blaðið - 08.03.2006, Qupperneq 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
ÓGNARSAMFÉLAGIÐ
Aíslandi eru hætturnar á hverju strái. Börnin eru í sérstakri og
viðvarandi hættu, auglýsingar í sjónvarpi eru ógnun við heilsu
þeirra og til þess eins fallnar að gera þau að sjúklingum síðar
á ævinni; um þau sitja kynferðisglæpamenn og fíkniefnasalar. Allt er
hættulegt; hið illa fer sem vofa um samfélagið.
Þetta er sú mynd af þjóðfélaginu sem skipulega er haldið að almenn-
ingi á íslandi þessa dagana. Og lausnin sem forsjárhyggjumenn og lífs-
háttastjórnendur leggja til er ávallt sú sama; það verður að herða eftir-
litið og þar sem því verður ekki komið við þarf einfaldlega að banna
viðkomandi fyrirbrigði. Fáir verða til þess að halda uppi vörnum fyrir
persónufrelsið. Þótt margir tjái sig, þegar það þykir henta, um frelsi ein-
staklingsins og ábyrgð á eigin lífi verður þess ekki vart að forystumenn
í samfélagi Islendinga hafi áhuga á þessari þróun.
Hvert stefnir þetta þjóðfélag og hverjir eru þeir sem hafa hagsmuna að
gæta við að „terrorísera” bókstaflega alþýðu manna?
Nú hafa forræðishyggjumenn og reglugerðafíklar greint nýja ógn.
Raunveruleg hætta er á því að þeir sem sækjast eftir því að starfa með
börnum og unglingum hafi illt í huga. Og vísbendingar eru um að þeir
sem ekki eru pervertar en hafa áhuga á slíkum störfum hyggist komast í
tæri við börnin í því skyni að selja þeim eiturlyf. Um þetta má lesa á for-
síðu Blaðsins í gær enda er í ráði að bregðast við þessari ógn. Nú vilja eft-
irlitstrúarmenn leiða í lög að þeir sem sækjast eftir störfum á vettvangi
æskulýðsmála leggi fram sakavottorð með umsókn sinni.
Hugsunin sem uppi er í samfélagi Islendinga nú um stundir er þessi:
allir eru hugsanlega glæpamenn, barnaníðingar og fíkniefnadreifendur.
Því ber fólki að leggja fram sannanir fyrir því að þannig sé því ekki
farið. Allir liggja undir grun og sama krafa er gerð til allra: sannaðu heið-
arleika þinn og að þú alir ekki með þér óheilbrigðar hneigðir.
I þessu skyni hafa eftirlitsheimildir lögreglu verið hertar til muna. Nú
er fólki hótað að fylgst sé með Netnotkun þess og símtölum. Lögreglan
má enda ekki vera að því að verja borgarana á götum Reykjavíkur þar
sem saklaust fólk sætir árásum og hnífstungum. Lögreglan hefur sýni-
lega nóg að gera við að fylgjast með því að heiðvirðir borgarar séu ein-
mitt það en ekki kynferðisglæpamenn og eiturlyfjasalar.
Hörmulegt er að horfa upp á þessa þróun í átt til ógnarsamfélagsins á
íslandi. Hverjir ætla að taka að sér að halda uppi vörnum fyrir heiðarlegt
fólk og mótmæla þessari brjálsemi?
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjóm & auglýsingar. Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
AÖalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaöið
...ÓSKA ÆFTÍR
NÝJilM
/tVÍSLBGUM
ttr-pfiPRrNSÍ.
RRNN A/l4
VEUA flLOJÖRJ
Ktt’Útt EN
MÁ S57V1t BkKJ
HEir/1 QuMi
45iíSts cov.
Viljum við vera Svíar?
.Tillaga þessi er í samræmi við
réttarþróun á Norðurlöndum
og er ákvæðið samhljóða ný-
legum ákvæðum í dönskum og
sænskum lögum." Það er æði
oft sem texti af þessu tagi birtist
í greinargerðum með lagafrum-
vörpum sem lögð eru fram á Al-
þingi. Stundum eru tillögur um
lagabreytingar hér á landi jafn-
vel ekki studdar neinum öðrum
rökum en þessum. Ýmis dæmi
um það má finna í tillögum sem
eiga uppruna í ráðuneytunum og
lögð eru fram sem stjórnarfrum-
vörp en það eru ekki síður stjórn-
arandstæðingar á þingi sem nota
rökstuðning af þessu tagi.
Lagatækni og pólitík
Vissulega getum við margt lært af
frændum okkar á Norðurlöndum.
Að mörgu leyti er þjóðfélag okkar
svipað þeirra og sögulegur og
menningarlegur skyldleiki okkar
við þessar þjóðir birtist með marg-
víslegum hætti. Lagahefð okkar
og réttarkerfi á þannig meiri
samsvörun í rétti norrænu ríkj-
anna heldur en í engilsaxneskum
rétti eða rétti meginlandsríkj-
anna. Það er þess vegna ekkert
óeðlilegt að við kynnum okkur
reynslu norrænna ríkja þegar við
mótum lagareglur á hinum ýmsu
sviðum, ekki síst þegar kemur að
lagatæknilegri útfærslu einstakra
tillaga og aðlögun þeirra að gild-
andi löggjöf. Hins vegar verðum
við að fara varlega í að yfirfæra
þeirra lausnir yfir á samfélag
okkar umhugsunar- og gagnrýn-
islaust, eins og oft er gerð krafa
um í opinberri umræðu.
