fyrr skal ég
dauð liggja og fleiri í þeim dúr,“
segir Kristbjörg og hlær.
Eruð þið að vonast til þess aðfá ein-
hverju áorkað með þessu kvöldi?
„Við viljum aðallega þjappa
hópnum saman. Sýna okkur sjálfar,
sjá aðra og standa saman. Sýna
systralag með því að halda daginn
hátíðlegan og hafa það gaman. Það
er oft erfitt að standa í kvennabar-
áttu og því er um að gera að leyfa
sér að skemmta sér svolítið inn á
milli,“ segir Kristbjörg Kona Krist-
jánsdóttir að lokum.
Dagskrá kvöldsins verður með
fjölbreyttum hætti en baráttu-
ræður, upplestur og leik fremja
eftirfarandi dömur:
Kristbjörg Kristjánsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona,
flytur erindi um kynferðisofbeldi
Drífa Snædal frá Kvennaat-
hvarfinu flytur erindi um
heimilisofbeídi
Edda Björgvinsdóttir,
leikkona, fjallar um
femínisma
Vala Pálmadóttir,
ungfemínista, flytur
erindi um kynjafræð-
ina og lífið
Guðrún Ög-
mundsdóttir, þing-
kona, flytur erindi
um önnur mikil-
væg málefni
Leikkonur úr
Kvenfélaginu
Garpur troða
upp
k
Úttektir á lífi karla og
kvenna í tuttugu og
fimm aðildarríkjum ESB
Konur vinna meira, lifa lengur, mennta sig betur ogfá minna
frí en karlar sem einbeita sérfrekar að almennum störfum.
KatrínAnnaGuðmundsdóttir.tals-
kona Femínistafélagsins, flytur er-
indi um komandi tíma í baráttunni.
Bríetur hvetja alla til að mæta og
fyllast baráttuanda þeirra kvenna
sem börðust fyrir þeim réttindum
sem fólk telja sjálfsögð í dag. Þær
sem óðu eld og brennistein svo að
kynsystur þeirra mættu kjósa, sitja
á þingi, öðlast rétt til fóstureyð-
inga og fá þau tækifæri
sem bjóðast konum
á vinnumark-
aði í dag.
„Þó svo
miklu hafi verið áorkað er ekki hægt
að fagna algjöru jafnrétti kynjanna
enn í dag. Því er meiningin að slá
baráttuanda fyrri tíma í baráttumál
nútímans.“
Baráttukvöldið hefst stundvíslega
klukkan 20:00.
4°
M.
A
stundir á
dagenkarlar.
Þegar talað er
um vinnustundir er
átt við nám eða vinnu
sem og heimilisstörf en
almennt vinna konur um
einni klukkustund
lengur
mmm
<8>
J
t tilefni af alþjóðlegum degi
kvenna, sem er í dag 8. mars,
hefur Evrópusambandið birt
niðurstöður úr könnun sem það
lét gera á lifnaðarháttum og lífs-
líkum karla og kvenna í aðildar-
ríkjunum tuttugu og fimm.
Konur lifa að meðaltali
sex árum lengur
Lífslíkur kvenna eru meiri í öllum
tuttugu og fimm aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins eða að meðaltali
81,2 ár fyrir konur, miðað við 75,1 ár
fyrir karla. 1 Litháen verða konur að
meðaltali 77,7 ára á meðan karlarnir
verða aðeins um 66,3 ára gamlir.
Minnstu munar á Möltu en þar
verða konur um 80,7 miðað við karla
sem verða að meðaltali 76,7 ára.
Frumbyrjur yngstar í Eistlandi
en elstar á Bretlandseyjum
Árið 2004 munaði tæplega einu og
hálfu ári á aldri kvenna
þegar þær eignuðust sitt
fyrsta barn miðað við rann-
sóknir sem voru gerðar árið 1994.
Yngstu mæðurnar eru í Eistlandi
en þar eru þær að meðaltali 24,6 ára.
í Lettlandi eru mæður 24,7 ára og í
Litháen eru þær 24,8 ára. Elstu frum-
byrjurnar eru á Bretlandseyjum en
þar eru þær tæplega þrítugar þegar
þær eignast sitt fyrsta barn. Meðal-
aldur frumbyrja í öllum aðildarríkj-
unum er 28 ár og tveir mánuðir.
55% háskólanema eru konur
1 aðildarríkjunum 25 höfðu fleiri
konur lokið háskólanámi en karlar.
Þetta á við alls staðar nema í Tékk-
landi og á Bretlandi en þar er
mjórra á munum. Menntuðustu
konurnar búa í Slóveníu en þar eru
um 94% kvenna með háskólapróf,
en minnsta menntun hafa konur á
Möltu, aðeins 48%. 1 raungreinum,
til að mynda stærðfræði og tölvu-
fræði eru konur 37%. Aðeins á Ítalíu
og í Portúgal eru fjöldi kvenna og
karla nánast jafn hvað varðar nám í
raungreinum, en í Hollandi eru kon-
urnar færri en fjórðungur nemenda.
í öllum aðildarríkjunum eru konur
duglegri að leggja stund á hugvís-
indi og listgreinar eða á bilinu 54% í
Slóvakíu til 80% í Lettlandi. 1 hinum
löndunum er meðaltalsmunurinn
um það bil 66%.
Konur vinna fleiri vinnu-
stundir en karlar
í þeim löndum sem hægt var að gera
marktækar mælingar kom í ljós
að konur vinna hlutfallslega fleiri
en
karlar.
Mestu munar á Ítalíu, Sló-
veníu, Litháen, Spáni og Ungverja-
landi en aðeins í Sviþjóð og á Bret-
landseyjum vinna karlar og konur
nánast jafn margar stundir yfir
daginn. Lengst vinna konur í Lit-
háen og Slóveníu: 8 klukkustundir
á dag, en stystu vinnudagar kvenna
eru í Þýskalandi og Belgíu eða um
sex og hálf klukkustund á dag. Eins
og fyrr segir eyða kvenmenn miklu
meiri tíma í margs konar heimilis-
störf á meðan það gagnstæða gildir
fyrir karlmenn, en þeir einbeita sér
frekar að almennum störfum og
námi fremur en að halda heimilinu
í góðu ástandi.
margret@bladid. net
CAFEADESSO
2, hæð í Smáralind v/Vetrargarðinn
SALAT
hollt og gott í
hádeginu
komdu og smakkaðu!
opiö virka daga 10.00-19.00
laugardaga 10.00-18.00
sunnudaga 11.30-18.00
Simi 544 2332
www.adesso.is