blaðið

Ulloq

blaðið - 15.03.2006, Qupperneq 6

blaðið - 15.03.2006, Qupperneq 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöið Fermingar tertur Eggert Jónsson bakara- og conditormeistarí Pantið tímanlega! Félagsmálaráóherra segir að breyt- ingar verði gerðar á íbúðalánasjóði Jóhanna Sigurðardóttir segir það kaldhœðnislegt að nota eigi sjóðinn til að bjarga við- skiptabönkunum. Telur hœttu á að vextir ogþjónustugjöld hœkki við breytinguna. lánaumhverfi. Jóhanna Hann segir að Siguröardóttir gerðar verði breytingar á sjóðnum, en of snemmt sé að segja til um hverjar þær verði. Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um að íbúðalánasjóði verði breytt í svokallaðan heildsölu- banka. Ef sú leið yrði farin yrði fbúðalánasjóður lagður niður í þeirri mynd sem við þekkjum í dag og breytt í þá veru að hann lánaði bönkunum fé á hagstæðum kjörum en lánaði ekki beint til einstaklinga .Það er starfs- jön Kristjánsson hópur sem er að fara yfir málefni sjóðsins hér innandyra. Hann er m.a. að skoða hvernig málefnum sjóðsins verði komið fyrir til frambúðar í nýju umhverfi og sú leið að gera sjóðinn að heildsölubanka er ein þeirra leið sem þessi hópur er að skoða,“ segir Jón- « „það.,verður farið í samráðsferli þar sem ýmis hagsmunasamtök hafa möguleika á að segja skoðun sína. Það sem ég legg áherslu á er að það verði gætt að því hlutverki sjóðsins að vera undirstaðan í lána- kerfi landsmanna og sjá til þess að allt landið njóti sambærilegrar fyr- irgreiðslu eins og hefur verið,“ segir Jón ennfremur. Telur að vextir og þjónustu- gjöld geti hækkað Hugmyndum um breytingu á fbúða- lánasjóði er mis vel tekið. Bent hefur verið á að sjóðurinn stafi á öðrum forsendum en viðskiptabankarnir. Þannig hafi sjóðurinn ákveðið fé- lagslegt hlutverk, til að mynda að lána fólki til íbúðakaupa og bygg- inga hvar sem það býr á landinu. Ennfremur beri sjóðnum að lána fé til bygginga á félagslegu húsnæði. Að lokum að sjóðurinn taki mun vægar á því þegar fólk lendi í fjár- hagslegum vandræðum heldur en viðskiptabankarnir geri og gangi lengra í því að semja við fólk um t.d. greiðslufresti. Jóhanna Sigurðardóttir er ein þeirra sem hefur efasemdir um breytingar á fbúðalánasjóði. „Það er ákveðin hætta á að vextir og þjónustugjöld hækki við þessar breytingar," segir Jóhanna. „Eg sé ekki hvernig hagur lands- manna er tryggður með þessum breytingum og er í raun hrædd um að staða lántakenda gæti versnað. Ég sé til að mynda ekki að bank- arnir muni taka við því félagslega hlutverki sem sjóðurinn hefur sinnt fram að þessu", segir Jóhanna og bætir við að mikilvægt sé að stigið sé varlega til jarðar í þessum málum. „Það hefur verið gríðarlega mikil út- lánaþensla hjá viðskiptabönkunum að undanförnu. Mér finnst það kald- hæðnislegt ef íbúðalánasjóður á síðan að bjarga bönkunum úr þeirri stöðu sem þeir hafa sjálfir komið sér í,“ segir Jóhanna að lokum. Matreiðslu- meistarinn leiðir listann Baldvin H. Sigurðsson, mat- reiðslumeistari, mun slcipa fyrsta sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum. Listi hreyfingarinnar var samþykktur á félagsfundi síðastliðinn mánudag. Kristín Sigfúsdóttir, framhaldsskóla- kennari, mun skipa annað sætið og Dýrleif Skjóldal Ingimars- dóttir, sundþjálfari, það þriðja. Vinstri hreyfingin fékk einn mann kjörinn í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Bloöið/lngó Línuívilnun á ýsu afnumin Línuívilnun á ýsu verður afnumin frá og með 19. mars næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu sem send var út í gær. Upphaflega voru 1.472 tonn af hefldarafla ýsu tekin frá leyfi- legum afla og ráðstafað tfl línu- ívilnunar. Samkvæmt útreikn- ingum verður sá afli genginn til þurrðar eftir u.