Lagasetning er ekki bara
tæknivinna. Hún byggist líka á
pólitískri stefnumörkun. Þegar
Norðmenn, Svíar eða Danir móta
lagareglur á einhverju sviði ræðst
niðurstaðan auðvitað í grundvall-
aratriðum af því hvaða pólitíska
leið er valin af meirihluta þings
í þessum löndum. Sú leið er ekk-
ert endilega rétt út frá faglegu
eða fræðilegu sjónarhorni eins
og stundum er látið í veðri vaka.
Hún getur eftir atvikum verið
skynsamleg eða óskynsamleg
miðað við aðstæður í viðkom-
Birgir Armannsson
andi landi og auðvitað er alls ekki
sjálfgefið að hún eigi við hér. Það
er ekki heldur neitt sem segir að
stefnumörkun danskra, norskra
eða sænskra stjórnmálamanna sé
í samræmi við afstöðu meirihlut-
ans á Alþingi íslendinga eða vilja
íslenskra kjósenda.
Hverjir eru mestu kratarnir?
Ég fór að hugleiða þetta um
daginn þegar ég tók þátt í um-
ræðum í sjónvarpi með nokkrum
félögum mínum af vettvangi
stjórnmálanna. Þar kepptust
talsmenn Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna við að útmála sig
sem hina einu sönnu talsmenn
norræna velferðarkerfisins í ís-
lenskum stjórnmálum. Sami
málflutningur hljómar oft á Al-
þingi og enduróm hans mátti
líka heyra nýlega í umræðum um
álitsgerð prófessors í félagsfræði
um skattamál. Niðurstaða hans
var sú að við íslendingar værum
að fjarlægjast norræna velferðar-
fyrirkomulagið og nálgast mark-
aðsskipulag hinna engilsaxnesku
ríkja.
Prófessorinn taldi þetta greini-
lega hið versta mál en sjálfur get
ég ekki tekið undir þær áhyggjur.
Ég tel að á mörgum sviðum höfum
við náð miklu betri árangri heldur
en þessar þjóðir. Á undanförnum
árum hefur hagvöxtur verið hér
meiri, atvinnuástand betra og meiri
kraftur í efnahagslífinu heldur en
þar þekkist. Með því höfum við líka
skapað okkur fjárhagslegt svigrúm
til að efla félagslega þjónustu, heil-
brigðiskerfi og menntakerfi. Við
höfum getað efít þessa þjónustu án
þess að velferðarkerfið hafi vaxið
okkur yfir höfuð. Ég væri ekki til-
búinn að skipta á þeirra árangri
og okkar. Lausnir norrænna sósíal-
demókrata hafa ekki reynst betur en
stefnumörkun ríkisstjórna Islands á
undanförnum árum.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstœðisflokksins.
Klippt & skoríð
klipptogskorid@vbl.is
Brotthvarf Árna Magnússonar, vonar-
stjörnu Framsóknarmanna og fyrrver-
andi félagsmálaráðherra, er á allra
vörum um þessar mundir. Netverjar eru til aö
mynda duglegir við að útlista snilli slna í þeirri
list að rýna í framtíðina. Ljóst er að sitt sýnist
hverjum - sumir telja þessi tíðindi muni veikja
Framsóknarflokkinn en aðrir eru á öndverðri
skoðun. Ein þeirra sem tjáir skoðun
sína á Netinu er þingmaðurinn
Asta Möller. Hún virðist sannfærð
um að Finnur nokkur Ingólfsson
sé orðinn svo leiður á að græða millj-
ónir, eða jafnvel milljarða króna, i sæti sinu
sem forstjóri VÍS og langi inn á Alþingi á ný.
„íg spái þvi aö hann komi aftur á sjónvarsviðið
sem framtíðarforingi og bjargvættur Fram-
sóknarflokksins i erfiöri stööu," skrifar húná
síðu sinni I gær.
Avefsíðunni www.heimur.is er hins
vegar farin sú leið að spyrja þá gesti
hvaða áhrif þeir
telja að brotthvarf Árna hafi.
Tæp 11% þeirra sem tekið hafa
þátt í könnuninni telja að fylgi
Framsóknarflokksins muni
aukast enda sé Siv vinsæll
stjórnmálamaður. Tæp 22%
telja hins vegar að fylgi flokksins muni minnka
enda hafi Árni verið erfðaprins flokksins og því
væntanlega erfitt að fylla það skarð sem mynd-
ast við brotthvarf hans. Mikill meirihluti þátt-
takenda í könnuninni, nánar tiltekið 67,6%,
hafa hins vegar minnstar áhyggjur af stöðu
Framsóknarflokksins á þessum timapunkti og
telja einfaldlega að breytingin verði til þess að
Árni verði mjög ríkur.
Alþýðusamband(slands,semstundum
hefur verið nefnt Alþýðusamband
Morgunblaðsins af Klippara, birti
(gær könnun sína á því hvað hreinlætisvörur
kosta hér á landi. Enn einu
sinni virðast starfsmenn
ASÍ sérstaklega uppteknir á
kvöldin, enda var könnunin
send út til fjölmiðla rétt upp úr klukkan 9 í
fyrrakvöld. Kannanir AS( hafa ávallt fengið
mikla umfjöllun í Morgunblaðinu og hefur
Klippari fyrir því heimildir að kannanir sam-
takanna séu sendar út seint á kvöldin til að
tryggja Morgunblaðinu reglulegt „skúbb"
upp úr þessum könnunum. Nú bregður hins
vegar svo við að ekkert er sagt frá könnuninni
á sfðum Morgunblaðsins í gær og því verður
spennandi að sjá klukkan hvað næsta könnun
verðursendút.