blaðið - 08.03.2006, Side 26
m/jjjw
SmtiRR^BÍÓ
PINK PANTHER
kl. 3.45,5.50,8 og 10.10
CONSTANT GARDENER
kl. 8og 10.45 B.i. 16Ara
NANNY MCPHEE
kl. 3.40 og 5.50
UNDERWORLD
kl. 8 B.1.16 Ara
ZATHURA m/íslensku tali
kl. 3.40 og 5.50 B.l. 10 Ara
ZATHURA m/ensku tali
kl.5.50 B.I.10ARA
WALKTHE LINE
kl.8og10.45 B.I.12ARA
WALKTHE LINEÍLÚXUS
kl. 5,8og 10.45B.i.12Ara
FUN WITH DICK AND JANE
kl. 3.40 og 10.20
REcnBOEinn
CAPOTE
kl. 5.30,8 og 10.20 b.u6Ara
TRANSAMERICA
W. 5.45,8 og 10.15 BJ.14ARA
WALKTHE LINE
W.6og9 B.1.12ARA
BROKEBACK MOUNTAIN
W.6og9 B.I.12ÁRA
MATCH POINT
W. 5.30,8 og 10.15
NANNY MCPHEE
kl. 6og 8
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
W.8og10
FINAL DESTINATION 3
Kl. 6og10B.i. 16Ara
THE PINK PANTHER
W. 6,8 og 10
BROKEBACK MOUNTAIN
W.8B.I.12 AWL
CONSTANT GARDENER
kl. 10.25 B.1.16 ARA
NANNY MCPHEE
W. 6
'tíurij€trtj/rn
□□ Dolby /DD/
34 I KVIKMYi
aPRBMmHMRA ' sjrsmnmv’
MIÐVIKUDÁGÚR 8. MARS 2006 blaöið
Margbrotin ádeila
Syriana_________________________
Leikstjóri: Stephen Gaghan
Aðalhlutverk: Alexander Siddig, Matt
Damon og George Clooney
Gott: Tímabær ádeila é skriffínsku
Verst: Flókinn söguþráður.
Sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói.
Syriana er ein af mörgum kvik-
myndum sem komið hafa út undan-
farið þar sem kvikmyndaiðnaðurinn
sýnir hvernig hann getur bitið frá sér.
Sjónarmið sem eftir 11. september
voru mjög ríkjandi vestan hafs hafa
fengið að víkja og þeirra í stað efast
bandarískir kvikmyndagerðarmenn
um heilindi stjórnvalda. Þeir velta
fyrir sér hvort logið sé að almenningi
um hin ýmsu hitamál og velta fyrir
sér hversu mörg og stór í sniðum
myrkraverk stjórnvalda eru.
Syriana er einmitt dæmi um
mynd sem gefur bandarískum stjórn-
völdum bágan vitnisburð. Þar að
auki er mikið farið inn á tengsl stjórn-
mála og viðskipta sem eru greinilega
of mikil að mati leikstjórans.
Ásættanlegar mannfórnir
Rauði þráður myndarinnar er að
enginn er svo merkilegur að honum
megi ekki fórna á altari alþjóðastjórn-
mála og peningahyggju. Þegar pen-
ingar og völd einstakra manna eru til
umræðu svífast menn einskis til þess
að tryggja aukinn arð og meiri völd.
Þannig mega peðin sín lítils í stríði
konunganna.
Persónufargan
Stíll Syriana er í anda Traffic sem er
eftir sama leikstjóra. Myndatakan
virðist fremur hrá en er samt sem
áður greinilega vönduð og hver
rammi hugsaður í þaula.
Það eina sem e.t.v. gengur ekki al-
veg í kvikmyndinni er flókinn sögu-
þráðurinn. í honum eru fléttaðar
saman sögur margra aðila sem tengj-
ast einungis mjög takmarkað. Hugs-
anlega má líkja því við kvikmyndir
Guy Ritchies en Stephen Gaghan
færist of mikið í fang svo einstakir
þræðir verða fullflóknir. Þá er gerð til-
raun til þess að vera með gífurlegan
fjölda persóna sem oft er erfitt að
átta sig fyllilega á. Hvað sem því líður
standa allir leikarar sig mjög vel og
er einstaklega sterkt að láta arabískar
persónur tala arabísku.
Verk í vinnslu
Syriana er mjög umdeild mynd og
finnst mörgum sem ofsatrúarmenn
í röðum múslima fái of jákvæða um-
fjöllun i henni. Hins vegar tel ég að
leikstjóranum hafi einmitt tekist
ætlunarverk sitt með því. Maður sér
ekki Syriana án þess að hafa skoðun
á málunum, verst er að maður veit
ekki endilega hver sú skoðun er og
mun ekki komast að því fyrr en
löngu seinna. Myndin heldur áfram
að hafa áhrif á áhorfendur löngu eftir
að úr kvikmyndahúsinu er komið.
