blaðið - 08.03.2006, Qupperneq 24
32 I MENWING
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaðið
Tveir ólíkir meistarar
I Listasafni Islands stendur yfir sýn-
ing á verkum Gunnlaugs Blöndals og
Snorra Arinbjarnar, tveimur meist-
urum í íslenskri myndlist. „Þeir eru
gjörólíkir listamenn sem spretta
upp úr expressjónisma í upphafi ald-
arinnar," segir Ólafur Kvaran, safn-
stjóri Listasafns íslands. „Blöndal
er rómantískur, upphafinn og ljóð-
rænn listamaður en myndir Snorra
eru m.a. sem líkingar fyrir samfé-
lagslegt ástand þessara ára. Þeir eru
einnig mjög ólíkir hvað varðar ný-
sköpun í myndefnum. Gunnlaugur
kemur inn með konuna, nektina
og lífsnautnina, nokkuð sem var
nýtt í íslenskri myndlist á þriðja
áratugnum. Snorri einbeitir sér að
hinum hversdagslega veruleika.
Þessi mismunur skerpist mjög þegar
maður sér myndir þeirra saman og
það er ein af ástæðunum fyrir því að
myndir þeirra eru til sýnis á sama
tíma, þótt sýningarnar tvær séu
sjálfstæðar."
Hvaða máli skiptu þessir myndlistar-
menn fyrir þá stefnu sem þeir stóðu
fyrir?
„Inntakið i verkum þeirra er gjör-
ólíkt. Snorri leggur einkum áherslu
á að stemma af ljósgildi litarins og
skugginn er ávallt jafn lifandi og
ljósið og maður sér hvernig verk
hans verða óhlutlægari eftir þvi sem
líður á ferilinn. I höfundarverki
Blöndals tekst ljóðræn upphafin sýn
á við upplifun augnabliksins. Lífs-
ferill og samfélagsleg staða þeirra
er lika afar ólík. Blöndal hefur verið
dáður og vinsæll listamaður allt sitt
líf meðan Snorri vinnur í einveru og
einangrun. Það sem þeir eiga sam-
eiginlegt er að báðir eru stórmerki-
legir listamenn."
Aðgangur að Listasafni Islands er
nú ókeypis eftir samstarfssamning
við Samson eignarhaldsfélag. „Þetta
er myndarlegur og mikilvægur
samningur sem styrkir safnið og
stöðu þess. Við erum með þessari
ákvörðun að auðvelda aðgengi að
safninu og vonumst að fá inn gesti
sem við höfum ekki fengið inn
í safnið áður,“ segir Ólafur. „Að
Ólafur Kvaran.„Blöndal hefur verið dáður og vinsæll listamaður allt sitt líf meðan Snorri vinnur í einveru og einangrun. Það sem þeir eiga sameiginlegt er að báðir eru stórmerkilegir
listamenn."
Snorri Arinbjarnar. Skip á Skagaströnd.
Gunnlaugur Blöndal. Frá Vestmannaeyj-
um.
sleppa aðgangseyri er skref í lýðræði-
svæðingu safnsins. Það er líka mjög
mikilvægt að fræðsluhlutverkið sé
aukið og Listasafnið líti á sig m.a.
sem menntastofnun þannig að fólk
geti komið í safnið og sótt þangað
upplýsingar og fræðslu. I vor opnum
við tölvuver í safninu þar sem öll
listaverkaeignin hefur verið sett í
stafrænt form.
Það má ræða um lýðræðisvæð-
ingu í öðrum skilningi þegar kemur
að aðstöðu listasafnsins til að sýna
íslenska myndlist. Það er að sjálf-
sögðu mikilvægt lýðræðismál að
þjóðin hafi aðgengi að listrænum
menningararfi sínum. Ef vel ætti að
vera ættum við að hafa húsnæði þar
sem við gætum sýnt á fastri sýningu
300-400 íslensk myndlistarverk frá
20. öld og einnig haldið sérsýningar.
Samspil nútimamyndlistar og eldri
myndlistar er takmarkað þegar fólk
hefur ekki aðgang að listasögunni.
Það er eðlileg krafa í nútímasamfé-
lagi að listasagan sé til sýnis í Lista-
safni íslands."