þ.b. viku og því ákveðið að loka á frekari veiðar. 5,5% hagvöxtur á síöasta ári Hagvöxtur á síðasta ári nam 5,5% samkvæmt Þjóðhagsreikningum Hagstofunnar sem birtir voru í gær. Árið 2004 mældist hagvöxt- urinn 8,2%. Mikill vöxtur var í einkaneyslu og fjárfestingum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Verulegur viðskiptahalli Samkvæmt Þjóðhagsreikningum Hagstofunnar nam landsfram- leiðslan á síðasta ári 996 milljörðum króna og óx að raungildi um 5,5% frá fyrra ári. Árið 2004 nam hagvöxtur 8,2% og árið þar á undan 3%. Þá jukust þjóðartekjur á síðasta ári um- fram landsframleiðslu um 6,7% aðal- lega vegna batnandi viðskiptakjara frá fyrra ári og minni vaxta- og arð- greiðslna til útlanda. Vöxtur landsframleiðslunnar á liðnu ári einkenndist af mikilli fjár- festingu og einkaneyslu að mati Hag- stofunnar og uxu þjóðarútgjöldin því langt umfram landsframleiðsl- una eða um 14,9%. Það leiddi síðan til verulegs viðskiptahalla uppá 162,3 milljarða króna. Mikil einkaneysla Vöxtur einkaneyslu á fjórða ársfjórð- ungi síðasta árs var mesti vöxtur í einum ársfjórðungi siðan gerð árs- fjórðungsreikninga hófst. Á sama tíma og útflutningur jókst um 7,8% jókst innflutningur um 33,9% frá sama tíma árið áður. Alls er einka- neysla talin hafa vaxið um 10,6% á ársfjórðunginum og í heild jukust þjóðarútgjöld um 13,8% miðað við sama tímabil á fyrra ári. Þá jókst fjárfesting um 35,4% á árfjórðunginum og samneysla um 3,6%. Undirbúningur fyrir sýninguna „Verk og vit" er í fullum gangi 1' Laugardalshöll og í gær vann Páll Arnar Guðmundsson hörðum höndum að því að koma fyrir Ijósabúnaði í lofti sýningarsvæðisins. Vill fjölga líf- færagjöfum Upplýsingar um líffæragjafir munu koma fram í ökuskír- teinum einstaklinga ef frumvarp sem Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maðurSam- fýlkingar- innar hefur lagt fram fær braut- argengi. I greinar- gerð með frumvarp- inu segir að líffæra- gjafir séu fátíðari á íslandi en annarsstaðar á Norðurlöndum og að hér á landi fari helmingi fleiri ein- staklingar árlega á biðlista eftir líffærum en þeir sem fá líffæri. „Á Vesturlöndum deyja nú fleiri sjúklingar sem bíða líffæra- gjafar en þeir sem fá líffæri. Mik- flvægt er því að fjölga íslenskum líffæragjöfum en hver líffæragjöf getur bjargað allt að sex manns- lífum. Fram tfl ársins 1991 gátu íslendingar einungis þegið líf- færi frá öðrum þjóðum en ekki lagt þau tfl sjálfir,“ segir Ágúst. Vegna þessa telur hann nauðsynlegt að upplýsingar um vilja tfl líffæragjafar verði sem aðgengilegastar og er talið heppflegt að nýta ökuskírteini tfl þessa. Sú leið hafi verið farin í Bandaríkjunum og gefist vel, ekki sist vegna þess að látnir ökumenn komi oft tfl greina sem líffæragjafar. Ættingjar hafna líffæragjöf ættmenna sinna í um 40% tflfella en á Spáni er þetta hlutfall helmingi lægra. „Það er því ástæða að auðvelda upplýsingagjöf viðkomandi einstaklings hvort hann kæri sig um að gefa líffæri sín eða ekki,“ segir Ágúst ennfremur. Ágúst Ólafur Ágústsson Opið virka daga 10.00-19.00 fímmtudaga 10.00-21.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 sirni 544 2332 www.adesso.is CAFÉADESSO 2. hæð í Smáralind vAIetrargarðinn Rafport Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt ■ ■ t L /m'i m fé) Jl HP Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. Á CD/DVD diska, mi&ar úr plasti Prenlar miéa úr Word-, Extel- og Outlook Prentar merkiborða bæði á pappir og plasl, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa Allt að 62mm breidd 50 miðar á mínútu* > USB tenging > Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar Staðlaðir póstfangamiðar brother ql-sso 1 i \ 8

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.