Auk þess legg ég til að hlé í kvik-
myndahúsum verði lögð niður.
agnar.burgess@bladid.net
Miðasalan á Ian Anderson hefst
í dag hefst miðasala á tónleika Ian
Anderson sem best er þekktur sem
flautuleikari þjóðlagasveitarinnar
Jethro Tull. Tónleikar Anderson
verða haldnir þann 23. maí næst-
komandi í Laugardalshöll en honum
til halds og trausts verða meðlimir
úr sinfóníuhljómsveitinni.
Númeruð sæti verða á tónleik-
unum og höllinni skipt í fjögur
svæði. Verð á miðum er 8.900
krónur í A svæði, 7.900 í B svæði,
5.900 fyrir C svæði, sem er á svoköll-
uðum pöllum, og 5.500 í D svæði,
stúku. Ofan á miðaverð leggst svo
miðagjald sem er í hlutfalli við verð
miðans.
Miðasala fer fram á www.midi.is
og í verslunum Skífunnar og BT um
allt land.
SÆKTU LAGIÐ!
Aqualung með JethroTull
Þeír sem ætla að skella sér að sjá lan Anderson ættu að hita upp og hlusta á gömul og
góð lög með JethroTull, Aqualung er eitt af þeim.
Blaðið treystirþvi að lesendursínirkunniskilá lögum umhöfundarrétt.
Aukasýning
Curtis Adams
Miðasala á sýningu töframanns-
ins Curtis Adams 7. apríl í
Austurbæ fór svo vel af stað
að ákveðið hefur verið að hafa
aukasýningu daginn eftir, laug-
ardaginn 8. apríl. Hún fer fram í
Austurbæ kl. 19.30, húsið verður
opnar kl. 19.00 og miðaverð
er frá 1.900, auk miðagjalds,
til 3.900, auk miðagjalds.
Miðasalan er á www.midi.is, í
verslunum Skífunnar í Reykja-
vík og BT á landsbyggðinni.
Waters
safnar liði
Það hefur verið staðfest að Nick
Mason, fyrrum trommuleikari
Pink Floyd, muni spila Dark
Side Of The Moon með Roger
Waters í Frakklandi á tóneika-
ferð þess síðarnefnda í sumar.
Eins hefúr Waters boðið
Rick Wright, fyrrum hljóm-
borðsleikara Pink Floyd, að
spila með sér á sömu hljóm-
leikum. Eins og vitað er mun
Waters heiðra Islendinga með
nærveru sinni í byrjun sumars
og eru tónleikahaldararnir að
ræða um hvort þeir Mason
og Wright komi hingað.
Siggi hitar
upp fyrir José
Einn sérstæðasti trúbador
þjóðarinnar, Siggi Ármann, mun
spila á undan sænska tónlist-
armanninum José González
á tónleikum hans í Reykjavík
næstkomandi mánudag.
Siggi hefur fengið prýðisdóma
fyrir sinn nýjasta geisladisk,
Music for the Addicted, sem
kom út fyrir síðustu jól. Tón-
list Sigga Ármanns hefur
verið lýst sem lágstemmdri,
einlægri og melódískri.
Miðasala á tónleikana
fer fram í verslunum Skíf-
unnar og á www.midi.is.
Miðaverð er 2.500 krónur
auk 200 króna miðagjalds.
Hvað eraðgerast?
Blaðið vill endilega fjalla um atburði
líðandi stundar. Sendu okkur línu á
gerast@bladid.net.
I dag kl. 14 | Glæpir
og Góðverk í Iðnó
midi.is | Leikfélagið Snúður
og Snælda sýna Glæpir og
góðverk. Byggt á verki An-
tons Delmer „Tutter a note“.
í dag kl. 20 | Eldhús
eftir máli í Þjóðleikhús-
inu Smíðaverkstæði
midi.is | Þessi leiksýning er
tileinkuð minningu skáldkon-
unnar Svövu Jakobsdóttur
sem lést á s.l. ári en hún hefði
orðið 75 ára á þessu ári. Vala
Þórsdóttir hefur leitað fanga í
nokkrum af þekktustu smá-
sögum Svövu, eins og Veisla
undir Grjótvegg, Saga handa
börnum, Eldhús eífir máli o.fl.
f dag kl. 20 | Hungur í Borg-
arleikhúsinu, litla sviði
midi.is | Hungur er um lífsbar-
áttu fjögurra einstaklinga í
heimi þar sem útlitskröfurnar
eru svo óraunhæfar að Inter-
netið er eini staðurinn þar
sem hægt er að uppfylla þær.