Leikhúsdómur - Viðtalið
Þögult uppgjör
Draumasmiðjan -
Hafnarfjarðarleikhúsið
Viðtalið eftir: Lailu Margréti Arnþórs-
dóttur og Margréti Pétursdóttur
Leikstjóri: Margrét Pétursdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Björn Gunnlaugsson
Leikarar: Soffia Jakobsdóttir, Berglind
Stefánsdóttir, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir,
Tinna Hrafnsdóttir og Árný Guðmunds-
dóttir
Tónlist: Pétur Grétarsson
Leikmynd og búningar: Helga Rún
Pálsdóttir
Ljósahönnun: Garðar Borgþórsson
Draumasmiðjan hefur á undan-
förnum árum verið leiðandi í upp-
byggingu á hinu svokallaða döff-leik-
húsi á íslandi. Um er að ræða stefnu
sem hefur það markmið að gera
leikhúsið aðgengilegra fyrir heyrn-
arlausa en það felst m.a í því að
leiktextinn er að einhverju eða öllu
leyti túlkaður á táknmáli. Síðastlið-
inn laugardag frumsýndi Drauma-
smiðjan, í samstarfi við Hafnar-
fjarðarleikhúsið, nýjasta leikritið í
þessum anda, verkið Viðtalið eftir
þær Lailu Margréti Arnþórsdóttur
og Margréti Pétursdóttur en hún sá
einnig um leikstjórn.
Sambandsleysi
I verkinu segir frá sambandi móður
og heyrnarlausrar dóttur hennar.
Einn daginn hittast þær ásamt tákn-
málstúlki vegna blaðaviðtals sem
á að taka við dótturina. Móðirin
hefur aldrei lært táknmál og þegar
blaðamaðurinn lætur bíða eftir sér
fara mæðgurnar smám saman að
tala saman fyrir tilstuðlan túlks-
ins. I ljós kemur saga ólíkra heima,
ólíkra skynjanna. I samtali þeirra
afhjúpast sú napurlega staðreynd
að þrátt fyrir að hafa átt samleið svo
lengi hafa þær í raun og veru aldrei
skilið hvor aðra fullkomlega.
Verkið er öðru hvoru brotið upp
þegar móðirin eða dóttirin stígur
fram og gefur áhorfendum innsýn
inn í hugarheim sinn. I þeim at-
riðum eru tveir leikarar látnir túlka
sömu persónu, annar talandi á
meðan hinn notast við táknmál.
Elsa Guöbjörg Björnsdóttir og Tinna
Hrafnsdóttir í leikritinu Viðtalið.
Hin sakbitna móðir
Það eru þær Elsa Guðbjörg Björns-
dóttir og Tinna Hrafnsdóttir sem
túlka dótturina í verkinu. Töluvert
meira hvílir þó á Elsu þar sem Tinna
stígur aðeins á svið í einræðu dóttur-
innar. Báðar Ieysa þær þó hlutverk
sitt með prýði sem hin sjálfstæða en
jafnframt dapra dóttir.
Soffia Jakobsdóttir leikur móður-
ina ásamt Berglindi Stefánsdóttur
táknmálstalanda. Soffia túlkar hina
óöruggu og eilítið sakbitnu móður
vel. Eins var senan þar sem hún
kastast í misskilningi á milli dótt-
urinnar og táknmálstúlks, leikin
af Árnýju Guðmundsdóttur, vel úr
garði gerð.
Galli verksins felst þó í uppbygg-
ingu þess. Eftir ágætis aðdraganda
virðist langþráð uppgjör milli
móður og dóttur bara einhvern veg-
inn gufa upp. Þá var fullmikið gert
úr fræðsluþættinum sem þrátt fyrir
að vera athyglisverður virðist stríða
á móti ljóðrænum undirtóni verks-
ins. Það hefði verið betra að vefa
hann með minna áberandi hætti
inn í verkið sjálft.
Leikmynd verksins er látlaus og
vel við hæfi. Ljóskastarar eru not-
aðir til að skapa innra rými í þeim til-
fellum þegar persónur stíga fram og
einnig til að undirstrika leikhljóð.
hoskuldur@vbl.is
109 SU POKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt i reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni íyrir
í hverri linu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
niu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upþ eru gefnar.
Gáta dagsins
9
9 1 6
3 2 4 1
8 5
5 7 4 9 2 3
4 7
2 1 4 8
8 6 4
3
Lausn siðustu gátu
9
9 1 6
3 2 4 1
8 5
5 7 4 9 2 3
4 7
2 1 4 8
8 6 4
3